Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2015, Blaðsíða 19
Helgarblað 10.–13. júlí 2015 Fólk Viðtal 19
okkur, bæði góðum og slæmum. Lög-
reglan hélt því fram að við hefðum
slæm áhrif á þessa krakka og það væri
okkur að kenna ef eitthvað gerðist.“
Hann segir að ofsóknir lög-
reglunnar hafi gengið svo langt að
hann hafi verið yfirheyrður vegna
beinskeyttra texta Sjálfsfróunar.
„Fíkniefnalögreglan mætti á tónleika
til að bögga okkur. Ég var einu sinni
tekinn rétt eftir tónleika vegna ein-
hverra grunsemda sem enginn stóll
var fyrir. Varðstjórinn hélt því fram að
það væri bannað að vera með gadda-
belti eða bannað að vera í þessum
fötum. En ég svaraði bara því að ég
hefði keypt þetta í búð og hann gæti
handtekið búðareigandann ef hann
hefði eitthvað á móti þessu. Þá ætl-
aði hann að vera rosalega sniðugur
að láta mig kryfja texta hljómsveitar-
innar. Það endaði með því að ég var
sendur heim – ekki settur inn.“
Nennir ekki að vera þunnur
Álfur segir að vissulega hafi vímuefni
verið hluti af líferni margra pönkara
á þessum tíma, en honum fannst það
einfaldlega leiðinlegt til lengdar.
„Sumir drukku, aðrir reyktu og
enn aðrir fóru í harðara stöff. Þú sérð
það að fyrsti bassaleikari Sjálfsfróun-
ar dó úr heróínneyslu, hinn bassa-
og gítarleikarinn og söngvarinn dó
þegar hann keyrði á tré á fylleríi í
Danmörku. Það er ekkert hægt að
fela það og segja að við höfum verið
einhverjir englar. En eins og allt ann-
að vex þetta af manni. Maður nennir
ekkert að vera fullur eða þunnur alla
laugardaga og sunnudaga. Sérstak-
lega þegar maður er kominn með
krakka. Maður vill eyða tíma með
þeim og gera eitthvað heilbrigt frekar
en að láta þau bara horfa á sjónvarp-
ið vegna þess að maður er með haus-
verk,“ segir Álfur.
„En þessi eiturlyf eru líka bara
svo mikið vesen að maður nenn-
ir ekki að standa í því á endanum
– sem er mjög gott. Ég segi oft við
útlendinga að það sé í raun draumur
að búa hérna: þú ert ekki með þessi
hörðu eiturlyf. Jú, þú ert með kókaín
en ekkert heróín – og þetta er ekkert
hvar sem er. Ef þú ert með börn get-
ur þú látið þau leika sér nánast hvar
sem er úti. Það eina slæma er helvít-
is pólitíkin. Annars er ekki hægt að
setja neitt út á þetta land. Ekkert
frekar en önnur lönd, en pólitíkin er
virkilega að fara með þetta.“
Kumlið grafið upp
Síðan Sjálfsfróun gaf upp öndina
hefur Álfur unnið að ýmissi list-
sköpun: teiknað, málað, samið ljóð
og öskrað með hljómsveitunum
Hrafnaþingi og Kumli. „Ég elska tón-
list. Ég er kannski ekkert sérstakur í
að gera texta en ég lifi mig inn í það,“
segir hann.
Að undanförnu hefur Álfur ein-
beitt sér að því að grafa upp og
endurvekja Kumlið sem starfaði und-
ir lok tíunda áratugarins. „Kumlið var
stofnað 1996. Svo tókum okkur góða
pásu, en núna erum við að koma
saman aftur og viðbrögðin hafa ver-
ið þvílík. Fólk hefur greinilega ekki
gleymt okkur, eftir hvað? 17 ár!“
Sveitin lék á tónleikum á Dillon
um síðustu helgi og nú eru fyrirhug-
aðir þrennir tónleikar, í Egilsbúð í
Neskaupstað á laugardagskvöld, 17.
júlí á Bar 11 í Reykjavík og á tón-
listarhátíðinni Norðanpaunk sem
fer fram á Laugarbakka um versl-
unarmannahelgina. Þegar hann
er beðinn um að lýsa tónlistinni er
svarið einfalt. „Þetta er pönk, eða ég
kalla það pönk, það eru samt ekki
allir sammála um það.“
Stoltur verkamaður
Álfur gekk ekki í grunnskóla þegar
hann flutti til landsins – námið
kláraði hann nýlega í Mími – heldur
byrjaði strax í vinnu; fyrst í saltfiski,
en síðar í Kassagerðinni, sorphirðu,
ýmiss konar byggingarvinnu og öðr-
um verkefnum. „Ég fór bara í vinnu
strax og ég kom hingað. Var sendur í
saltfisk um leið og ég kom. Þar var ég
rekinn út af einhverjum helvítis for-
dómum og ég endaði með því að fara
bara í almenna verkamannavinnu.“
Sumir vinnuveitendur nýttu sér
fáfræði þessa útlenda undarlega út-
lítandi unglings um réttindi sín.
Hann var meðal annars rekinn eft-
ir að hann lenti í vinnuslysi í Kassa-
gerðinni – þar sem höndin var næst-
um því klippt af. En þrátt fyrir þetta
segist hann alltaf hafa verið stoltur af
því að vera verkamaður.
„Það er fyrst núna í dag sem ég
er ekki lengur sáttur við það. Það er
orðið smánarlegt hvernig farið er
með verkamenn, maður nær ekki
endum saman þó að maður vinni
12 tíma á dag. Þetta er bara rugl. En
fram að deginum í dag var ég mjög
stoltur af því að vera verkamanna-
blók. Ég ætla nú ekki að segja að ég
hafi alltaf verið mjög duglegur. Ég tók
alveg tímabil þar sem ég sagði: „fokk
itt ég fer bara á atvinnuleysisbætur
og geri ekki neitt.“ En þorrann af tím-
anum hef ég unnið bara af því að ég
nenni ekkert að hanga. Það er leiðin-
legt til lengdar að vera iðjuleysingi,“
segir Álfur og hlær.
„Þó ég telji mig vera anarkista
þá er ég mjög sáttur við að vinna og
borga skatta í menntakerfið og heil-
brigðiskerfið og þetta. Ég held að það
sé stór misskilningur að þeir sem
kalli sig anarkista hafi alltaf eitthvað
skítt á móti samfélaginu sem slíku.
Ég er alveg til í að leggja mitt af mörk-
um ef peningarnir fara eitthvert ann-
að en í vasann hjá Sigmundi Davíð.“
Undanfarin þrjú ár hefur Álf-
ur starfað sem bensínafgreiðslu-
maður við Miklubraut. Hann seg-
ir starfið henta sér vel þrátt fyrir
m
óhíkaninn
„Ég vissi
um
upphitaðar
ruslakompur,
þannig að
maður var í
góðum málum
Verð með hanakamb á elliheimilinu
Álfur rakaði fyrst á sig hanakamb fjórtán ára
gamall og mun skarta honum allt þar til hann
drepst – ef hann verður ekki sköllóttur.