Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2015, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2015, Blaðsíða 35
Helgarblað 10.–13. júlí 2015 Fólk 35 Á R N A S Y N IR HÚSAVÍK AKUREYRI SAUÐÁRKRÓKUR ÍSAFJÖRÐUR REYKJAVÍKKEFLAVÍK HÖFN EGILSSTAÐIR AVIS bílaleiga sími 591 4000 – avis.is VANTAR ÞIG BÍL? n Leitar að rottulausri íbúð vel í leiklistarnáminu. Upphaflega ætlaði hún í annan skóla þar sem mest áhersla er lögð á söngleiki, en áttaði sig á því að hún vildi ekki vera föst í þeim bransa. Vildi frekar kafa djúpt í leiklistina en búa samt að bæði söngnum og dansinum. Fetar í fótspor Hollywood-leikara The American Academy of Dramatic Arts er elsti enskumælandi leik- listarskólinn í heiminum og þykir mjög virtur. Þar lærðu meðal annars Rob ert Redford, Paul Rudd, Anne Hathaway, Grace Kelly og fleiri. Þótt Unnur vilji ekki gera neitt sérstak- lega mikið úr því að veggir skólans séu prýddir myndum af útskrifuð- um Hollywood-leikurum, þá viður- kennir hún að henni þyki gaman að virða þær fyrir sér. Og jafnframt virðingarvert að feta í fótspor þeirra. Unnur er líka mjög hrifin af kennurunum við skólann þótt hún segi þá alla „snargeðveika“. „Þeir eru flestir algjörar steríótýpur af leiklist- arkennurum sem voru á Broadway á sínum tíma, búnir að leika í fjölda bíómynda og bransinn gekk frá þeim,“ segir hún hlæjandi. „En ég lít mikið upp til þeirra og finn hvað þeir hafa hjálpað mér mikið. Ég finn alveg að þeim þykir vænt um nem- endurna.“ Bjó með músafjölskyldu Unnur er nú í sumarfríi á Íslandi, þó reyndar sé ekki um mikið frí að ræða. Hún er að vinna hjá auglýs- ingastofunni Jónsson & Le‘macks og verður í því þangað til hún fer aft- ur út eftir rúma viku. Þá þarf hún að fara í að finna sér nýtt húsnæði áður en skólinn byrjar um miðjan ágúst. „Þá hefst það hark að finna góða og rottulausa íbúð í New York,“ seg- ir hún hlæjandi. Það leynir sér ekki á kaldhæðnislegum hlátrinum að ýmislegt hefur gengið á í húsnæð- ismálum síðan hún flutti út síðasta haust. „Ég var fyrst á heimavist á vegum skólans þar sem við sáum mús í eldhúsinu á hverjum degi. Svo ákvað hún að eignast músarunga, þannig að við vorum með heila músafjölskyldu inni í eldhúsi. Mjög huggulegt.“ Eftir eina önn á heimavistinni flutti Unnur því til frænku sinnar en í haust ætla hún og skólasystir henn- ar að leigja sér íbúð saman. „Það er mjög erfitt til lengdar að búa með tólf stelpum á sömu hæð og sofa í koju, en vera samt að borga jafn mikið og fyrir einbýlishús á Íslandi. Það var samt eina lausnin fyrir mig í upphafi því ég þekkti borgina ekki neitt. Maður þarf að vera búin að kynna sér hverfin og vera á staðn- um til að fá almennilega íbúð,“ út- skýrir hún. Ætlar að hasla sér völl sem Elsa Margir þekkja Unni sem Sollu stirðu, en hún hefur brugðið sér í hlutverk hennar á barnaskemmtunum víða um land síðustu fimm ár eða svo, ásamt Íþróttaálfinum. Hún segir þá reynslu hafa nýst sér mjög vel, bæði í náminu og í lífinu sjálfu. „Þegar ég er að skemmta með Íþróttaálfin- um, Dýra Kristjánssyni, þá erum við aldrei með neitt handrit. Við ákveð- um bara hvað við ætlum að gera og svo spinnum við uppi á sviði. Það hefur nýst mér í spunatímum úti, ég er orðin svo fljót að hugsa.“ Solluhlutverkið fylgdi Unni ekki út en rétt áður en hún hélt til Íslands bauðst henni að leika aðra vinsæla sögupersónu – enga aðra en Elsu í Frozen. „Ég skráði mig á leikprufu- síður og það hafði samband við mig maður og bað mig um að leika Elsu í barnaafmæli. Ég er auðvitað með sítt, ljóst hár og hann sagði að ef ég fengi mér Elsu-kjól þá gæti ég farið að syngja í barnaafmælum og feng- ið rosalega mikinn pening fyrir það. Ég er búin að skemmta í barnaaf- mælum sem Solla í fimm ár svo ég veit hvað krakkarnir vilja. Þannig að hver veit nema ég skelli mér í Elsu- búning og fari að skemmta banda- rískum krökkum aðra hverja helgi,“ segir Unnur kímin. Hún á tvö ár eftir af náminu svo hún hefur nógan tíma til að hasla sér völl sem Elsa. Eftir ársnám til við- bótar útskrifast hún í raun sem leik- kona, en hún ætlar að bæta þriðja árinu við, í samstarfi við annan há- skóla, og útskrifast þá með BFA- gráðu. Hvað gerist svo í framhaldinu segir hún óráðið. „Ég stefni auðvit- að á að vinna við áhugamálin mín; leiklistina, dansinn og sönginn. Það væri draumur að fá borgað fyrir að gera það sem mér þykir skemmti- legast að gera, og geta lifað á því,“ segir þessi lífsglaða unga kona að lokum. n Sjarmerandi að vera fátæk í New York

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.