Morgunblaðið - 19.11.2016, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2016
Tenerife
Veðursæld allt árið um kring | 7. jan. | 11 nætur
Verð frá: 149.900 kr.
og 12.500 Vildarpunktar.
Á mann m.v. 2 í herbergi með hálfu fæði
á La Siesta ****
Verð án Vildarpunkta: 159.900 kr.
VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Ómar Friðriksson
Sigurður Bogi Sævarsson
„Öll orka okkar og tími fer í þetta
mál. Það er algjört forgangsverkefni
hjá okkur að reyna að leysa það,“
sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður
samninganefndar Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, fyrir sátta-
fundinn með samninganefnd grunn-
skólakennara sem hófst kl. 13 í gær
hjá Ríkissáttasemjara.
Fundað er stíft í kjaradeilunni
þessa dagana, bæði við samninga-
borðið og í vinnuhópum í sitt hvoru
lagi.
Inga Rún sagði það öllu máli skipta
að menn töluðu vel saman og færu vel
ofan í málin. ,,Allir eru að leggja sig
fram um að finna lausnir. Þá er von til
að það beri einhvern árangur á end-
anum,“ segir hún.
Samningsstaðan er mjög þröng.
Grunnskólakennarar hafa í tvígang
fellt gerða samninga; í júní og
september. Mjög mikill óróleiki er
meðal kennara vegna launakjaranna
og mjög ákveðnar kröfur gerðar um
tafarlausa hækkun grunnlauna til
jafns við aðra hópa með sambærilega
menntun og ábyrgð.
Samningurinn sem var felldur í
september gerði m.a. ráð fyrir 3,5%
launahækkunum frá 1. ágúst, 3%
hækkun á næsta ári og 3% á því þar-
næsta. Og kveðið var á um ein-
greiðslu upp á 35.000 krónur í upp-
hafi samningsins og aðra 52 þúsund
kr. greiðslu við lok samningstíma.
Bundin af launaramma Salek
Kennarar eru ekki aðilar að Salek-
rammasamkomulagi aðila vinnu-
markaðarins, sem setur launahækk-
unum ákveðnar skorður til ársloka
2018. Sveitarfélögin eru það hins veg-
ar og sögðu talsmenn þeirra í
september þegar kennarasamningur
var felldur öðru sinni að samninga-
nefnd sveitarfélaganna hefði teygt
sig eins langt og hægt væri í að koma
til móts við kröfur kennara og hann
hefði reynt mjög á þolmörk sveitar-
félaganna. Erfitt væri að bæta enn
frekar í.
Spurð hvort þetta hefði eitthvað
breyst sagði Inga Rún að þetta væri
sá rammi sem sveitarfélögunum væri
settur. ,,Við erum bundin af því. Þetta
er flókin staða,“ sagði hún.
Samið var um verulegar kaup-
hækkanir í prósentum talið í samn-
ingum grunnskólakennara 2014 en
þar var þó ekki nema að hluta til um
hreinar kauphækkanir að ræða. Á
móti gáfu kennarar ýmislegt eftir og
samið var sérstaklega um innleiðingu
vinnumats.
Í útreikningum á meðaldagvinnu-
launum kennara í Reykjavík og á
Akureyri sem birtust í fréttabréfi FG
í fyrra, þegar ár var liðið af samn-
ingstímanum, kom fram að meðal-
dagvinnulaunin væru um 366.000 kr.
fyrir gildistöku samnings sem gerður
var 2014 en hefðu tekið breytingum
sem næmu 29% í maí 2015 og voru
komin í um 472.000 á mánuði. Þau
hefðu svo hækkað um 10 þús. kr. þeg-
ar samningarnir runnu út í lok maí sl.
Skýrsla heildarsamtaka vinnu-
markaðarins um launaþróun laun-
þegahópa sem kom út í sumar leiddi í
ljós að regluleg laun félagsmanna í
Kennarasambandi Íslands sem
starfa hjá sveitarfélögunum voru að
meðaltali 460 þúsund á mánuði í nóv-
ember í fyrra og heildarlaunin 484
þúsund. Laun 55% kennaranna voru
undir þessu meðaltali.
Ekki hafa orðið aðrar launahækk-
anir skv. samningum grunnskóla-
kennara síðan þá nema 2% hækkun í
janúar á þessu ári. Þessar tölur ættu
því að endurspegla launin að nokkru
eins og þau eru í dag. Athugun á
launadreifingu allra launþegahópa
sýndi að regluleg laun voru að meðal-
tali nær 20% hærri hjá ríkinu en
sveitarfélögum og regluleg heildar-
laun um 30% hærri.
Skref fyrir skref
„Samningaviðræðurnar nú eru
verkefni sem fólk tekur skref fyrir
skref,“ sagði Ólafur Loftsson, for-
maður Félags grunnskólakennara, í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi. Eins og fram hefur komið eru
launamál og vinnutími stóru ágrein-
ingsefnin í deilunni nú – og ýmsar töl-
ur og staðreyndir eru þar í deiglunni.
Sagði Ólafur að nú um helgina ætluðu
fulltrúar samningsaðila, hvor í sinn-
um ranni, að fara yfir þær upplýs-
ingar sem fyrir lægju og vinna úr
þeim. Afrakstur helgarvinnunnar
yrði veganesti inn á næsta samninga-
fund hjá Ríkissáttasemjara, sem yrði
á mánudagsmorgun.
Forgangsverkefni að finna lausn
Formaður samninganefndar sveitarfélaganna segir alla leggja sig fram um að finna lausnir í kennara-
deilunni Stíf fundarhöld í Karphúsinu Samningsaðilar skoða tölur og upplýsingar um helgina
Ólafur
Loftsson
Morgunblaðið/Eggert
Skólastarf Sagt er erfitt að mæta kröfum kennara, og talsmenn sveitar-
félaganna segja þau hafa teygt sig jafn langt til móts við þær og hægt sé.
Inga Rún
Ólafsdóttir
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri grænna, hefur boðað full-
trúa Viðreisnar, Bjartrar fram-
tíðar, Samfylkingarinnar og Pírata
á könnunarfund í dag til að ræða
hugsanlegan málefnagrundvöll fyr-
ir ríkisstjórnarsamstarfi. Hún segir
mikilvægt að fá skýra mynd af stöð-
unni tiltölulega hratt. „Við ætlum
að fara yfir þennan grundvöll með
alla saman við borðið og í kjölfarið
geta flokkarnir væntanlega farið
inn í sitt bakland og tekið afstöðu
til þess. Ég vænti þess að flokkarnir
vilji svolítið fá tilfinningu fyrir
stöðunni áður en þeir taka ákvörð-
un hver í sínum herbúðum,“ segir
Katrín.
Í samtali við Mbl.is í gær sagði
Katrín að dagurinn í gær hefði far-
ið í að heyra í fulltrúum annarra
flokka og vinna úr fundum sem
fram fóru í fyrradag með for-
ystumönnum allra flokka.
Benedikt Jóhannesson, formaður
Viðreisnar, segir að Katrín hafi
tjáð honum að farið verði yfir
nokkur málefni á fundinum sem
hún hafi ákveðið. „Þetta eru ekki
eiginlegar samningaviðræður held-
ur er bara farið yfir málin saman,
eins konar stærri útgáfa af þeim
fundi sem formennirnir áttu með
henni í gær og sjónarmiðin fleiri,“
segir Benedikt.
Hann segist eiga von á að rætt
verði um stóru málin, t.a.m. sjávar-
útvegsmál, heilbrigðismál og um-
hverfismál. Aðspurður segir hann
að út frá hugmyndum VG og Við-
reisnar gætu verið ólík sjónarmið
um skattamál. „Mann grunar að
þar gætu verið ólíkar áherslur,“
segir Benedikt. Hins vegar sé
snertiflötur þegar komi að vinnu
við stjórnarskrá og aðgerðir í
sjávarútvegi.
Allir til fundar við Katrínu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fundahöld Fundur allra forsvars-
manna flokkanna fer fram í dag.
Benedikt á von á
að rætt verði um
„stóru málin“
Björgunarsveitir voru kallaðar út
rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi til
leitar að rjúpnaskyttu sem ekki skil-
aði sér til hóps rjúpnaveiðimanna á
Héraði síðdegis í gær. Að sögn Þor-
steins G. Gunnarssonar, upplýsinga-
fulltrúa hjá Landsbjörg, voru björg-
unarsveitarmenn enn að leit seint í
gærkvöldi. Hann sagði leitarskilyrði
góð, skyggni gott og veður fínt.
„Leit hófst um leið og björg-
unarsveitarmenn komu á svæðið.
Rjúpnaskytturnar voru saman í hópi
en ákváðu að leiðir skyldu skilja áð-
ur en haldið var niður af fjallinu. Svo
skilaði einn sér ekki,“ sagði Þor-
steinn.
Spurður um stærð leitarsvæðis
sagði Þorsteinn að hraðleita ætti að
manninum frá þeim stað þar sem
leiðir skildu. Maðurinn sem leitað
var er á fertugsaldri. Hann gekk til
rjúpna frá sumarhúsabyggðinni í
landi Einarsstaða á Héraði.
Leituðu að
rjúpnaskyttu
Grunnskólarapparar létu ljós sitt
skína á Rímnaflæði 2016 sem fór
fram í Miðbergi í Breiðholti í gær-
kvöldi. Á vef Samfés segir að keppn-
in njóti sífellt meiri vinsælda. Í fyrra
hafi verið metþátttaka og uppselt á
viðburðinn. Sú nýlunda var í ár að
viðburðinum var streymt til að sem
flestir gætu séð það sem fram fór.
Hér má sjá Gylfa Örvarsson, sigur-
vegara Rímnaflæðis 2015, láta tung-
una trylla lýðinn, en meðal dómara
var Sigga Ey, sem sigraði árið 2014.
Sara Mjöll Stefánsdóttir úr Fé-
lagsmiðstöðinni Laugó vann keppn-
ina í gær. Í öðru sæti var Haki
Darrason Lorenzen úr Félags-
miðstöðinni 105 og í þriðja sæti lentu
Helena Sif Gunnarsdóttir og Silvía
Rose Gunnarsdóttir úr Fé-
lagsmiðstöðin Fókus
Í gærkvöldi fór fram keppni í Rímnaflæði Samfés
Tungan á
fleygiferð
Morgunblaðið/Ófeigur