Morgunblaðið - 19.11.2016, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.11.2016, Blaðsíða 48
48 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2016 Guðjón Guðjón Helgi Guðjónsson, einkaþjálfari í Sporthúsinu, á40 ára afmæli í dag. „Ég er búinn að vera í þessu í 20 ár. Bootcamp og crossfit er mesta breytingin sem hefur orðið á síðustu árum og hefur verið mjög vinsælt. Ég sjálfur er í þessum klassísku lyftingum, vaxtarræktarlyftingum fyrst og fremst. Svo er ég í útivistinni, á skíðum og hjóla aðeins. Guðjón hefur keppt bæði í vaxtarrækt og fitness gegnum árin. „Ég keppi ekki á hverju ári heldur hefur þetta verið á fjögurra, fimm ára fresti þegar ég hef verið í stuði. Ég hef yfirleitt náð 2. og 3. sæti, hef verið duglegur við það,“ segir Guðjón spurður um helstu afrek. „Það kemur alltaf einhver djöfull og hirðir efsta sætið. Ég hef líka keppt í hluta af vaxtarræktarlyftingum eins og réttstöðulyftu. Svo var ég í ís- hokkíi, fótbolta og þessum boltagreinum í gamla daga.“ Guðjón er staddur í París og mun eyða þar afmælisdeginum. „Við frúin skelltum okkur þangað í helgarferð og í dag ætlum við að njóta lífsins, fara út að borða eitthvað gott og skoða mannlífið.“ Eiginkona Guðjóns er Sara Ósk Wheeley, flugfreyja hjá Icelandair og kennari í Vatnsendaskóla. Börn þeirra eru Eyþór Wheeley Guð- jónsson 9 ára og og Sylvía Wheeley Guðjónsdóttir 3 ára. Afmælisbarnið Guðjón, enn 39 ára, daginn fyrir afmælið. Nýtur lífsins með frúnni í París Guðjón Helgi Guðjónsson er fertugur í dag R agnheiður Runólfsdóttir fæddist á Akranesi 19. nóvember 1966. Hún ólst þar upp í Króka- túninu sem er gata sem liggur við Krókalónið. „Útsýnið er magnað yfir sjóinn út á Snæfellsnes. Jökullinn gaf okkur fag- urt sólarlag og útsýnið var eins og málverk. Leiksvæðið hjá okkur krökkunum var fjaran og klettarnir. Mikill krakkaskari var í hverfinu og þess vegna mikið brasað og brallað. Ég átti áhyggjulaus og hamingjurík æskuár á Skaganum með vinum og vandamönnum. Íþróttir áttu hug minn allan og stundaði ég þær flestar sem voru í boði á Akranesi. Síðan á sumrin fór ég í íþróttaskóla hjá Sigga á Leirá og ég fékk líka að fara aðeins í sveitina á Kalastaði í Hvalfjarðarsveit. Sumar- störfin voru að sjálfsögðu í frysti- Ragnheiður Runólfsdóttir, sunddrottning og þjálfari – 50 ára Fjölskyldan Ragnheiður og börnin stödd fyrir sunnan, en nú fer fram Íslandsmeistaramótið í sundi í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Að sjálfsögðu er fjölskyldan mætt á mótið, bæði til að þjálfa og keppa. Lífið heldur áfram að snúast um sund Ljósmynd/Þröstur Ernir Sundþjálfarinn Ragnheiður fór strax að þjálfa og kenna sund eftir að hún hætti að keppa og núna er hún yfirþjálfari hjá Óðni á Akureyri. Hafnarfjörður Heiðar Páll Gíslason fæddist 31. maí 2016. Hann vó 16 merkur og var 51,5 cm langur. For- eldrar hans eru Gísli Páll Jónsson og Ingibjörg Haraldsdóttir. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isSmáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín Bragðgott, ho llt og næringarrí kt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.