Morgunblaðið - 19.11.2016, Síða 45

Morgunblaðið - 19.11.2016, Síða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2016 ✝ Sigtryggur Ingv-arsson fæddist á Skipum í Stokks- eyrarhreppi 26. sept- ember 1923. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 11. nóv- ember 2016. Foreldrar hans voru Ingvar Hann- esson, bóndi á Skip- um, f. 10. febrúar 1878, d. 16. maí 1962, og kona hans, Guðfinna Guð- mundsdóttir, f. 22. ágúst 1887, d. 9. ágúst 1974. Alsystkini Sig- tryggs eru: Vilborg, f. 1918, d. 2009, Guðmundur, f. 1920, d. 1925, Hannes, f. 1922, d. 2008, Guðmunda, f. 1925, d. 2004, Sig- ríður, f. 1928, Pétur, f. 1930, d. 2007, og Ásdís, f. 1933. Með fyrri konu sinni, Vilborgu Jónsdóttur, sem lést 1916, átti Ingvar þau Sigurbjörgu, f. 1910, d. 2009, Margréti, f. 1911, d. 2003, Jón, f. 1912, d. 2008, Gísla, f. 1913, d. 1941, og Bjarna, f. 1915, d. 1999, sem var ættleiddur af Konráði Konráðssyni lækni og Sigríði Jónsdóttur. Sigtryggur bjó á Skipum við Stokks- eyri til ársins 1967 en upp frá því á Selfossi. Hann lauk barnaskólaprófi á Stokkseyri. Öll sín uppvaxtar- og unglingsár og lengur aðstoðaði hann foreldra sína við bústörfin. Meirapróf tók hann á Selfossi og frá 25 ára aldri til sjötugs starfaði hann sem bílstjóri hjá MBF, lengstum við mjólkurflutninga. Útför Sigtryggs fer fram frá Selfosskirkju í dag, 19. nóvember 2016, og hefst athöfnin klukkan 15. Sigtryggur var okkur bræðrum kær, heilsteyptur og heiðarlegur, en líka hógvær og nægjusamur og kvartaði ekki, jafnvel þótt veikindi tækju sinn toll síðustu misserin. Bjó þá að þeirri reynslu sem herð- ir, að hafa veikst alvarlega ungur. Hann náði þó góðri heilsu aftur. Rólyndur og jafnlyndur var hann, en gat verið ákveðinn ef honum var misboðið og lét þá skoðun sína í ljós. Hann var ræðinn en líka góður hlustandi. Sigtryggur ólst upp að Skipum í Stokkseyrarhreppi í hópi hálf- og alsystkina við almenn bústörf til lands og sjávar. Á bænum var bú- skapur með kýr, kindur og hesta en einnig stunduð kartöflu- og gul- rófuræktun og afurðir m.a. seldar í Reykjavík. Róið var til fiskjar vor og haust á báti föður hans. Lengstum, frá 25 ára aldri til sjötugs, vann hann sem bílstjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Fór þá víða um sveitir Suðurlands, þar sem hann keyrði oft ekki fastar leiðir heldur leysti af aðra bíl- stjóra í fríum. Hann fylgdi þannig þróun starfs sem í byrjun fól í sér að vera allt í senn farþega-, vöru- og póstflutningar samhliða brúsa- flutningum á mjólk þar til tankbíl- ar tóku við. Sigtryggur var farsæll í ævistarfi sínu og vel metinn af vinnuveitanda og bændum. Sigtryggur bjó áfram um tíma að Skipum eftir að hann varð at- vinnubílstjóri. Ásamt bræðrum sínum aðstoðaði hann foreldra sína við bústörfin og síðar móður sína við lát föðurins. Það var á þeim tíma sem við bræður nutum þeirra gæfu að fá að dveljast í sveit og kynnast fjölbreyttum bú- störfum. Hann, ásamt bræðrum sínum í austur- og vesturbænum á Skipum, var óspar á að kenna okk- ur réttu handtökin við störfin og koma okkur til þroska við gefandi vinnu. Vandvirkur í öllum sínum gjörðum. Í fríum sínum ferðaðist hann lítt erlendis, en talsvert innan- lands áður fyrr og minnumst við bræður tjaldferða um Vestfirði, Norður- og Austurland með hon- um og fleirum sem voru okkar fyrstu stóru ferðalög. Er amma brá búi 1967 flutti hún með sonum sínum til Selfoss. Eftir lát hennar flutti Sigtryggur ásamt bróður sínum Hannesi, fyrst í eigið hús og síðar í þjónustuíbúð fyrir aldraða að Grænumörk 5, þar sem gott var að búa. Héldu þeir heimili saman og voru alla tíð mjög sam- rýndir. Vart verður á annan minnst án þess að hins sé getið í sömu andrá. Þeir voru ekki aðeins bræður heldur einnig bestu vinir. Deildu þeir alla tíð saman áhuga á skák, en Sigtryggur var á árum áður virkur félagi í Taflfélagi Stokkseyrar og keppti á vegum þess, enda góður skákmaður. Þá átti brids ekki síður áhuga hans, þar sem þeir bræður unnu til verð- launa, saman í tvímenningskeppni eða í stærri sveit. Spilamennskan var aðaláhugamálið alla tíð og brids spilaði hann reglulega með vinum sínum að Grænumörk 5, síðast daginn fyrir andlátið. Á tíræðisaldri var Sigtryggur enn ern, minnugur og fróður. Hann las bækur og blöð sér til fróðleiks og fylgdist alla tíð með fréttum í fjölmiðlum og var vel inni í daglegri þjóðmálaumræðu. Að leiðarlokum þökkum við samfylgdina. Kær frændi er allur en minning hans lifir. Jón Ingvar og Guðmundur. Sigtryggur Ingvarsson ✝ Helgi Þorleifs-son fæddist 18. júní 1936 að Hofi í Öræfum. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Klausturhól- um 23. október 2016. Foreldrar hans voru Þorleifur Pálsson bóndi, f. 18.9. 1899, d. 2.1. 1970, og Pálína Margrét Stefánsdóttir hús- freyja, f. 25.1. 1913, d. 29.4. 2004. Systkini Helga voru Svava Margrét, f. 24.8. 1933, Jón, f. 3.3. 1934, Sigurlaug, f. 1.6. 1939, Páll Björgvin, f. 28.1. 1943, Ósk- ar, f. 10.8. 1945, stúlka, f. 13.9. 1948, d. 13.9. 1948, Stefán, f. 15.1. 1951, Jóhann, f. 13.7. 1953, Ungur að aldri lærði hann smíð- ar hjá Valdimar í Hólmi og gerði smíðar að ævistarfi sínu að mestu þrátt fyrir fötlun sína. Byggði hann m.a. íbúðar- og út- hús á mörgum bæjum í Land- brotinu og víðar. Í nokkur ár var hann einnig vetrarmaður á Hnausum í V- Skaftafellssýslu, vakt- og vélamaður í Sláturhús- inu á Kirkjubæjarklaustri, og tvo vetur á vertíð í Vest- mannaeyjum. Helgi fluttist til Reykjavíkur 1989 og vann þar við smíðastörf. Haustið 2003 flutti hann aftur í heimahagana, í íbúð fyrir aldraða á Kirkjubæjarklaustri. Helgi greindist með ólæknandi krabbamein í sumar og síðustu vikurnar dvaldi hann á hjúkrun- arheimilinu Klausturhólum, þar sem hann lést. Útförin fór fram í kyrrþey þann 5. nóvember 2016 að ósk hins látna. d. 14.5. 2010, Þur- íður, f. 2.3. 1957. Sambýliskona Helga var Aðal- heiður Hrönn Guð- mundsdóttir, f. 25.8. 1956, d. 7.4. 2001. Eignuðust þau einn son, Hjört Gylfa, f. 29.6. 1998. Hinn 1.7. 2007 kvæntist Helgi eft- irlifandi eiginkonu sinni, Önnu Gunnlaugu Jóns- dóttur, f. 16.5. 1950. Helgi ólst upp að Hofi í Öræfasveit. 1943 fluttist hann með fjölskyldu sinni í Landbrot í V-Skaftafellssýslu, bjó lengst af á Þykkvabæ. 10 ára gamall veiktist hann illa af lömunar- veiki og bar þess merki alla ævi. Helgi Þorleifsson var mágur minn og vinur í um það bil sextíu ár og bar aldrei skugga á þau góðu kynni. Margir hafa átt auð- veldari ævi en Helgi en aldrei heyrði ég hann kvarta heldur bar hann sig vel með sinni hæversku framkomu sem einkenndi hann og hans líf. Minnisstæðar eru mér vikurnar er við, ásamt Jóni mín- um, áttum saman austur í Land- broti í júnímánuði árið 1995. Til stóð að byggja okkur hjónunum nýtt sumarhús og að sjálfsögðu var Helgi aðalmaðurinn og bæði upphaf og endir í þeirri ráðagerð. Í stuttu máli þá gerðust bæði und- ur og stórmerki undir styrkri stjórn Helga þessa sólardaga og björtu nætur í Landbrotinu vorið níutíu og fimm. Um mánaðamótin maí/júní var hafist handa, efnið komið á staðinn eftir krókaleiðum og búið að grafa fyrir og steypa stöpla. Það skal strax tekið fram að efnið kom ekki tilsniðið og nið- ursagað í einingum eins og nú tíðkast og algengast er í seinni tíð. Nei, nei, allt efnið þurfti að mæla og saga til og eftirminnilegt er að Helgi handsagaði allt efnið í bú- staðinn, engar rafmagnssagir þar enda frekar erfitt um rafmagn. Efnið í bústaðinn var fengið hvert úr sinni áttinni, bæði keypt, hirt og fengið að gjöf, enda Jón minn hirðusamur maður með eindæm- um. Til þess að koma þessu öllu saman og byggja úr því bústað þurfti bæði útsjónarsemi og ná- kvæmni og þeim eiginleikum var Helgi Þorleifsson gæddur svo um munaði. Eftir að hafa unnið sleitu- laust frá morgni og fram að kvöld- mat enduðu dagarnir oftast á því að þeir bræður fengu sér örlitla lögg af „heimatilbúnu“ í bláu glös- in, skáluðu og skipulögðu og áætl- uðu hvað gert skyldi og hvernig að morgni næsta dags. Svona liðu dagarnir hver af öðrum og smátt og smátt reis litla sumarhúsið okkar Jóns og fór að taka á sig mynd. Í minningunni finnst mér þetta hafi verið eins og fyrir kraftaverk að sautjánda júní, á sjálfan þjóðhátíðardaginn, var ris- ið og orðið fokhelt heilt sumarhús enda Helga ekki alls varnað. Eftir var tekið að ekki kom deigur dropi úr lofti þessar vikur sem þeir unnu að húsinu að utan en um leið og húsinu var lokað og hægt að fara að vinna inni tók að rigna. Þeir bræður Helgi og Jón kunnu að vinna, kunnu að vinna saman og þarna tóku þeir almættið með sér í vinnuflokk sem reddaði góðu veðri á meðan þess þurfti. Margar ánægjustundir höfum við Helgi átt í þessu sumarhúsi eins og ann- ars staðar líka. Ég er þakklát Helga mínum fyrir samfylgdina og langar með þessum fáu línum að þakka fyrir árin öll. Væntanlega hefur Helgi verið hvíldinni feginn enda orðinn veik- ur, megi góður Guð blessa Helga og varðveita. Unnur Halldórsdóttir (Lilla). Nú hefur hann Helgi, frændi minn, yfirgefið þessa jarðvist eftir stutta og snarpa baráttu við krabbamein. Helgi var bróðir móður minnar og voru alltaf sterk tengsl þeirra á milli. Man ég því vel eftir Helga frá því að ég var smástelpa. Hann var 10 ára gamall þegar hann veiktist af lömunarveiki, sem setti spor sitt á hann alla tíð og varð hann aldrei líkamlega heill eftir það. Hann var alltaf með sitt mikla skegg, sennilega til að leyna smá hallandi höfðinu sínu. Gekk um með stafinn sinn og alltaf með bros á vör. Ekki var maður nú að velta fyrir sér fötlun Helga enda var hann bara Helgi frændi sem gat allt. Ekki óraði mig fyrir, og eflaust ekki Helga heldur, að líf okkar myndi tvinnast saman á annan hátt. En stundum koma upp að- stæður í lífinu sem gera það að verkum að erfiðar ákvarðanir þarf að taka. Helgi og Aðalheiður eignuðust soninn Hjört Gylfa 1998 og vegna líkamlegrar fötlun- ar og aðstæðna heima fyrir gátu þau ekki hugsað um soninn og stóðu frammi fyrir sinni erfiðustu ákvörðun sem foreldrar, en það er að láta barn sitt frá sér. Við Geir vorum svo heppin að hafa mögu- leika á að taka þennan yndislega son þeirra að okkur sex mánaða gamlan og fengum að ættleiða hann. Guð má vita að þetta hefur ekki verið auðveld ákvörðun, en ég held að Helga hafi að vissu leyti verið létt að vita að hann væri ættleiddur til nákomins ætt- ingja, þar sem hann gat fylgst með honum vaxa úr grasi. Allt í einu voru tengsl okkar Helga orð- in önnur, hann var ekki lengur bara Helgi frændi, heldur líka Helgi pabbi eins sonar okkar. Síðan eru liðin 18 ár og hefðu þau svo sannarlega mátt vera fleiri árin. Við höldum alltaf að tíminn sé nógur, til að spjalla, hringjast á eða hittast en svo er hann allt í einu farinn. Ég er svo þakklát fyrir að við gátum átt góð- ar stundir með þér í lokin, Helgi minn. Elsku Helgi, við Geir getum ekki þakkað þér nógu mikið fyrir það traust sem þú sýndir okkur. Við vitum að þú munt áfram fylgst með Hirti Gylfa þínum sem í mörgu líkist þér og passa upp á hann. Passa að hann keyri ekki glannalega og verði traustur bíl- stjóri eins og þú varst. Minning þín mun lifa áfram með okkur. Hvíl í friði, elsku Helgi minn. Þín frænka, S. Kristín Eggertsdóttir. Þessi orð komu í hug minn þeg- ar ég settist niður til að setja örfá orð á blað til minningar um Helga mág minn vin og bróður Siggu. Reyndar var Helgi okkur meira en mágur og bróðir eftir að dóttir okkar og tengdasonur ættleiddu Hjört Gylfa, son Helga, og þessi ljúfi drengur varð barnabarn okk- ar, en Helgi gat ekki lengur ann- ast hann vegna heimilisástæðna. Helgi fékk lömunarveikina á barnsaldri og var alla tíð síðan með skerta hreyfigetu. Helgi lærði smíðar hjá Valdimar í Hólmi og voru smíðar upp frá því hans aðalævistarf. Var Helgi einstak- lega verklaginn, útsjónarsamur og afkastamikill. Held ég að flest systkina hans hafi notið smíða hans meira og minna. Helgi byggði bæði við húsið okkar á Hvammstanga og stofu við hjól- hýsið okkar í Landbrotinu og gaf mér oft góð ráð ef ég var að bagla eitthvað. Við Sigga eigum svo ótalmargt Helga að þakka á langri ævi þar sem aldrei bar skugga á samskipti okkar. Það var okkur Siggu því mikils virði að geta hvatt hann og verið hjá hon- um síðust ævi stundir hans á hjúkrunarheimilinu á Klaustur- hólum Þótt sorg búi í sinni og söknuður í hjarta geymast munu í minni myndir um daga bjarta. Minningin um þig lifir í hjört- um okkar, mágur, vinur og bróðir. Eggert Karlsson og Sigurlaug Þorleifsdóttir. Helgi Þorleifsson Hjartans þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR STEFÁNSSONAR, löggilts endurskoðanda, Þorragötu 5, Reykjavík. . Anna Jónsdóttir, Jón Sigurðsson, Ingveldur Sveinbjörnsdóttir, Stefán Sigurðsson, Helga Kristín Guðmundsdóttir, Björg Sigurðardóttir, Gunnar Baldvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, SJAFNAR JÓHANNESDÓTTUR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimilisins Höfða fyrir einstaka alúð og umhyggju. . Jóhannes Guðjónsson, Guðrún J. Guðmundsd., Guðmundur Guðjónsson, Ólöf Á. Guðmundsdóttir, Hrefna Guðjónsdóttir, Sigurður Sigurðsson og ömmubörn. Yndislega mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, ÁSTRÍÐUR LÓA EYJÓLFSDÓTTIR tannsmiður, lést á Skjóli 11. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir færum við starfsfólki á Skjóli fyrir umönnun hennar. . Helene Pampichler Pálsdóttir, Jón Haukur Ólafsson. Paul Pampichler Pálsson, Stella Kjartansdóttir, Stefán Pampichler Pálsson, Sommai Juiklang, barnabörn og barnabarnabörn. Það er ekki gefið að eignast góðan „makker“. Fyrir nokkrum árum kynntist ég konu svona eins og gengur. Í gegnum sameiginlegt áhugamál okkar briddsið þróaðist góð vin- átta okkar á milli. Hefði ég kosið að sú vegferð yrði margfalt lengri. Það sem fær mig til að skrifa minningarorð um elsku Gurrý er sú staðreynd að hún var einstaklega vel gerð mann- eskja, sem hafði djúp áhrif á mig og kenndi mér margt þó hún væri töluvert yngri en ég. Eflaust hefur Gurrý ekki ver- ið gallalaus frekar en ég og þú. En það fylgdi henni einhver ótrúleg ára sem snerti mig. Hún tók verkefnum lífsins smáum og stórum sem sjálfsögðum hlut og leysti þau af hendi með einstöku æðruleysi, samviskusemi og ná- kvæmni. Hún hafði yfirsýn og stjórn á hlutunum. Hún hugsaði í lausnum en ekki vandamálum. Forgangsröðin var á tæru. Börnin, heimilið og fjölskyldu- lífið voru í fyrsta, öðru og þriðja sæti. Ég heyrði hana aldrei hækka röddina, og með yfirveg- un og sannfæringu gat hún snú- ið manni á augabragði. Það brást ekki ef við vorum að spila að kvöldi til að hún hringdi heim, jafnvel í hita leiksins, og bauð krökkunum góða nótt og fór með ákveðna bæn með þeim Guðríður Ósk Jóhannesdóttir ✝ Guðríður ÓskJóhannesdóttir fæddist 18. nóv- ember 1967. Hún andaðist 4. nóv- ember 2016. Útför hennar fór fram 11. nóvember 2016. sem var fastur liður í kvöldrútínunni hjá þeim. Hún var svo hlýr og gefandi uppalandi. Hún mætti veik- indum sínum af sömu hugprýði og öðru. Hún gerði allt sem í hennar valdi stóð til að spyrna við fótum og vinna í batanum. Hún gat alltaf séð einhverja jákvæða hlið á málunum, eins og síðasta færslan sem ég las eftir hana á fésbókarveggnum hennar ber svo fallegt vitni um: „Við mæðg- urnar Sólbjört Nína de Wagt bjuggum til nýjan málshátt sem hljóðar svona; Betra er að láta sér batna á spítala en að liggja veikur heima“. Ég varð aldrei vitni að vonleysi eða angist. Bjartsýni og gleði einkenndi fas- ið og hún var dugleg að deila með okkur nýjustu bardaga- listunum við þessa ótemju sem krabbameinið er. Ég hef þá trú að hún hafi keypt sér aukatíma með þessu hugarfari og þraut- seigju, alltaf með það í huga að lengja tímann sem hún fengi að njóta með fjölskyldunni. Ég náði að segja henni hvað ég væri þakklát fyrir að hafa kynnst henni þó að mikið hafi verið af henni dregið þegar ég heimsótti hana síðast á spítal- ann. Fyrir það verð ég þakklát. Það er engin sanngirni í því að falla frá aðeins 48 ára að aldri. Hennar verður sárt sakn- að. Elsku Matthías, Sóla og Ja- ap. Megi Guð og góðar vættir styðja ykkur og styrkja í gegn- um sorgina. Spilamakker og vinur, Freyja Friðbjarnardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.