Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2015, Blaðsíða 6
6 Fréttir Helgarblað 10.–13. júlí 2015
Ef þú hleypur 10 kílómetra notarðu
jafnmikla orku og þarf til að hafa kveikt
á einum ljósastaur í átta klukkustundir
Opið 10-17 alla daga til 30. ágúst.
Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir
Gagnvirkar orkusýningar Landsvirkjunar í Búrfelli
og Kröflu varpa ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum.
Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum
orkugjöfum; vatnsafli, jarðvarma og vindi.
Líttu við í sumar.
„Efast um að ný ferja breyti miklu“
n Fimm tilkynningar til Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna atvika við Landeyja-
V
egagerðin vonast til að ný
ferja, sem henti betur fyrir
aðstæður á svæðinu, muni
verða til þess að Landeyja-
höfn verði heilsárshöfn
eins og að var stefnt þegar verkefn-
inu var ýtt úr vör. Viðmælendur DV,
sem þekkja aðstæður vel, telja það
útilokað auk þess sem að ný ferja
muni henta verr fyrir siglingar til
Þorlákshafnar.
Eins og DV greindi frá í vikunni
þá hefur verið dælt um 260 þús-
und rúmmetrum af sandi úr Land-
eyjahöfn í vetur, sem er margfalt
magn miðað við áætlanir. Vega-
gerðin segir að áætlanir hafi miðast
við hentugra skip sem ristir minna
og því þurfi að dæla mun minna af
sandi þegar ný ferja taki við keflinu.
Dýpkunarskipin
þurfa að geta unnið
„Ég held að Eyjamenn séu smátt og
smátt að átta sig á því að Landeyja-
höfn verður aldrei meira en sum-
arhöfn. Öðru var hins vegar lofað
og fólk vill einfaldlega að staðið
verði við stóru orðin. Að óbreyttu
þá efast ég um að ný ferja muni
breyta miklu. Hún mun vissulega
rista minna en hins vegar gleymist
oft að dýpkunarskipið þarf líka að
geta unnið. Í vor komst dýpkunar-
skipið ekki inn í höfnina til að vinna
og því efast ég um að magnið sem
þarf að dæla í burtu minnki eitt-
hvað með tilkomu nýs skips,“ segir
viðmældandi DV, sem þekkir að-
stæður vel, en vill ekki koma fram
undir nafni.
Úthafsaldan er verst
En baráttan við dýpkun Landeyja-
hafnar er ekki eini höfuðverkurinn.
Eins og sjá má á tíðni tilkynninga til
sjóslysasviðs Rannsóknarnefndar
samgönguslysa hefur hurð reglu-
lega skollið nærri hælum við inn-
siglinguna. Rýmið í innsiglingunni
er um 90 metrar yfir vatnsborðinu
og er í fláa niður þannig að raun-
verulega er rýmið um 70 metrar.
Það má því lítið út af bregða og ef
að skýrslur Rannsóknarnefndar
eru lesnar er ljóst að úthafsaldan er
óútreiknanleg. Það tekur því eflaust
á taugarnar að stýra Herjólfi.
Ný ferja hentar ekki
eins vel til Þorlákshafnar
Margt virðist vera gagnrýni vert
varðandi nýja ferju, sem bráðlega
verður boðin út. Viðmælendur
DV telja ólíklegt að skip sem ristir
minna geti siglt til Þorlákshafnar í
öllum þeim veðrum sem Herjólfur
siglir nú í.
Í dag leggur Herjólfur í hann
þrátt fyrir 6–7 metra öldu en skip
sem ristir minna mun ekki henta
við slíkar aðstæður. Annað atriði
sem bent er á er sú staðreynd að
skip sem ristir minna mun láta
miklu verr í siglingunni. Heimildir
DV herma að farþegarýmin eigi
að vera efst í nýju ferjunni en ekki
neðst eins og er í Herjólfi í dag. Það
mun þýða mun meiri velting og
verri upplifun fyrir farþega.
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
„Ég held að Eyja
menn séu smátt
og smátt að átta sig á því
að Landeyjahöfn verður
aldrei meira en sumar
höfn.
7.–9. júlí 2015
50. tbl. 105. árgangur
leiðb. verð 445 kr.vikublað
n Verður varla nema sumarhöfn n Vegagerðin
segir verkið hálfklárað og því verði að ljúka
Landeyjahöfn viðvarandi höfuðverkur
baráttan
að tapast
12
Þurfa
blóð
n Enn liggur ekki fyrir hvort
um lúsmý er að ræða 4
14
10–11
umferðar-
menningin
gerbreytt
Ferðamannaflóð-
bylgjan á Íslandi
n Erlendir ferðamenn
aka hraðar á þjóðvegum
n Stöðva hvar sem er
til að taka myndir 8
Flúði frá
N-Kóreu
n Var heilaþvegin og vill
upplýsa umheiminn
n Vaðlaheiðargöng geta haft
áhrif á grunnvatnsstöðu
n Af hverju koma ferða-
menn til Íslands?
Þau
veLja
ÍsLand
6
Óttast
vatns-
þurrð
Amerískir dagar alla daga
Opið frá 10.00 - 20.00 Dalvegur 10-14 | 201 Kópavogur | S: 560 2500
kostur@kostur.is | www.kostur.is
Kynningarblað um grillsumarið fylgir DV í dag
07. júlí 2015