Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2015, Blaðsíða 7
Fréttir 7
Gríðarleg fjölgun
ferðamanna til Eyja
Landeyjahöfn hefur hins vegar
ýmsa kosti. Styttri ferðatími gerir
það að verkum að ferðamönnum
fjölgar verulega þegar fært er. „Vorið
var erfitt en síðan höfnin var opnuð
hefur gengið gríðarlega vel. Þegar
við sigldum til Þorlákshafnar komu
mest 16 þúsund manns til Eyja í
júní 2009 en í ár sigldu 50 þúsund
manns í júní. Það er því gríðarleg
breyting. Þegar þetta virkar þá er
þetta alveg stórkostlegt en að sama
skapi afar svekkjandi þegar þetta
virkar ekki eins og að var stefnt,“
segir Gunnlaugur Grettisson,
rekstrarstjóri Herjólfs.
„Frá árinu 2010 hafa þetta ver-
ið um átta mánuðir á ári sem við
siglum til Landeyjahafnar og síð-
an fjórir þar sem við þurfum
að sigla til Þorlákshafnar,“ segir
Gunnlaugur. n
Helgarblað 10.–13. júlí 2015
Ef þú hleypur 10 kílómetra notarðu
jafnmikla orku og þarf til að hafa kveikt
á einum ljósastaur í átta klukkustundir
Opið 10-17 alla daga til 30. ágúst.
Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir
Gagnvirkar orkusýningar Landsvirkjunar í Búrfelli
og Kröflu varpa ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum.
Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum
orkugjöfum; vatnsafli, jarðvarma og vindi.
Líttu við í sumar.
„Efast um að ný ferja breyti miklu“
höfn n Margt gagnrýnisvert við smíði nýrrar ferju
Fimm tilkynningar til Rann-
sóknarnefndar samgönguslysa
Síðan Landeyjahöfn var tekin í notkun hafa fimm tilkynningar borist til Rann-
sóknarnefndar samgönguslysa vegna hættulegra aðstæðna sem skapast hafa við
innsiglinguna.
n 17. nóvember 2010: Skipið fær öldu undir sig og snýst í innsiglingunni. Skipstjóri nær að
snúa skipinu.
n 26. júní 2011: Löng alda ber skipið út af leið og litlu má muna. Skipstjóri nær stjórn á
skipinu með því að beita fullu vélarafli.
n 24. nóvember 2012: Ákoma við vestari hafnargarð veldur því að bakborðsskrúfa
skemmist.
n 28. nóvember 2013: Skipið fær á sig öldu og snýst um 35° til bakborða. Þegar skip-
stjóra tókst að rétta skipið af þá snerist það öðru sinni. Aðeins snarræði skipstjóra varð
þess valdandi að hægt var að rétta skipið af.
n 21. maí 2015: Brot myndast rétt fyrir framan skipið með þeim afleiðingum að það
kastast til austurs. Skipstjóri nær skipinu á stefnu en það lá undir stöðugum áföllum og
lét illa að stjórn alveg inn garðana.
Í skýrslum nefndarinnar um atvikin koma ítrekað í ljós áhyggjur viðbragðsaðila. Í skýrslu
vegna atviksins árið 2013 kemur fram að lögreglustjórinn á Hvolsvelli hefur miklar
áhyggjur af stöðu mála og að óbreyttu væri útilokað að bjarga fólki ef að eitthvað kæmi
upp á. „Síðan þá er búið að bæta aðgengi fram á hafnargörðunum. Það sem á eftir að
klára er að fjárfesta í björgunarbát. Ég reikna með að slíkur bátur kosti um 20 milljónir og
það er með öllu óásættanlegt að slíkt öryggisatriði sé ekki til staðar í stærstu farþega-
höfn landsins. Landeyja-
höfn er eina farþegahöfn
landsins sem hefur ekki
björgunarbát. Við getum
ekki treyst á að aðstæður
séu alltaf þannig að hjálp
berist úr Vestmanna-
eyjum ef eitthvað fer
úrskeiðis,“ segir Sveinn
Kristján Rúnarsson.
Ráðleggingar Grétars Mars
Athyglisvert er að lesa ræðurnar á Alþingi þegar ákveðið var
að leggjast í byggingu Landeyjahafnar.
Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins og
skipstjóri með 30 ára reynslu, hafði
miklar efasemdir um framkvæmdina
og varnaðarorð hans hafa ræst. Hann
taldi að hafnargarðarnir þyrftu að
vera 300 metrum utar, en skipstjóri
Herjólfs, Steinar Magnússon, hefur
kallað eftir því í fjölmiðlum og talað
um að höfnin væri ókláruð. Hann
gagnrýndi að tæknimenn hefðu borið
saman aðstæður í Norðursjó en þar
væri öldulag allt öðruvísi en hér í
Norðaustur-Atlantshafi. Hann varaði einnig við því að sandur
myndi ekki aðeins berast neðan sjávar inn í höfnina heldur
yrði mikið sandfok af fjörunni úr landi ofan í höfnina. Hann
sagði að ágiskun Siglingastofnunar um viðhaldsdýpkanir
upp á 25 þúsund rúmetra á ári væri skot út í loftið enda hefur
komið í ljós að magnið er að minnsta kosti tífalt meira.
Kristján L. Möller, samgönguráðherra á þeim tíma og einn
helsti hvatamaður framkvæmdarinnar, sagði í umræðunum að
málflutningur Grétars Mars væri ósannfærandi.
Gunnlaugur Grett-
isson, rekstrarstjóri
Herjólfs.
„Vorið var erfitt en síðan
höfnin var opnuð hefur
gengið gríðarlega vel,“
segir Gunnlaugur.