Morgunblaðið - 14.11.2016, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.11.2016, Qupperneq 27
hélt hún til Hollands og lauk þar BA- gráðu í danssmíði árið 2008 frá ArtEZ. Eins og fyrr var nefnt hóf hún háskólanámið strax á síðasta ári menntaskóla, en hún lauk stúdents- prófi við eðlisfræðibraut Menntskól- ans í Reykjavík. „Álagið var hrika- lega mikið þetta ár og hlutskipti sem ég óska engum,“ segir Katrín en neit- ar því ekki að þetta var ekki í síðasta skiptið sem hún hefur verið ham- hleypa til verka. „Upp á síðkastið hef ég reynt að hægja örlítið á og vinn ekki jafn mikið og áður, og þegar ég er að vinna að danssýningum reyni ég að helga mig því og læt hagfræði- störfin bíða á meðan. Ég reyni að skipta á milli frekar en gera hvort tveggja í einu.“ Fyrsta verkið 13 ára Dansbakterían kom snemma fram hjá Katrínu. Þegar hún var átta ára gömul hófst ferillinn í freestyle- og djassballetttímum hjá Dansskóla Birnu Björns. „Ég fór út í dansinn á fullu, keppti í freestyle-dansi í Tóna- bæ og tók þátt í Skrekk í nokkur skipti. Það var líka þá sem ég upp- götvaði hvað mér finnst gaman að semja dansverk og var fyrsta verkið mitt flutt í Tónabæ þegar ég var 13 ára,“ segir hún og bætir við að það sé svolítið skrítin tilhugsun að vera kom- in með dans- og danshöfundarferil sem spannar um tvo áratugi, ekki orðin nema þrjátíu ára. Kannski er Katrín dæmi um hvað skipulagt íþrótta- og listastarf getur gert ungu fólki gott. Það kallaði jú á mikinn aga og vinnusemi að tvinna saman dansinn og bóknámið. „Maður veit samt ekki hvað er orsök og hvað er afleiðing, og kannski eru þau börn og unglingar sem ná að takast á við alla þessa vinnu þau sem búa yfir ag- anum og eljuseminni fyrir. Það er all- tént ljóst að það að stunda fullt bók- nám og sækja dansæfingar 25 klukkustundir í viku kallar á mikið skipulag og forgangsröðun.“ Aldrei á Gettu betur Vinnuálagið kallaði líka á fórnir. „Ég fór auðvitað á nokkur böll og stundaði félagslífið eitthvað en samt miklu minna en ég hefði annars get- að. Ég fór til dæmis aldrei á Gettu betur og missti af mörgum upplif- unum sem fylgja síðasta ári mennta- skólans. Á móti fékk ég tækifæri til að upplifa aðra hluti og skapa önnur tengsl í gegnum dansnámið. Með því að fara snemma af stað í dansnáminu var ég líka að skapa svigrúm til að nýta aðra valkosti seinna meir, eins og að fara í hagfræðina.“ Katrín segir sína sögu ekki vera einstaka og hún viti til dæmis af nokkrum dönsurum með markaðs- og viðskiptamenntun. Þessi tvö ólíku svið geta stundum stutt við hvort annað og nefnir Katrín að starf lista- manna kalli í æ meiri mæli á að vera t.d. glöggur á tölur og lunkinn við markaðsstörf. „Það hefur komið sér vel fyrir mig að kunna á excel þegar kemur að því að sækja um styrki. Og starf listamannsins snýst í dag mikið um að vera allt í öllu; halda utan um fjármálin, byggja upp sýnileika á samfélagsmiðlum og í öðrum miðlum og markaðssetja sjálfan sig og list sína. Það er ekki lítið sem listamenn geta gert, og þeir hafa hæfileika sem nýtast víða.“ Rýnt í hreyfingarnar Verkið sem frumsýnt verður á föstudag hófst sem nokkurs konar rannsókn á höfundareinkennum þeirra danshöfunda sem mótað hafa Katrínu í gegnum tíðina. Eins og í öðrum listum hafa danshöfundar sín sérkenni og má t.d. greina þau í handa- eða höfuðhreyfingum, hrist- ingi eða rúllum. „Verkið þróaðist út í það að skoða eðli dansins, og eðli hreyfingar, í leit að einhverjum sameiginlegum kjarna,“ segir Katrín. „Hvenær verður handahreyfing eins danshöfundar að handahreyfingu annars? Hvenær sérðu muninn?“ Að sögn Katrínar var fljótlega eins og Shades of History hefði öðlast sjálfstætt líf. „Verkið varð að ein- hvers konar sjálfsmynd af dansinum. Að mörgu leyti er ég að má út mín eigin persónueinkenni. Hreyfingin er órofin, dansarinn byrjar aldrei né stoppar, svo að áhorfandinn hættir jafnvel að sjá dansarann því hann hverfur á bak við hreyfingarnar.“ Tónlistinni flett burtu Engin tónlist fylgir dansinum. „Í síðustu verkum mínum hef ég unnið með mjög litla eða jafnvel enga hljóð- mynd, en reyni í staðinn að nota hljóð líkamans og andardráttinn sem hljóðmyndina. Það er mikill and- ardráttur í þessu verki og þreyta, enda dansað allan tímann,“ segir Katrín og bendir á hvernig tónlist geti stundum gegnt því hlutverki að fela þá miklu vinnu sem dansarinn leggur á sig. „Tónlistin hefur líka sterk tilfinningaleg áhrif og það er áhugavert að skoða hvað gerist þegar þessu lagi er flett í burtu. Hvernig við upplifum líkamann og hreyf- inguna án tónlistar. Kannski heyrast hljóð sem okkur þykir fyndin, eða jafnvel óþægileg.“ Að dansa án tónlistar getur verið krefjandi. Tónlistin getur skapað ákveðna grind til að styðjast við, eða skýla sér á bak við ef svo ber undir. „En það sem gerist í staðinn er að maður getur stutt sig við hrynjand- ina í verkinu og hljóð líkamans. Þetta er samt vissulega krefjandi, og af- hjúpandi, því maður getur ekki feng- ið hjálp frá tónlistinni við að halda at- hygli áhorfandans og alveg undir manni sjálfum komið að skapa upplif- unina fyrir hann.“ Upplifun „Að mörgu leyti er ég að má út mín eigin persónueinkenni. Hreyfingin er órofin, dansarinn byrjar aldrei né stoppar, svo að áhorfandinn hættir jafnvel að sjá dansarann því hann hverfur á bak við hreyfingarnar.“ MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2016 Það getur verið mikill munur á hlutskipti dansarans og danshöf- undarins. Sá fyrrnefndi fær að láta ljós sítt skína uppi á sviði og vera stjarna sýningarinnar. Danshöf- undurinn er ekki jafn sýnilegur, og upplifir ekki sama adrenalínskotið og sá sem þarf að vera uppi á svið- inu. Þar með er ekki sagt að dans- höfundurinn sleppi við sviðs- skrekkinn. „Þegar þú ert listamaðurinn á sviðinu getur þú gert það að þín- um heimi. Þú hefur stjórn á fram- vindunni og getur notið augna- bliksins með áhorfendunum. Að vera höfundur og fylgjast með úti í sal þýðir að maður er á vissan hátt búinn að gefa verkið frá sér og leyfa dönsurunum að taka við og gera verkið að sínu. Þegar ég er í þessum sporum líður mér svolítið eins og stressaðri mömmu sem fylgist með barninu sínu koma fram og langar mest að þetta verði allt afstaðið sem fyrst,“ segir Katrín glettin. Þrátt fyrir streituna segir Katrín að starf danshöfundarins sé mjög gefandi. „Það er frábært að fá að vinna með öllum þeim sem að sýn- ingu koma; dönsurum, hönnuðum búninga, leikmyndar, ljóss og hljóðs, og fá að leiða þessa list- rænu vinnu. Sem danshöfundur fær maður að vinna með heildar- myndina á hátt sem dansarinn á sviðinu fær ekki.“ Með hnút í maganum úti í sal AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 12/11 kl. 20:00 115. s. Fim 24/11 kl. 20:00 121.s Lau 3/12 kl. 20:00 127.s Sun 13/11 kl. 20:00 116.s Fös 25/11 kl. 20:00 122.s Sun 4/12 kl. 20:00 128. s Fim 17/11 kl. 20:00 117.s Lau 26/11 kl. 20:00 123.s Fim 8/12 kl. 20:00 129. s Fös 18/11 kl. 20:00 118.s Sun 27/11 kl. 20:00 124.s Fös 9/12 kl. 20:00 130. s Lau 19/11 kl. 20:00 119.s Fim 1/12 kl. 20:00 125.s Lau 10/12 kl. 20:00 131. s Sun 20/11 kl. 20:00 120.s Fös 2/12 kl. 20:00 126.s Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 12/11 kl. 13:00 13.sýn Lau 26/11 kl. 13:00 16.sýn Sun 4/12 kl. 13:00 19.sýn Sun 13/11 kl. 13:00 14.sýn Sun 27/11 kl. 13:00 17.sýn Lau 10/12 kl. 13:00 20.sýn Sun 20/11 kl. 13:00 15.sýn Lau 3/12 kl. 13:00 18.sýn Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Njála (Stóra sviðið) Mið 16/11 kl. 20:00 Mið 23/11 kl. 20:00 Mið 7/12 kl. 20:00 Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Síðustu sýningar. Extravaganza (Nýja svið ) Sun 13/11 kl. 20:00 8. sýn Fös 18/11 kl. 20:00 9.sýn Mið 16/11 kl. 20:00 auka. Lau 19/11 kl. 20:00 10.sýn Nýtt verk eftir Sölku Guðmundsdóttur - síðustu sýningar Jólaflækja (Litla svið) Lau 26/11 kl. 13:00 Frums Lau 3/12 kl. 13:00 3. sýn Sun 11/12 kl. 13:00 6. sýn Sun 27/11 kl. 13:00 2. sýn Sun 4/12 kl. 13:00 4. sýn Sun 27/11 kl. 15:00 aukas. Lau 10/12 kl. 13:00 5. sýn Bráðfyndin jólasýning fyrir börn Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Lau 12/11 kl. 20:00 5.sýn Sun 20/11 kl. 20:00 10.sýn Mið 30/11 kl. 20:00 aukas. Sun 13/11 kl. 20:00 6.sýn Fim 24/11 kl. 20:00 aukas. Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn Fim 17/11 kl. 20:00 7.sýn Fös 25/11 kl. 20:00 11.sýn Sun 4/12 kl. 20:00 aukas. Fös 18/11 kl. 20:00 8.sýn Lau 26/11 kl. 20:00 12.sýn Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn Lau 19/11 kl. 20:00 9.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 13.sýn Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn Aðeins þessar sýningar. Ósóttir miðar seldir samdægurs. Jesús litli (Litli svið ) Fim 1/12 kl. 20:00 2. sýn Fim 8/12 kl. 20:00 4. sýn Lau 10/12 kl. 20:00 aukas. Fös 2/12 kl. 20:00 3. sýn Fös 9/12 kl. 20:00 5. sýn Sun 11/12 kl. 20:00 6. sýn Margverðlaunuð jólasýning Salka Valka (Stóra svið) Fös 30/12 kl. 20:00 Frums. Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn Fim 5/1 kl. 20:00 2. sýn Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Þegar öllu er á botninn hvolft þá er lífið þó umfram allt saltfiskur... Da Da Dans (Nýja svið ) Lau 12/11 kl. 20:00 Frums. Sun 20/11 kl. 20:00 3.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 5.sýn Fim 17/11 kl. 20:00 2.sýn Fim 24/11 kl. 20:00 4.sýn Íslenski dansflokkurinn Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is MUNUR Á HLUTSKIPTI DANSARA OG HÖFUNDAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.