Morgunblaðið - 14.11.2016, Síða 32

Morgunblaðið - 14.11.2016, Síða 32
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 319. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Komst að framhjáhaldinu þökk sé … 2. Forseti standi ekki í veginum 3. „Æ, æ, Óttarr Proppé“ 4. Hafþór og Usain Bolt yfirnáttúrulegir? »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sesselja Kristjánsdóttir messó- sópran, Ágúst Ólafsson barítón- söngvari og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari mynda Tríóið Wunder- horn sem kemur fram á tónleikum í Norræna húsinu annað kvöld klukkan 20. Þau ætla að flytja ljóðasöngva og dúetta eftir Antonín Dvorák, Gustav Mahler, Johannes Brahms og Franz Schubert. Tríóið Wunderhorn flytur ljóðasöngva  Jón Árni Frið- jónsson flytur er- indi um sögu- kennslu í íslenskum fram- haldsskólum á ár- unum 1946 til 1996 í fyrir- lestrarsal Þjóð- minjasafns Ís- lands á morgun kl. 12:05. Hádegisfyrirlesturinn er á vegum Sagnfræðingafélags Íslands í sam- vinnu við Þjóðminjasafnið. Fyrirlestur um sögu- kennslu í skólum  Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór- söngvari syngur á tónleikum Íslensku óperunnar, Kúnstpásu, í Norður- ljósasal Hörpu á morgun kl. 12.15. Með honum leikur Hrönn Þráinsdóttir á píanó. Á efnisskránni eru valdar óperuaríur og ljóð. Sveinn Dúa hefur starfað sem söngvari í Evrópu- löndum eftir að hann lauk námi við Tón- listarháskólann í Vín. Sveinn Dúa syngur óperuaríur og ljóð Á þriðjudag Suðvestan 13-18 m/s. Úrkomulítið um landið norð- austanvert. Víða éljagangur annars staðar, en samfelld rigning eða slydda um tíma sunnanlands. Hiti 0 til 5 stig. Lægir víða um kvöld- ið og frystir. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 8-13 m/s með skúrum, en þurrt norðaustantil fram á kvöld. Hiti víða 2 til 7 stig. VEÐUR Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í 3. sæti I-riðilsins í undankeppni HM fram í mars á næsta ári þegar næsti leikur liðsins verður spilaður. Ísland tap- aði 2:0 fyrir Króatíu í Zag- reb á laugardaginn. Ís- lenska liðið lék án Alfreðs Finnbogasonar, Ara Freys Skúlasonar og Kolbeins Sig- þórssonar og saknaði þeirra að mati Sindra Sverrissonar sem var í Zagreb. »4-5 Þriggja fasta- manna var saknað Fjögurra stiga forskot Framkvenna Fram er með fjögurra stiga forskot á toppi Olís-deildar kvenna eftir 27:22 sigur á Stjörnunni í uppgjöri tveggja efstu liðanna í deildinni um helgina þegar heil umferð var leikin. Haukar og Valur eru fimm stigum á eftir toppliðinu. Fylkir er í botnsætinu með einn sigur í fyrstu átta leikj- unum. »6 Nýliðin helgi var viðburðarík fyrir Snorra Einarsson og skíðagöngu- íþróttina á Íslandi. Á laugardaginn tryggði Snorri sér sæti á HM í nor- rænum greinum skíðaíþrótta sem fram fer í febrúar á næsta ári með góðum árangri í 10 km göngu. Í gær vann Snorri til silfurverðlauna í 15 km göngu með frjálsri aðferð en keppt var í Finnlandi. »1 Viðburðarík helgi hjá Snorra Einarssyni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Einstakt tíðarfar í haust hefur nýst þeim vel sem stunda útivinnu, ekki síst bændum þessa lands hvort sem þeir stunda hefðbundinn búskap eða til dæmis skógrækt eins og þau Hrefna Jóhannesdóttir og Johan Holst skógfræðingar gera á Silfra- stöðum í Skagafirði. Hrefna á vart orð til að lýsa því hvernig veðurfarið hefur tekið á móti þeim en þau fluttu frá Noregi í ágúst í fyrra og tóku þá við búskap á Silfrastöðum af Jóhann- esi Jóhannssyni, föður Hrefnu og Þóru Jóhannesdóttur konu hans. „Þetta er búið að vera alveg frá- bær tími,“ segir Hrefna. „Við tókum við í ágúst í fyrra eftir frekar leið- inlegt sumar fram að því og komum inn í þetta yndislega haust. Síðan var veturinn sérlega þægilegur og svo dásamlegt vor og sumar og haustið fram á þennan dag. Við erum því rosalega ánægð hérna í skóginum, það er ekki annað hægt.“ Hrefna segir að allar árstíðir kalli á vinnu í skóginum. „Í haust hef- ur fólk sem hefur verið á ferðinni kannski tekið eftir því að við höfum verið að endurnýja stígakerfið í skóg- inum því nú fer grisjun að hefjast á fullu á næstu árum. Þá er keðjusögin helsta verkfærið, en svo erum við með lítinn timburvagn til að flytja bolina og þurfum að komast um skóginn með hann. Við erum líka að hugsa til framtíðarinnar þegar bol- irnir verða orðnir stærri en svo að við getum dregið þá út með handafli og auðvitað snýst þetta einnig um hag- kvæmni í öllu skógræktarstarfinu.“ Mörg handtök liggja að baki skóginum á Silfrastöðum, en þar er búið að planta í hátt í 400 hektara, en einhverjar eyður eru inni á milli. Jó- hannes gerði skógræktarsamning við Norðurlandskóga árið 1991 og hófst handa við gróðursetningu. Skóg- ræktarstarfið fór rólega af stað, það urðu einhver afföll vegna þurrka fyrstu árin en í lok tíunda áratug- arins var kominn fullur kraftur í skógræktina og þá sérstaklega um og eftir aldamótin. Þá var samningssvæðið stækkað og komin reynsla og góð rútína í skógræktarstarfið. Jóhannes og Þóra náðu þeim áfanga árið 2009 að búið var að gróðursetja meira en eina milljón plantna og undanfarin ár hafa bæst við um 20-25 þúsund plöntur á ári. Samningssvæðið er nú um 460 hektarar að stærð. 70 sentimetra árssprotar Skagafjörður hefur breytt tals- vert um svip á síðustu árum þar sem ört vaxandi skógur þekur hlíðarnar í Norðurárdal. Athygli vekur hversu hátt skógurinn teygir sig og hann er alls ekki eingöngu á sléttlendi. „Við eigum ekki stærsta skóginn á land- inu, en kannski þann lengsta og brattasta,“ segir Hrefna. „Það er stundum erfitt að gróðursetja í grýttri hlíðinni, en samt er ótrúlega mikill jarðvegur undir öllu grjótinu og trén vaxa virkilega vel í þessu. Við fengum metvöxt í sumar og mældum mest tæplega 70 sentímetra árs- sprota. Lerkið er sérstaklega duglegt og meira en helmingur af því sem við höfum gróðursett er lerki, næstmest er af birki, og síðan fura og greni. Síðasta árið höfum við gróðursett meira af ösp en áður og þá einkum í frjósama móa, sem liggja á milli túna og nýtast ekki í aðra jarðrækt. Okk- ur þykir öspin vera spennandi teg- und að mörgu leyti, hún vex hratt og myndar gott skjól og asparviður hef- ur einnig marga skemmtilega eig- inleika. “ Allur viðurinn er nýttur Hrefna segir að síðasta vetur hafi talsvert verið grisjað og muni svo verða áfram á næstu árum og áratugum. Allur viður úr skóginum er nýttur og m.a. til húshitunar á Silfrastöðum en þangað nær hita- veita sveitarfélagsins ekki. Hún áætl- ar að hátt í 20 þúsund kílóvattstundir í eldiviði séu í viðarstæðum á hlaðinu. Slík kynding er hagkvæmur kostur í stað rafmagnskyndingar og einnig umhverfisvænn því kolefnið sem losnar við brunann hefði annars losn- að við rotnun grisjunarviðarins á skógarbotninum. Skógarbændur Fjölskyldan neðan við bæinn og kirkjuna á Silfrastöðum í Skagafirði, Johan W. Holst, Hrefna Jóhannesdóttir, Jan Eskil Holst og Iðunn Holst, en börnin sækja skóla í Varmahlíð. „Við eigum ekki stærsta skóginn á landinu, en kannski þann lengsta og brattasta“ Ánægð í skógi og veðurblíðu á Silfrastöðum Hrefna segir að lengi hafi verið talað um margvíslega mögu- leika í skógrækt. Eigi að síður virðist það koma flestum á óvart hvað skógurinn sé orðinn mikil auðlind nú þegar. Vissu- lega taki tíma að rækta skóg, en nú virðist svo komið að fjár- málastofnanir séu farnar að horfa til þess hvort skógrækt sé á jörðum. Þar sé mikil fjárfest- ing sem styrki möguleika á fjár- mögnun til annarra verkefna. Mikil auðlind MÖGULEIKAR Í SKÓGRÆKT Ljósmynd/Ingunn Helga Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.