Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2015, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2015, Blaðsíða 23
Helgarblað 10.–13. júlí 2015 Fólk Viðtal 23 um pælingum. Ég er tilbúnari í þetta í dag. Enda sé ég hvað það hefði ver­ ið flókið að blanda þessu saman, tón­ listinni og barneignum, það er svolítið mikið púsl og partur af því af hverju ég frestaði þessu. Ég gat ekki séð mig fyrir mér á ferðalögum með barn. Núna njótum við bara lífsins í sveitinni, förum út að leika og tínum orma og svona. Ég sé ekki sólina fyrir henni og kannski er ég alltof lin við hana. Hún er bara svo skemmtileg og glöð og þetta er allt svo gaman.“ Pressa á barnlausa Hún viðurkennir að hafa fundið fyrir pressu þar sem hún var svo lengi barnlaus. „Það var mikið átak hjá fjöl­ skyldunni þegar ég var þrítug en svo gáfust allir upp. Það voru allir hætt­ ir að spyrja mig þegar hún kom. Þessi pressa er undarleg því sumir velja ein­ faldlega að eignast ekki börn og það er allt í lagi. Ég hafði jafnvel heyrt að þar sem ég væri í músík yrði ég bara þessi skrítna týpa úti í sveit með 15 ketti. Ég er komin með tvo ketti og eitt barn svo „crazy catlady“ fær að vera með,“ segir hún og neitar frekari barneignarplön­ um. „Þetta er svolítil vinna og tekur á á gamalsaldri en maður veit aldrei. Við sjáum hvað setur. Annars er ég mjög ánægð með Sölku. Maður má ekki vera frekur á svona hluti.“ Stelpur feimnari Kolrassa kom eins og ferskur vindur inn í tónlistarsenuna 1992 þar sem dauðarokkið hafði verið allsráðandi og Elíza fellst á þá fullyrðingu blaða­ manns að sveitin hafi jafnvel verið á undan sinni samtíð. „Líklega, en samt alveg án þess að vera meðvitaðar um það. Við vorum allavega ekki á eft­ ir tíðarandanum. Svo þegar maður skoðar rannsóknir um konur í tónlist verð ég enn stoltari yfir því sem við gerðum. Það er tíu sinnum erfiðara fyrir konur að brjótast fram sem tón­ listarmenn, þetta er svo karllægur heimur. En við vorum ekkert að pæla í slíku og trúðum því að við gætum gert allt sem okkur langaði til að gera. Sem betur fer, annars hefðum við aldrei farið af stað. Ég er mjög stolt af því hvað við vor­ um duglegar og metnaðargjarnar. Konur mega alveg vera metnaðar­ gjarnar. Ég held að það þyki ennþá dálítið skrítið að vera stelpa í hljóm­ sveit. Ég hefði viljað sjá meiri þróun. Það þarf sterkar týpur til að brjótast út. Einhverra hluta vegna eru stelpur feimnari og passa sig meira. Þær eru hræddar við að vera dæmdar fyrir það sem þær gera. Kannski sussum við of mikið á þær og segjum þeim að vera góðar og penar, sem er náttúr­ lega algjört bull,“ segir Elíza sem kennir í grunnskóla á Suðurnesjum. „Ég er stanslaust að reyna að draga stelpurnar út úr skelinni og reyna að ýta þeim til þess að vera frakkar og bara láta vaða. Ég reyni að vera hvetj­ andi og meðvituð um það sem ég segi og stoppa af og leiðrétta alla kynjaða staðla. Við þurfum á meiri háttar sam­ félagsbreytingu að halda. Í dag er mikil vakning í gangi og vonandi eiga kven­ listamenn og fyrirmyndir framtíðar­ innar eftir að brjótast út. Stelpurn­ ar í Mammút, Sóley og allar þessar Kítón­stelpur og Reykjavíkurdætur, þetta eru algjörir snillingar sem eru að taka á þessari ímynd að stelpur eigi bara að vera sætar úti í horni og sýna að þær geta verið öll flóran,“ segir hún og bætir við að hennar fyrirmynd­ ir hafi verið Dóra Wonder, Risaeðlan, Ragga Gísla, Björk og Andrea Gylfa. „Þetta voru öðruvísi týpur og ótrúlega mikilvægar fyrirmyndir sem gáfu mér, nördinu í Keflavík, innblástur.“ Ekki bara grúpppíur Elíza var nýorðin 17 ára þegar hún varð landsfræg á einni nóttu. „Ég var heppin og átti fína foreldra sem héldu mér á jörðinni og sögðu mér að ég gæti verið í tónlist svo lengi sem ég stund­ aði skólann. Þetta fór ágætlega af stað hjá okkur stelpunum en þegar við urð­ um eldri og fórum að túra erlendis fór maður á smá egóflipp. Maður verður að fá að gera það líka. Annars fylgdi þessu ekki svo mikið djamm. Allavega ekki fyrst um sinn en þegar við vorum komnar út og drykkirnir voru fríir vor­ um við bara eins og aðrir Íslendingar og sögðum ekki nei. Það var tekið á því en við lifðum þetta öll af. Mað­ ur var ungur, ég myndi ekki nenna þessu í dag. Ég held samt að við höf­ um verið frekar heilbrigðar miðað við hvað við vorum ungar og hvað við vorum að gera,“ segir Elíza sem von­ ast til þess að Kolrassa hafi haft ein­ hver áhrif. „Vonandi einhvers staðar. Allavega koma stelpur til mín reglu­ lega og segja mér að Drápa, eða eitt­ hvert af lögunum okkar, hafi breytt lífi þeirra. Vonandi hefur tónlistin orðið til þess að einhver hafi tekið upp gítar og byrjað að spila í stað þess að hlusta bara á strákana. Við stofnuðum hljóm­ sveitina á sínum tíma af því að við vild­ um ekki bara vera grúppíur. Við höfð­ um tekið viðtal fyrir skólablaðið við hljómsveitina Pandóru sem við dýrk­ uðum og uppgötvuðum þá að við vor­ um bara grúpppíur. Það fannst okk­ ur ekki ganga og ákváðum að stofna okkar eigin sveit svo strákarnir gætu farið að elta okkur. Það var kveikjan; að taka sjálfar stjórnina,“ segir hún og bætir við að á meðan sumir hafi ver­ ið ánægðir hafi öðrum ekki litist jafn vel á. „Við fengum strax sterk viðbrögð. Sumum fannst þetta flott en aðrir voru hræddir. Við vorum miklir töffarar og héldum til dæmis anti­strip á skóla­ árshátíð; fórum inn á sviðið á nær­ fötunum og klæddum okkur í fötin. Við reyndum að gera sem mest til að vekja athygli og hneyksla fólk. Hljóm­ sveitastrákar tóku okkur ekki alvarlega fyrr en við unnum Músík tilraunir og við upplifðum okkur aldrei fyrir utan senuna eftir það,“ segir hún og játar því að Kolrassa hafi verið feminísk hljóm­ sveit með meiningar. „Algjörlega, en samt án þess að gera okkur grein fyrir því. Við vorum bara nokkrar stelpur í gengi sem stunduðu ekki íþróttir en hlustuðu á tónlist. Saman gátum við allt sem við höfðum kannski ekki kjark til að gera einar. Ég mæli með slíkri samstöðu. Við gengum um í hóp, með stæla, algjörlega í okkar eigin heimi. Ég fann hvað ég fékk mikinn kraft úr þessum hópi þegar ég byrjaði minn sólóferil. Þá varð allt miklu erfiðara og sjálfstraustið hrundi. Ég hafði ekki gengið mitt í kringum mig.“ Barnalegur Chris Martin Kolrassa, sem síðar breyttist í Bella­ trix, ferðaðist um heiminn um árabil, gaf út fimm plötur og túraði með­ al annars með þáverandi nýliðum í Coldplay með Chris Martin í farar­ broddi. „Þeir voru ekki eins frægir og við,“ segir hún brosandi en stundum hitaði Kolrassa upp fyrir Coldplay og svo öfugt. „Það er ekki oft sem maður hittir svo metnaðarfullt og fókuserað fólk. Maður sá strax að þarna var eitt­ hvað spes í gangi og mig grunaði fljótt að þeim ætti eftir að ganga vel en mér datt aldrei í hug að þeir ættu eftir að ná svona rosalega langt; að þetta yrði svona Hollywood­súperstar dæmi,“ segir hún og bætir aðspurð við að Chris Martin hafi verið fínn gaur. „Hann var líka æstur, metnaðargjarn, barnalegur og óreyndur. Þótt við í Kol­ rössu værum líka ung þá vorum við reynsluboltarnir, töffararnir sem voru að segja þeim til. En þeir hafa lært mikið síðan, enda fengu þeir góð ráð í byrjun,“ segir hún hlæjandi. Óperan á hakanum Elíza er að vinna að sinni fjórðu sóló­ plötu og útilokar ekki frekari endur­ komu Kolrössu. „Við fengum svo já­ kvæð viðbrögð og erum að skoða hvað við getum gert. Við viljum gera góða hluti, ekki hvað sem er. Mér liggur ekkert á með plötuna enda er lífið svo rólegt í sveitinni,“ segir hún og bæt­ ir við að um rokkaðri plötu en áður verði að ræða. „Þetta er smá áskorun á mig; að sofna ekki þótt ég sé orðin fertug. Það má rokka eftir fertugt. Þá þarf alls ekkert allt að vera krúttlegt,“ segir Elíza sem fagnar hækkandi aldri. „Mér finnst fínt að eldast. Loksins hef ég hent þessari útlitsdýrkun endan­ lega út um gluggann. Með aldrinum verður maður rólegri í sér og leyfir egóinu að hvíla sig og þá verður allt léttara. Ég er mjög sátt við að eldast en ég vona að ég haldi heilsu til að vera í stuði, það er aðalatriðið,“ segir Elíza sem langar til að pússa rykið af óperu­ röddinni í framtíðinni. „Óperan situr á hakanum eins og er en það er klárlega eitthvað sem ég þarf að skoða aftur. Mér fannst gaman að læra óperusöng en það eru aðeins of margar reglur. Mig hefur meira langað til að búa til mína eigin tónlist og fá að stjórna því hvernig ég set hana fram. Annars væri snilld að gefa út fyrstu óperusóló­ plötuna. Það er aldrei að vita hvort það gerist í ellinni. Það er alltaf gott að hafa eitthvað til að hlakka til. Sannleikur í tónlistinni Varðandi framtíðina segist hún enn í leit að flottasta laginu en nýja lagið hennar, Fagurgalinn, mun koma út á næstu dögum. „Ég er alltaf að leita að þessum sannleika í tónlistinni. Ég gæti dælt út popplögunum og gert alls konar vitleysu en er alltaf að bíða eftir því að hafa eitthvað að segja, að eitthvað liggi mér á hjarta. Ég hef þá kröfu til mín að vera sönn sjálfri mér. Ég er mjög sátt þegar ég horfi til baka. Ég hef gert það sem ég vil, hlustað á mína innri rödd og farið eftir henni í stað þess að velja það vinsælasta eða sniðuga hverju sinni. Slíkt skiptir ekki máli því það sem maður hefur að segja þarf að vera einlægt. Á meðan löngunin til að semja lög er til staðar held ég áfram. Maður slekkur ekkert á því þótt maður sé orðinn fertugur eða hafi eignast börn.“ n Orðin mamma Elíza ásamt Sölku Sigurlilju sem verður tveggja ára í júlí. Mæðgur Elíza og Eygló, móðir hennar. Myndin var tekin í London árið 2004 á The weather project, Tate Modern eftir Ólaf Elíasson. Mynd Úr EinkaSafni „Ég sakna hennar á hverjum degi en maður lærir að lifa með þessu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.