Morgunblaðið - 19.11.2016, Qupperneq 23
meðferðar dómara eftir aðal-
meðferð í síðasta mánuði. Það er
Aurum-málið svokallaða. Í því máli
er deilt um lánveitingar Glitnis til
félagsins FS38 til kaupa á bréfum í
skartgripakeðjunni Aurum. Bréfin
voru í eigu móðurfélags FS38,
Fons. Auk þess fóru 2 milljarðar til
Pálma Haraldssonar, eiganda Fons,
og þaðan einn milljarður áfram á
persónulegan reikning Jóns Ás-
geirs Jóhannessonar fjárfestis sem
með því greiddi upp yfirdrátt sinn
við bankann.
Aurum-viðskiptin og aðdragandi
þeirra áttu sér stað yfir stóran
hluta ársins 2008, en um mitt ár
kom það þó tvisvar til umræðu inn-
an Glitnis að notast við annaðhvort
Gnúp eða dótturfélagið Stapa til að
kaupa Aurum-bréfin af Fons. Á
þessum tíma voru bæði Gnúpur og
Stapi stórskuldug og Gnúpur nýbú-
inn að fara í gegnum þvottavélina
eftir að hafa verið ógjaldfært. Var
eigið fé félagsins mjög neikvætt.
Það vekur því spurningar um
hvernig það hafi komið til að
starfsmenn Baugs og Glitnis hafi
talið það raunhæft að lána slíkum
félögum milljarða til að fara í
áhættusöm hlutabréfaviðskipti.
Bæði Magnús og Þórður Már
sögðu í samtali við Morgunblaðið
að öll stjórn Stapa og Gnúps á
þessum tíma hafi verið á hendi
Glitnis.
Stím og Aurum tengd saman
og ruslakistan Gnúpur
Á þessum tímapunkti hafði Glitn-
ir komið Stapa yfir í eigu bókasal-
ans Tómasar Hermannssonar.
Samkvæmt frétt Vísis frá árinu
2010 virðist hann þó hafa gert sér
grein fyrir því að í félaginu væru
verðlitlar eða verðlausar eignir en
skuldir sem voru í árslok 2008 17
milljarðar. Samkvæmt ársreikningi
fyrir árið 2008 er Gnúpur aftur á
móti enn þarna skráður á fyrri eig-
endur, þótt félagið væri undir
stjórn Glitnis.
Við aðalmeðferð Aurum-málsins
voru svo sýndir póstar meðal ann-
ars frá Pálma í Fons til Jóns Ás-
geirs og Lárusar Welding, banka-
stjóra Glitnis, þar sem Pálmi sagði
ósanngjarnt að hann tæki einn á
sig „FS38 ævintýrið“ og vísar þar
væntanlega til um tveggja milljarða
taps sem hann varð fyrir af Stím-
viðskiptunum. Í öðrum pósti segir
Jón Ásgeir við samstarfsmann sinn
að með Aurum-málinu sé mál
Pálma leyst án þess að hann tapi,
en 2,2 milljarðar áttu að renna til
hans. Spurði saksóknari sér-
staklega hvort þarna væri tenging
milli Stím- og Aurum-málsins, en
Jón Ásgeir sagðist ekki þekkja það.
Það er þó ekki bara Gnúpur og
Glitnir sem tengja saman þessi
fyrrgreindu mál, því Gnúpur virðist
stundum eiga að enda sem eins
konar ruslakista fyrir bréf sem
voru í eigu Fons. Þannig fóru
Landic bréf Fons inn í félagið og
horft var til þess að koma Aurum-
bréfunum þangað. Samkvæmt
gögnum Aurum-málsins virðist Jón
Ásgeir hafa verið talsvert viðriðinn
málefni Fons og fékk meðal annars
senda tryggingarstöðu félagsins frá
Glitni, jafnvel þótt Pálmi hefði sagt
fyrir dómi að það hefði ekki verið
að sinni beiðni.
Jón Ásgeir sem
skuggastjórnandi
Í Aurum-málinu er Jón Ásgeir
ákærður fyrir hlutdeild í umboðs-
svikum og þótt þetta sé eina málið
sem hann er ákærður í af héraðs-
saksóknara kemur hann til tals í
öðrum málum eins og Stím-málinu.
Meðal annars virðist hann ganga
nokkuð hart eftir því að það mál
gangi í gegn, en starfsmaður Glitn-
is sagði í símtali sem lagt var fyrir
dómstóla að Jón Ásgeir væri „á
djöflamergnum“.
Þá er minnst á afskipti Jóns Ás-
geirs af ákvörðunum Glitnis gagn-
vart félögum sem hann átti hlut í í
rannsóknarskýrslu Alþingis. Þar
eru rifjuð upp samskipti milli hans
og framkvæmdastjóra Glitnis eftir
að Glitnir ákveður að senda Landic
Property bréf um aðgerðir bankans
vegna slæmrar stöðu Landic.
Svar kom fyrir hönd Landic frá
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni sem
hófst á orðunum: „Sæll Magnús.
Sem aðaleigandi Stoða sem er
stærsti hluthafi í Glitni langar mig
að vita hvernig svona bréf á að
þjóna hagsmunum bankans.“
Í tölvubréfinu setti Jón Ásgeir
fram nokkrar spurningar um málið
til Magnúsar. Sú síðasta var eft-
irfarandi „Gera stjórnendur sér
grein fyrir því að Stoðir aðaleig-
andi Landic er jafnframt með leyfi
FME að fara með ráðandi eign-
arhlut í Glitni hvernig heldur að
þetta bréf líti út frá því sjón-
armiði?“
Ekki er annað að sjá en að Jón
Ásgeir hafi talið sig bæran um að
koma fram bæði af hálfu stjórnar
FL og Baugs. Í því ljósi verður
ekki annað séð en félögin hafi verið
tengd í þeirri merkingu sem hér er
miðað við. Bréfið ber einnig vitni
því umboði sem fulltrúar stærstu
hluthafa bankans, sem ekki sátu í
bankaráði, töldu sig hafa til að
hlutast til um daglegan rekstur
bankans.
Um þetta er meðal annars deilt í
Aurum-málinu, þ.e. hvort Jón Ás-
geir hafi verið einskonar skugga-
stjórnandi, sem stærsti eigandi FL
group í gegnum Baug og þar með
stærsti einstaki eigandi Glitnis.
Nefndi verjandi Jóns Ásgeirs það
meðal annars í málflutningsræðu
sinni:
„Því er mótmælt. En líka bent á
að það er ekki refsivert að vera
það sem kallað er skuggastjórnandi
á Íslandi.“
Morgunblaðið/Kristinn
Höfuðstöðvar Glitnis Fjöldi dómsmála hefur verið höfðaður gegn fyrrver-
andi stjórnendum Glitnis banka vegna aðgerða þeirra áður en bankinn féll.
FRÉTTIR 23Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2016
KRAFTUR - TRAUST FYRIRTÆKI Í 50 ÁR
Í tilefni af 50 ára afmæli Krafts er opið
hús að Vagnhöfða 1 frá kl. 12-16
laugardaginn 19. nóvember
Allir velkomnir
VAGNHÖFÐI 1 • KRAFTUR. ISKRAFTUR – ÖRYGGI – ENDING
Til viðbótar við þau mál sem nefnd hafa verið hér var fyrr á þessu ári
ákært í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Þar ákærir hér-
aðssaksóknari fyrir meint brot starfsmanna Glitnis við að halda verði
bréfa bankans uppi. Er það meðal annars gert með að kaupa mikið
magn bréfa á markaði og selja þau svo áfram til félaga utan markaðs
þar sem kaupin voru að fullu fjármögnuð af Glitni sjálfum.
Um er að ræða lán og kaup sem einkahlutafélög 14 starfsmanna
bankans fengu í maí árið 2008. Frá desember 2007 til febrúar 2008
hafði bankinn áður lánað hinum ýmsu eignarhaldsfélögum yfir 20
milljarða til að kaupa bréf í bankanum, en á þessum tíma fóru hluta-
bréf hans sílækkandi. Aðalmeðferð í því máli hefur ekki enn farið
fram.
Talsvert fleiri lánveitingar
vegna kaupa á bréfum í Glitni
DÓMSMÁL