Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2015, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2015, Blaðsíða 4
Helgarblað 10.–13. júlí 20154 Fréttir Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is 6.590 kr. m.vsk. HVAR KAUPIR ÞÚ TÓNER? Hettusóttarfaraldur herjar á tiltekinn hóp S taðfest er að rúmlega þrjátíu manns hafa greinst með hettusótt hér á landi undan- farnar vikur og er talað um hettusóttarfaraldur hér á landi, þann fyrsta í áratug. Þórólfur Guðnason, settur sóttvarnarlæknir segir að aldursdreifing þeirra sem sýkst hafa nú sýni að fólk fætt upp úr 1980 og til 1990 sé í áhættuhópi hér á landi. Það er ærin ástæða fyrir fólk að fyrirbyggja að það fái hettusótt, sem er bráð og mjög smitandi veirusýk- ing sem þekkt er fyrir að geta valdið alvarlegum fylgikvillum, þar á meðal ófrjósemi. Hún getur jafnvel herjað á þá sem bólusettir hafa verið, þó í vægari mæli. Landlæknisembættið hvetur fólk sem ekki hefur verið bólu- sett eða ekki fengið hettusótt til að láta bólusetja sig. Þessir tveir faraldrar sem komið hafa upp, í ár og árið 2005, sýna að það sé enn talsverður fjöldi sem enn er næmur fyrir hettusótt. Hópurinn sem varð útundan Þórólfur segir að um 90 manns hafi verið prófaðir vegna gruns um hettu- sótt og af þeim hafi rúmlega 30 tilfelli verið staðfest. Grunur hafi þó leikið á um smit hjá mun fleiri en að sögn Þórólfs er ástæðan fyrir því að til eru fleiri tegundir af veirum sem valda bólgu í munnvatnskirtli sem er eitt af einkennum hettusóttar. „Þetta er yfirleitt fólk fætt upp úr 1980 og til 1990. Það er einmitt sá hópur sem við höfum áður bent á að missti af bólusetningu á sínum tíma því hún hófst 1989. Þegar bólusetn- ing hófst datt hettusóttin út og sást ekki, þannig að fólk missti líka af sýk- ingunni. Þetta er fólk sem er næmt og því geta svona sýkingar skotið upp kollinum,“ segir Þórólfur en að- spurður hvar á landinu tilfellin hafi helst verið að koma upp nefnir hann suðvesturhornið, þó ítarleg greining á því hafi ekki farið fram. Getur haft alvarlegar afleiðingar Eftir að fyrst var greint frá því í maí síðastliðnum að hettusóttartilfelli hefðu greinst hefur landlæknisemb- ættið hvatt fólk sem fætt er eftir 1980, og hefur hvorki verið bólusett né fengið hettusótt, til að láta bólusetja sig. „Þeir sem eru fæddir fyrir 1980 hafa að öllum líkindum fengið hettu- sóttina á sínum tíma og eru þannig varðir. Enda passar það við aldurs- dreifingu á þessum tilfellum sem eru að greinast nú,“ segir Þórólfur. „Í faraldrinum árið 2005 greindust ríflega 110 einstaklingar með hettu- sótt og það er vitað að hún getur haft alvarlegar afleiðingar. Hún getur valdið heyrnarskaða, skemmd á heyrnartaug og hjá fullorðnum karl- mönnum getur hún valdið bólgum í eistum, þar af leiðandi minnkaðri frjósemi. Ekki er algengt að hún valdi algjörri ófrjósemi, þó að hún geti komið upp, en stundum fá þeir bara bólguna öðrum megin. Síðan getur hún valdið sýkingum í öðrum líffær- um, heilabólgu og getur orðið alvar- leg þó að í flestum tilvikum gangi hún yfir án alvarlegra afleiðinga.“ Móttækilegur hópur Sú staðreynd að hettusóttin hefur nú skotið kollinum upp aftur sýnir að sögn Þórólfs að það sé fólk í samfé- laginu sem sé móttækilegt fyrir þess- um sýkingum. „Og það gildir í raun um allar sýkingar. Ef það er ákveðinn fjöldi einstaklinga sem ekki er varinn, hef- ur ekki verið bólusettur eða fengið sýkingu, þá geta blossað upp svona litlir faraldrar. Það gildir um alla sjúk- dóma. Við höfum blessunarlega verið að mestu laus við þetta þó að eitt og eitt tilfelli hafi greinst. En ekki svona stór hópur eins og núna.“ En bólu- setning ein og sér þýðir ekki endilega að fólk sé fullkomlega öruggt. Þórólfur segir að í hinu svokallaða MMR-bólu- efni, sem gefið er við 18 mánaða og tólf ára aldur í dag við hettusótt, rauð- um hundum og mislingum, sé hettu- sóttarþátturinn veikastur og gefi minnsta vörn af efnunum þremur. „Þó að einstaklingar hafi verið bólu- settir er mögulegt að þeir geti fengið hettusóttina en þó í vægara formi. En það eru miklu minni líkur á að einstaklingar fái hettusótt ef þeir eru bólusettir. Þess vegna hvetjum við til bólusetningar.“ Ef þig grunar að þú hafir ekki fengið hettusótt eða bólusetningu á sínum tíma er þér bent á að hafa samband við þína heilsugæslustöð. En er nóg til af bóluefninu? „Ekki alveg nóg. En ég held að það sé enn nóg til en ef það vantar meira þá verður brugðist við því.“ n Ert þú með hettusótt? Einkennin og smitleiðir Hettusótt er smitandi veirusýking sem leggst oftar á börn en full­ orðna. Sýkingin er yfirleitt hættu­ laus og gengur fljótt yfir en hún er þekkt fyrir að valda alvarlegum fylgikvillum sérstak­ lega hjá unglingum og fullorðnum. Smitleiðir Smit berst með úða frá öndunar­ færum t.d. með hnerra. Meðgöngutími sjúkdómsins, sá tími sem líður frá því að einstaklingur smitast og þar til sjúkdómseinkenni koma fram, er um 2–3 vikur. Einkenni Einkenni sjúkdómsins eru oftast væg hjá börnum en leggjast þyngra á unglinga og fullorðna. Helstu einkenni eru hiti, slappleiki, bólga og særindi í munn­ vatnskirtlum, höfuðverkur, erfiðleiki við að tyggja og lystarleysi. Alvarlegir fylgikvillar geta verið heilabólga, heyrnarskerðing, bólga í brjóstum, briskirtli, eggjastokkum eða eistum sem getur valdið ófrjósemi. Greining og meðferð Ef grunur eru um smit, leitið til læknis. Staðfesting fæst með mótefnamæl­ ingu í blóði eða ræktun veirunnar í munnvatni. Engin sértæk meðferð er til en sjúklingum er ráðlagt að drekka vel, vera í hvíld og nota verkjalyf. Halda skal börnum heima þar til einkenni sjúkdómsins hafa gengið yfir. Í alvarlegri tilvikum getur þurft að leggja sjúklinga inn á sjúkrahús. Hvetja til bólusetningar Þórólfur Guðnason, settur sóttvarnarlæknir, segir að embætti landlæknis hvetji alla sem telja sig ekki hafa fengið hettusótt eða bólusetningu við veirunni til að láta bólusetja sig. Það eigi við fólk sem fætt er á aldrinum 1980 til 1990. Mynd SiGtryGGur Ari „Þetta er yfirleitt fólk fætt upp úr 1980 til 1990. Það er einmitt sá hópur sem við höfum áður bent á að missti af bólu- setningu á sínum tíma því hún hófst 1989. Vörn Börn fá MMR­bóluefnið við 18 mánaða og tólf ára aldur en það er við hettusótt, rauðum hundum og mislingum. Hettusóttarþátturinn er þó veikastur og gefur minnsta vörn af efnunum þremur. n 30 staðfest tilfelli og margir móttækilegir n Ert þú í áhættuhópi? Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is 6.590 kr. m.vsk. HVAR KAUPIR ÞÚ TÓNER? Iðnaðar­ víkingarnir handteknir Þrír Írar, sem undanfarið hafa boð- ið borgarbúum þjónustu við hús og garða og hafa orð á sér fyrir sviksemi og ógnandi framkomu, voru teknir til yfirheyrslu á miðvikudag hjá lög- reglu. Eftir að mennirnir voru látnir lausir lenti einn þeirra í átökum við íbúa í Vogahverfi. Lögreglan biður fólk áfram um að vera á varðbergi gagnvart ótrúverðugum tilboðum um þjónustu við húseignir og garða en vonast til að mennirnir hafi látið af starfsemi sinni. Einn af þeim sem hefur kært Írana er íbúi í Vogahverfi. Einn Ír- anna hélt þangað á miðvikudags- kvöld til að ræða málið við kæranda og kom þá til harðvítugrar deilu milli mannanna svo lögregla var kölluð á vettvang og skakkaði leikinn. Kær- ur á mennina eru á borði lögreglu. Mennirnir dveljast enn hér á landi. „Svona er bara lífið“ „Svona er bara lífið,“ segir Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður. Hann var úrskurðaður gjaldþrota í sept- ember á síðasta ári en skiptum á búi hans lauk í lok júní samkvæmt til- kynningu í Lög- birtingablaðinu. Þar kemur fram að lýstar kröfur í búið hafi verið tæplega 142 milljónir króna en Eyjólfur missti heimili sitt vegna þess að hann tók myntkörfulán fyrir einbýlishúsinu. Fregnirnar um upphæð gjald- þrotsins koma Eyjólfi á óvart þegar DV hafði samband við hann. „Rúm- lega 40 milljóna króna lán sem end- aði í 140 milljónum,“ segir hann og bætir við að þetta hafi verið tvö stökkbreytt lán sem hann hafi ekki getað greitt af. „Ég er ekkert bitur yfir þessu. Svona lagað gerist og lífið heldur bara áfram,“ segir tónlistar- maðurinn sívinsæli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.