Morgunblaðið - 14.11.2016, Side 26

Morgunblaðið - 14.11.2016, Side 26
Átök „Það er mikill andardráttur í þessu verki og þreyta, enda dansað allan tímann,“ segir Katrín um nýja dansverkið. Myndin sýnir glefsu úr verkinu. Þögn „Þetta er vissulega krefjandi, og afhjúpandi, því maður getur ekki fengið hjálp frá tónlistinni við að halda athygli áhorfandans. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ef fólk leitar að orðinu „dugnaðar- forkur“ á Google ætti ekki að koma á óvart ef fyrsta niðurstaðan er mynd af Katrínu Gunnarsdóttur. Ekki er nóg með hún sé afkastamikill dansari og danshöfundur heldur er Katrín líka hámenntaður hagfræðingur. Síð- asta árið í menntaskóla gerði hún sér lítið fyrir og lauk mjög krefjandi stúdentsnámi utan skóla samhliða því að klára fyrsta árið í háskólanáminu við LHÍ. Í hagfræði eftir hrun Katrín frumsýnir nýtt verk, Shad- es of History, í Tjarnarbíói a föstudag og dansar þar sjálf. Nýja verkið er merkilegt fyrir margra hluta sakir, en áður en farið er í þá sálmana er forvitnilegt að heyra hvernig það at- vikaðist að einn af fremstu danshöf- undum landsins tók upp á því að mennta sig í heilsu- og fjármála- hagfræði. Hún segir að hagfræðin hafi heillað hana sem fag en ákveðin hagkvæmn- isjónarmið hafi einnig verið að baki því að hún fór í hagfræðinámið. „Ég byrjaði að læra hagfræði eftir efna- hagshrunið. Bæði hafði ég áhuga á að skilja betur það sem á hafði gengið í hagkerfinu og sá fram á að það yrði ekki endilega auðvelt fyrir nýútskrif- aðan danshöfund að sjá sér farborða á Íslandi,“ segir hún en leggur þó áherslu á hún hafi ekki litið á hag- fræðina sem einhvers konar „plan B“ ef illa gengi í dansinum. „Það er samt svolítið merkilegt að geta borið þessi störf saman, og hafa kannski þrefalt hærri tekjur sem hagfræðingur en sem listamaður.“ Hrikalegt álag Katrín varð þrítug á þessu ári. Eft- ir að hafa lokið diplómanámi í sam- tímadansi við Listaháskóla Íslands „Verkið varð að einhvers konar sjálfsmynd af dansinum“  Framúrstefnulegt nýtt dansverk verður frumflutt á föstudag  Katrín Gunnarsdóttir, höfundur verksins, er með langan feril að baki í dansinum en einnig með meistaragráðu í hagfræði Morgunblaðið/Eggert 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2016 Höfundur og dansari: Katrín Gunnarsdóttir Leikmynd og búningur: Eva Signý Berger Ljósahönnun: Magnús Arnar Sig- urðarson Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Dramatúrgísk ráðgjöf: Alexander Roberts og Ásgerður G. Gunn- arsdóttir Aðstoðardanshöfundur: Védís Kjartansdóttir Markaðsmál: Heba Eir Kjeld Mynd: Hörður Sveinsson Stutt af: Sviðslistasjóði, Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg, Dansverkstæð- inu, ICE Hot, Dance Base Ed- inburgh og Reykjavík Dance Festival. 18. nóvember - Frumsýning 26. nóvember - Reykjavík Dance Festival sýning 29. nóvember - Lokasýning Shades of History Ljósmynd /Hörður Sveinsson Fjölhæf „Upp á síðkastið hef ég reynt að hægja ör- lítið á og vinn ekki jafn mikið og áður, og þegar ég er að vinna að dans- sýningum reyni ég að helga mig því og læt hag- fræðistörfin bíða á meðan,“ segir Katrín.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.