Morgunblaðið - 14.11.2016, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 14.11.2016, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2016 Einn áhrifamesti tónlistarmaður okkar tíma, David Bowie, sem lést í janúar, var mikill listaverkasafnari. Hann sagði eitt sinn í viðtali við blaðamann New York Times að list væri það eina sem hann vildi raun- verulega eiga. Á fimmtudag var opnað í Sothe- by’s, uppboðshúsinu í London, upp- boð á verkum úr einkasafni Bowies. Verkin sem verða boðin upp eru um 350 talsins, eða 65% af öllu safni hans, en Bowie safnaði aðallega breskri nútímalist, verk eftir þýska expressionista, verk Marcel Duc- hamp, Damien Hirst og list eftir afríska nútímalistamenn svo eitt- hvað sé nefnt. Dýrasta verkið á uppboðinu var verk Jean-Michel Basquiat frá 1984, Air Power, og seldist það fyrir tæpar níu milljónir dollara en alls seldust verk fyrir yf- ir 30 milljón dollara á fyrsta kvöldi uppboðsins. „Bowie var sannur safnari,“ segir Christina Shearman, listaverkaráð- gjafi í New York þar sem Bowie bjó síðustu árin. „Kaup hans voru ekki gerð með viðskipti í huga, hann mat listina mikils, ekki markaðinn. Hann keypti eftir eigin sannfær- ingu og báru kaupin vott um hans breska uppruna og ástríðu fyrir list.“ AFP Einkasafn Verk Damian Hirst var í eigu Davids Bowies. Einkasafn Bowies selt Erla Rún Guðmundsdóttir erlarun@mbl.is „Þessa kvöldstund í Landakoti flytjum við íslenska tónlist,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir sem stjórnar Hamrahlíðarkórnum á friðarstund í Kristskirkju í Landakoti klukkan 20 í kvöld. „Þarna eru bæði ný tónverk og svo gamlir sálmar, flestir þeirra úr handritum eins og Melodia og Hymnodia sacra eða Grallaranum og fyrstu sálmabókum sem voru gefn- ar út á Íslandi eftir siðaskipti.“ Yfirskrift stund- arinnar er Svo vítt um heim sem sólin fer, sem er upphafslína í samnefndum sálmi. Sálmurinn er í fyrstu íslensku sálmabókinni, sem var gefin út árið 1589. Efnisskrá friðarstundarinnar samanstendur af íslenskum lofsöngvum og friðarbænum. Mun kór- inn til að mynda flytja Umhverfi eftir Jón Nordal, 150. Davíðssálm og Missa brevis eftir Þorkel Sigur- björnsson, ásamt verkum eftir Huga Guðmundsson og Pál Ísólfsson í bland við útsetningar á gömlum sálmalögum. Þorgerður segir efnisskrána byggjast á ósk kórmeðlima um að flytja verkið Missa brevis eftir Þorkel, sem hann samdi og tileinkaði Þorgerði árið 1993. „Þeir elstu í kórnum nú í haust höfðu fengið að syngja það í Þýskalandi fyrir þremur ár- um og langaði svo mikið til að flytja þetta núna. Þá var spurningin bara að byggja efnisskrá í kringum þessa fallegu, klassísku messu.“ Tónskáldin rausnarleg Þorgerður hefur ætíð lagt ríka áherslu á að kynna íslenska tónlist, bæði ný verk og íslenskan tónlistararf. „Ég hef flutt og kynnt mikið af ís- lenskri tónlist. Tónskáldin okkar hafa líka verið af- ar rausnarleg og samið fjölmörg verk fyrir kórana í Hamrahlíð.“ Hún telur mikilvægt að standa vörð um íslenska list og menningu og að kynna hana fyrir nýjum kynslóðum og öðrum þjóðum. Segir hún kórinn hafa haft gaman af því að hugsa um uppruna margra þeirra gömlu sálma sem fluttir verða í kvöld. „Á Íslandi eigum við töluvert af gömlum lögum og sálmum sem hafa varðveist gegnum tíðina og haldið lífinu í fólki í myrkri og kulda. Þetta er dýrmætur fjársjóður sem gott er að leita í.“ Auk þess að flytja kórtónlist munu hljóðfæra- leikarar úr röðum kórfélaga flytja tvö einleiksverk fyrir klarínett, eftir Áskel Másson og Þorkel Sigur- björnsson. Þá flytur básúnuleikari spuna um ís- lenskt þjóðlag og tveir lágfiðluleikarar spila með kórnum í sálmalagi Páls Ísólfssonar úr Gullna hlið- inu. Þorgerður segir efnisskrána vera fjölbreytta, sum verkin eru krefjandi samtímatónsmíðar en þær fara vel við fagrar og vel unnar raddsetningar gömlu sálmalaganna. „Dýrmætur fjársjóður“  Hamrahlíðarkórinn flytur íslensk tónverk og sálma á friðarstund í Landakoti Morgunblaðið/Árni Sæberg Lofsöngvar og friðarbænir Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar Hamrahlíðarkórnum á friðarstund í Kristskirkju í Landakoti klukkan 20 í kvöld. Stórleikarinn átt- ræði, Robert Red- ford segist vera orðinn leiður á að leika en hyggst halda áfram að leikstýra. Redford er þekktastur fyrir myndir sínar Butch Cassidy and the Sundance Kid, The Sting og Óskarsverðlaunamyndina Out of Af- rica. Hann er einnig þekktur fyrir að stofna Sundance kvikmyndahátíð- ina. Enn er þó von á að sjá Redford á hvíta tjaldinu því tvær myndir koma út árið 2017 þar sem Redford leikur hlutverk, Our Souls at Night og The Old Man and the Gun. Hættur að leika Robert Redford LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar HACKSAW RIDGE 8, 10.40 (P) ARRIVAL 8, 10.25 TRÖLL 2D ÍSL.TAL 6 BRIDGET JONES’S BABY 5.30, 8, 10.30 DOCTOR STRANGE 5.30 Miðasala og nánari upplýsingar POWERSÝNING KL. 22.40 Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.