Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2015, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2015, Blaðsíða 28
28 Lífsstíll Helgarblað 10.–13. júlí 2015 Alhliða veisluþjónusta Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is Eingöngu fyrsta flokks hráefni Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir Gerðu daginn eftirminnilegan Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming Flenging á álFtanesi s ársauki er hluti af kynlífi margra og fólk þarf ekki endi- lega að skilgreina sig hlynnt BDSM-kynlífi (Bindi-, drottn- un/undirgefni, sadó/masók- ismi og munalosti) til að njóta þess að bíta, klóra eða slá á góðri stund. Þegar við upplifum sársauka bregst líkam- inn við með því að framleiða adrena- lín og endorfín, hormón sem vinna gegn sársaukanum á náttúrulegan hátt með því að framkalla vellíðan. Þetta er það sama og gerist þegar lík- amanum er ofboðið til dæmis með langhlaupi og fólk upplifir hina eftir- sóttu hlaupavímu. Þess vegna er ekk- ert undarlegt að dálítill sársauki kitli og geti haft magnandi áhrif á losta. Rassskellingar virðast vera nokkuð algengar í ástarleikjum og geta verið allt frá dulitlu dangli í safaríkan bak- hluta þeirrar/þess sem tekin/n er aftan frá, og upp í hárnákvæma flengileiki þar sem áhöld eru notuð og mikill undirbúningur hefur átt sér stað. Kona rassskellir karl Hér á eftir fer frásögn drottnandi konu sem rassskellti undirgefinn mann á heimili hans á Álftanesi ný- verið. Hún er gift, í opnu sambandi, og hann er einhleypur. Vikulega hitt- ast þau og stunda leiki sem snúast um vald og sársauka: Ég hef aldrei rassskellt börnin mín, enda væri það ofbeldi gagnvart þeim. Sjálf hef ég óljósa minningu af að hafa verið rassskellt á beran bossann. Ég var ófær um að verja mig enda var gerandinn fullorðinn og ég barn. Sárs- aukann og skömmina man ég vel. Mér var sagt að ég ætti þetta skilið og ég gat ekki annað en að taka út refsinguna. Ég man þó ekki eftir að hafa grátið. Nú orðið græt ég bara þegar ég er mjög reið eða örvingluð, og það ger- ist sárasjaldan. Oft finnst mér að grát- urinn sé inni í mér eins og súrdeigs- brauð sem er búið að hefast í langan, langan tíma. Þess vegna samgleðst ég innilega manninum sem liggur nakinn yfir læri mér og kjökrar. Ég strýk honum með lófanum á heitan og rauðan blettinn á rasskinninni áður en ég munda spaðann til að skella aftur. Verðlaunin hans Gráturinn sem ég heyri er ekki hræðslugrátur. Þetta er ekki heldur uppgjafargrátur full- orðins manns sem er búinn að tapa öllu. Samt einhvers konar uppgjöf sem felst í að geta sleppt takinu af því sem íþyngir. Hann er búinn að vinna hörðum höndum að því að fá að upplifa þessa stund með mér. Hann hef- ur þjónað mér og hlýtt og uppsker nú launin. Ég er ekki að refsa honum, held- ur hefur hann tekið með- vitaða ákvörðun um að fá að þjást og gengst við ákvörðuninni án þess að skammast sín. Hann er fullur trausts gagnvart mér. Stundin er náin og kærleiks- rík, jafnvel þó ég sé að meiða hann. Þetta er annars konar sársauki og annars konar grátur. Heilandi tilfinning Fyrir mig er þetta heilandi. Mér finnst þetta gott, á mjög sérstakan hátt, því ég er afslöppuð og finn að ég er að veita honum lausn í gegnum eitt- hvað sem hann er lengi búinn að þrá. Reiðin er víðsfjarri og þó að ég heyri hann gráta er vorkunn álíka fjar- læg tilfinning. Eftir að flengingunni lýkur samgleðst ég honum og er sátt og sæl á leiðinni heim. Manninn skildi ég eftir á forstofugólf- inu sínu, nak- inn í sælu- vímu. n n sársauki n adrenalín n algleymi Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is „Ég strýk honum með lófanum á heitan og rauðan blett- inn á rasskinninni áður en ég munda spaðann til að skella aftur. Drottnandi kona Á leið á Álftanesið! Kynlífsórar kannaðir Taktu þátt í alþjóðlegri rannsókn s tærsta könnun sem hefur ver- ið gerð á kynferðislegum órum kvenna og karla stendur nú yfir. Sálfræðingurinn Justin J. Lehmiller stendur að rannsókn- inni, en hann er virtur á sviði félags- sálfræði og kynfræða fyrir rannsóknir sínar og skrif. Tilgangur rannsóknar- innar er að öðlast betri skilning á því hvers konar kynferðislegir órar bær- ast innra með fólki og hvernig órarn- ir geta verið mismunandi eftir þjóð- félagshópum. Einnig er ætlunin að skoða hvaðan órarnir eru sprottnir og hvaða þýðingu þeir hafa. Allir sem eru eldri en 18 ára geta tekið þátt í könnuninni sem tekur um hálftíma að fylla út – tíminn fer þó eftir því hversu nákvæmum lýs- ingum á kynlífsórum fólk er tilbúið að deila. Upplýsingunum er safnað í gegnum netsíðu rannsóknarinnar en persónuatriði eru ekki rekjanleg. Spurt er um kynlífsóra ásamt ýmsu um persónuleika og kynferðislega sögu þátttakenda. Nú þegar hafa á níunda þúsund tekið þátt í könnuninni. Ef lesendur hafa áhuga á að taka þátt í könnun- inni, og stuðla þannig að framför- um á kynlífsvísindasviðinu er hægt að heimsækja síðuna www.lehmiller. com og nálgast frekari upplýsingar. n Nýja 50 Shades -bókin er að gera allt vitlaust Hinn þó nokkuð hugmyndaríki og lostafulli rithöfundur E.L. James hefur sent frá sér enn eina bókina um auðmann- inn Christi- an Grey sem virðir ekki mörk pastur- lítillar ást- konu sinnar, Anastasiu Steele. Að þessu sinni er sagan sögð frá sjónarhorni herra Grey, en bókin ber heitið Grey: 50 Shades of Grey as told by Christ- ian. Vissulega hlýtur það að teljast áhugavert sjónarhorn, að skoða kynlífsupplifun út frá meira en einu sjónarhorni, en hin 52 ára Erica þykir mögulega hafa skotið sig í fótinn með kynningarstarfinu sem fylgdi í kjölfar útkomu bók- arinnar um miðjan júní síðast- liðinn. Eitt af því sem hún bauð „aðdáendum“ sínum upp á var að svara spurningum á Twitter, en þær tóku fljótt að snúast um þá miklu umræðu sem upprunalega trílógían skapaði um samþykki í kynlífi og nauðgunarmenn- ingu. Það verður spennandi að sjá hvort fjórða bókin muni seljast í bílförmum líkt og þær þrjár sem á undan komu, en fyrsta upplagið var 1,25 milljónir eintaka. E.L. James

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.