Morgunblaðið - 14.11.2016, Page 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú munt fá góða hugmynd um hvern-
ig hægt sé að bæta ákveðna hluti á vinnu-
staðnum. Vertu á höttunum eftir betri að-
stæðum, þannig kemstu að raun um það.
20. apríl - 20. maí
Naut Samskipti þín við aðra eru stundum á
yfirnáttúrlegum nótum. Kannski er það af því
að þú virðist harður, alltaf með allt á hreinu
og fátt fer í taugarnar á þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Góðu breytingarnar sem þú hefur
verið að reyna að ná í gegn seinustu ár verða
loks að veruleika. Tækifæri til þess að afla
tekna á stöðugan og öruggan máta eru fyrir
hendi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Kvenkyns vinur gæti reynst þér vel í
dag. En það er óþarfi að vorkenna sér, þótt
ekki sé unnt að kaupa alla hluti.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þér líður afskaplega vel um þessar
mundir og mátt ekki láta neinn hafa neikvæð
áhrif þar á. Hugsaðu því fyrst og fremst um
sjálfan þig.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þið eruð landkönnuðir í eðli ykkar.
Margt hefur verið að sækja að þér og nú er
tímabært að vinna úr hlutunum. Sérstaklega
skaltu láta athugasemdir vinnufélaga sem
vind um eyru þjóta.
23. sept. - 22. okt.
Vog Varastu að gera nokkuð það sem getur
valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar.
Gefðu þér góðan tíma til þess að velta mál-
unum fyrir þér. Gerðu eitthvað skapandi.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú myndir ekki söðla hest án
þess að láta hann vita af þér með örlitlu
klappi. Láttu galsa vinnufélaganna sem vind
um eyru þjóta.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er einhver stífni í sam-
skiptum þínum við foreldra þína og yfirmenn í
dag. Sinntu því sem augljóslega þarfnast úr-
lausnar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú nýtur þess að vera í hópi góðra
vina í dag. Taktu á móti deginum með bjart-
sýni, því þú getur átt einkar skemmtilegan
dag.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Láttu allar áhyggjur lönd og leið
um stund og lyftu þér upp og njóttu augna-
bliksins.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Margir búast við stórkostlegheitum af
sambandi, þegar það stórkostlega er að vera í
sambandi. Kannaðu ókunna stigu svo þú getir
svalað þörfinni fyrir að læra eitthvað nýtt.
Árni Blöndal segist í netpósti tilmín hafa fundið í fórum sínum
tvö gulnuð blöð með þessu ljóði,
sem kom á Krókinn með afa hans
Árna frá Geitaskarði. Sögu og til-
drög ljóðsins hafði hann heyrt ung-
ur og skráð sem skýringu undir
ljóðið, þar sem hann taldi að svona
perlur mættu ekki glatast.
Ég man það enn er ástar fyrsta koss
um aftanstundu fékk ég mær hjá þér.
Mér fannst hann vera dýrsta heimsins
hnoss
og himinsælu forsmekk gefa mér.
Ég man að reifði rökkurkyrðin blíð
og ró og friður litla húsið þitt
og þú lést höfuð hallast ung og fríð
og hýr á svipinn upp við brjóstið mitt.
Ég veit að það var hrein og heilög ást
í hjörtum okkar þá sem ríkti og bjó
en tíminn leið og tryggð þín meyja,
brást
að táli varð og hvarf í gleymsku sjó.
Ég grét og syrgði sáran yfir þér,
og sorgarmóða huldi unglings brá.
Ég fann þá bresta bönd í hjarta mér,
þau bestu sem að hjarta mannlegt á.
Og síðan hef ég meira og meira villst
og margfaldlega rofið gefin heit
og sokkið dýpra, sífelldlega spillst,
og sjálfur hvar ég stend ei nú ég veit.
Ég veit það eitt að víf ég tældi mörg
og vélráð engin hefir staðist mín
og ástarguðsins tvístrað hef ég hörg
til hefndar fyrir tryggðarrofin þín.
En líka er mér það ljóst og finn það
glöggt,
ei lætur guðinn draga háð að sér
því helgan ástareld hann hefur slökkt,
sem aldrei framar rís í hjarta mér.
Fyrr brann í æðum sjafnar funheitt fjör,
og fyllstu sælu ástarkossinn bauð
nú finnst mér eitur vera á hverri vör,
sem vill mig nálgast – ástin mín er
dauð.
Ég titra við sem vindi skekinn reyr,
það voða dómsorð fyllir eyrun mín:
„Þú vargur ert í véum, aldrei meir,
þér vonarbjarta ástarstjarnan skín.“
Árni segir að Hildur Sólveig
Bjarnadóttir hafi ort ljóðið fyrir
hönd Brynjólfs bróður síns í Þver-
árdal þegar unnusta hans fór til
annars. Um Brynjólf orti Þorsteinn
Erlingsson í norðurferð 1910:
Að gera sér með gestum kátt
í glaumi og söng er hérna vandi,
og með þeim ríða um miðjan slátt.
Margt er skrítið á Norðurlandi.
Þó er það máske mest um vert
sem mér var sýnt á þessum degi:
Bólstaðarhlíð af þjóðbraut þvert,
Þverárdalur á hvers manns vegi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Nemesis
Í klípu
„ÞAÐ SEM FÓR MEST Í TAUGARNAR Á MÉR
VAR ÞRÝSTINGURINN FRÁ SAMFÉLAGSMIÐLUM
UM AÐ VERA ALLTAF FULLKOMINN.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„FÆRÐU ÞIG AÐEINS. ÉG SÉ
EKKI MIKLAGLJÚFUR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að sefa áhyggjur
hans.
ÞEI! ÉG HEYRI AÐ BRÁÐ
MÍN NÁLGAST ÓÐFLUGA!
VÁ, HVAÐ ÉG ER HEIT
OG LÖÐRANDI Í OSTI!
ÉG ELSKA
ÞENNAN
DRAUM.
ÉG KANN
EKKI AÐ
ELDA! LESTU
ÞETTA!
HVERNIG GET ÉG
GERT EIGINMANN
SADDAN?
MATREIÐSLU-
BÓK?
NEI... HANDBÓK
UM VEITINGA-
STAÐI.
Það er áhugavert að glugga í bók-ina Rætur Íslandsbanka – 100
ára fjármálasaga sem kom út árið
2004. Þarna segir frá bönkum sem
voru þjónustustofnanir. Síðar
breyttust bankarnir í einskonar
spilavíti svo tunnan valt og úr henni
allt. Það má margt læra af Íslands-
bankabókinni, svo sem að bankar og
fyrirtæki þurfa jafnan að vera í takt
við eigið samfélag. Annars fer illa
eins og dæmin sanna vel.
x x x
Fátt breytir fólki meira en for-eldrahlutverkið hvað þá ef barn-
ið gengur ekki heilt til skógar. Í bók-
inni Barn að eilífu eftir Sigmund
Erni Rúnarsson segir hann frá lífi
fatlaðrar dóttur sinnar og þrauta-
göngu hennar. Þetta er holl lesning.
Það var lærdómsríkt fyrir föðurinn
að sinna barninu og berjast fyrir
réttindum þess. Litla hjálp var að fá
og álagið á fjölskylduna var mikið.
Sennilega hefur þjónusta við fólk í
þessari stöðu ekki breyst í aðal-
atriðum á þeim 12 árum síðan bókin
kom út og erindi hennar við les-
endur er því enn samt.
x x x
Mannlíf, menning, náttúra, flóraog fána, aðstæður og efna-
hagur í álfunni miklu í suðri er allt
öðruvísi en á Vesturlöndum. Stefán
Jón Hafstein hefur lengi starfað við
þróunarhjálp á vegum Íslendinga og
nú síðustu árin í Malaví. Bókin
Afríka – ást við aðra sýn frá 2014 er
greinargóð og skemmtileg og það
eykur vægið að höfundur setur mál-
in oft í samhengi við aðstæður á Ís-
landi. Slíkt stækkar heim lesenda og
víkkar sjóndeildarhring þeirra, að
mati Víkverja. Þann boðskap eiga
raunar allar bækur hver með sínu
móti auðvitað að hafa.
x x x
Hún var blaðamaður af lífi og sálog hafði tilfinningu fyrir hinu
óvenjulega. Ágætur penni og sagði
mönnum til syndanna. Pistlar henn-
ar voru bragðmiklir. Regína –
fréttaritari af Guðs náð er bók frá
árinu 1989. Stíll bókarinnar er los-
aralegur en þó er þetta fín svipmynd
af eftirminnilegri konu. Allir þekktu
Regínu á Gjögri. víkverji@mbl.is
Víkverji
Guð vonarinnar fylli yður öllum fögn-
uði og friði í trúnni svo að þér séuð
auðug að voninni í krafti heilags
anda. (Róm. 15:13)