Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2015, Blaðsíða 2
Jólablað 22.–28. desember 20152 Fréttir gefðu Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is vívoactive Verð 46.900 vívofit 2 Verð 19.900 Hvort sem það er einfaldleik- inn við vívofit 2 sem þarf ekki að hlaða, snjallsímalausnir og innbyggði púlsmælirinn í vívosmart HR eða GPS mót- takarinn og golfvellirnir í vívoactive þá eiga heilsuúrin frá Garmin það sameiginlegt að hreyfa við þér. Láttu Garmin hreyfa við þér, þinn líkami á það skilið! vívosmart HR Verð 26.900 Heilsuúrin sem hreyfa við þér! Facebook krefur ljóðskáld um skilríki Meinað að nota ættarnafnið af varðhundum samfélagsmiðilsins Þ etta er í þriðja sinn sem þetta gerist. Ég má ekki breyta nafninu á Facebook, án þess að framvísa skilríkjum,“ segir ljóðskáldið Jón Örn Loðmfjörð Arnarson sem hefur undanfarin misseri verið hundeltur af varðhundum samfélagsmiðilsins vegna notkunar hans á ættarnafni sínu. Undanfarið ár hefur skáldið gengið undir sínu rétta, fulla nafni á Facebook eftir að aðstandendur síðunnar gerðu síðast athugasemd við aðgang hans, en eitthvað virðist sakleysisleg notkun ljóðskáldsins á „Loðmfjörð“ fara fyrir brjóstið á skó- sveinum Marks Zuckerberg. Krafinn um vegabréf „Þetta er ættarnafnið mitt, þó að ég vilji ekki hafa það í þjóðskrá af praktískum ástæðum. Pabbi er al- nafni minn, nema hann er með nafnið Loðmfjörð skráð,“ segir Jón Örn sem er afar virkur á Facebook, sem og öðrum samfélagsmiðl- um. Á dögunum var enn á ný gerð athugasemd við Facebook-aðgang hans og nafngiftin sögð brjóta í bága við notendaskilmála síðunnar og var aðgangi hans lokað. Jón Örn, sem einnig er þekktur sem Lommi, svar- aði athugasemdum síðunnar með því að hann væri Loðmfjörð. Allir kalli hann því nafni. Það sé ættar- nafn hans, þó að það sé ekki á vega- bréfinu. Facebook-menn tóku hins vegar engum sönsum og kröfðu hann um afrit af viðurkenndum skil- ríkjum, eins og vegabréfi, til að sanna mál sitt. Skiljanlega hafa menn allan varann á þegar valdamikil stórfyrir- tæki úti í heimi óska eftir slíkum persónuupplýsingum, enda þykir mörgum nóg um þær upplýsingar sem Facebook hefur nú þegar um tæplega 1,5 milljarða notendur sína um allan heim. Skrýtið að þurfa að sanna tilvist sína „Mér finnst þetta hálf óþægilegt. Mér finnst skrýtið að þurfa að framvísa vegabréfi til að mega nota Facebook. Og þurfa að fá einhverja bjúrókrata- pappíra til að sýna fram á að ég sé til í alvörunni. Ég held að Facebook sé eini samfélagsmiðillinn sem gerir þessa furðulegu kröfu.“ Hann segir málið sérstaklega furðulegt í ljósi þess að hann sé líka með gervikaraktera í gangi á Face- book sem hafi allir fengið að vera í friði. „Þeir eru samt einhvern veginn raunverulegri en ég, sýnist mér. Ég held bara að það leiðinlega við Face- book sé að þeir eru að drepa allt svalt og allan leik með þessu og öðrum skilmálabreytingum. Facebook var búið að ná hátindi vinsælda sinna fyrir meira en ári og þetta mun hrekja alla í burtu nema stirða „corporate“- notendur, fyrirtæki og auglýsendur.“ Mörg dæmi um ritskoðun Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ís- lendingar hafa lent í klónum á rit- skoðunarvaldi Facebook. Mýmörg dæmi eru þess að aðgangi þjóð- þekktra Íslendinga hafi verið lokað fyrirvaralaust af hinum ýmsu ástæðum. Nú síðast lenti Öss- ur Skarphéðins son, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, í því að síðu hans var lokað án útskýringa. Kvaðst Össur af því tilefni hugsi yfir því að bandarískt stórfyrirtæki geti skrúfað fyrir helsta tjáningarform stjórn- málamanna í nútímanum. Össur hefur komið eins og stormsveipur inn á Facebook þar sem pistlar hans hafa vakið talsverða athygli og skrif hans þar rata oft í fréttir netmiðla. „Á það að vera svoleiðis. Ættu löndin kannski að setja í lög að fyrirtæki sem starfrækja sam- skiptamiðla mættu undir engum kringumstæðum loka á tjáningu fólks sem berst fyrir mannréttindum eða er í stjórnarandstöðu án þess að fyrir því séu færð rök?“ skrifaði Össur við það tilefni. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Berst fyrir ættarnafninu Facebook krefur Lomma um að framvísa vegabréfi sínu til að sanna að hann beri í raun ættarnafn sitt, Loðmfjörð. Mynd Sigtryggur Ari „Mér finnst skrýtið að þurfa að framvísa vegabréfi til að mega nota Facebook. Og þurfa að fá einhverja bjúrókrata-pappíra til að sýna fram á að ég sé til í alvörunni. K ári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, ætlar að safna svo mörgum undir- skriftum frá þjóðinni að næsta ríkisstjórn geti ekki annað en aukið fjárframlög til heilbrigðismála. Hann sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 á mánudag að hann ætlaði að „hand- járna næstu ríkisstjórn þannig að hún verði að setja það fé í heilbrigðismálin sem eðlilegt má teljast.“ Kári benti á að Íslendingar verðu 8,7 prósentum vergrar landsfram- leiðslu til heilbrigðismála en hlutfall- ið í nágrannalöndunum væri rúm- lega 10 prósent. „Við erum lítil þjóð þannig að það er líklegt að kostnaður við heilbrigðisþjónustu á nef hvert sé töluvert meiri hér en á meðal stærri þjóðanna. Þannig að ég held að það sé ekkert óeðlilegt að við stefnum að því að við eyddum í kringum 11 pró- sent af vergri þjóðarframleiðslu til heilbrigðismála.“ n baldur@dv.is „Handjárnar“ næstu ríkisstjórn Kári ætlar að safna mörgum undirskriftum Kári Stefánsson Forstjórinn vill að Íslendingar eyði 11 prósent- um landsfram- leiðslunnar í heilbrigðismál. Mynd Sigtryggur Ari Jól í Fógetagarði Árlegur jólamarkaður Reykja- víkurborgar stendur nú yfir. Hann er haldinn í Fógetagarðinum, skammt frá skautasvellinu á Ing- ólfstorgi og Óslóartrénu á Austur- velli, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Markaðurinn verð- ur opinn í dag, þriðjudag, og á morgun, Þorláksmessu, í stóru upphituðu tjaldi. Þar selja yfir 20 aðilar vörur sínar; meðal annars skart, fatnað og góðgæti. Þá verða á svæðinu heimsleikafarar Slökkviliðs höfuð borgarsvæðisins og selja sitt árlega jóladagatal, auk þess sem hægt verður að fá mynd af sér með slökkviliðsmönnunum. Opið verður til 22 í kvöld, þriðjudag, og frá 14 til 23 á Þorláksmessu. Aron Þór og Margrét María Í fyrirsögninni má sjá tvö vin- sælustu fyrri og seinni eigin- nöfn samkvæmt vali foreldra árið 2014. Algengast reyndist að foreldrar skýrðu drenginn sinn Aron að fyrra nafni en Margrét var algengasta nafnið á stúlkum. Þegar kemur að seinni nöfnum voru nöfnin Þór og María vinsælust. Tekið skal fram að Aron Þór og Margrét María eru ekki endilega al- gengustu samsetningar nafna. Önnur vinsæl fyrri eigin- nöfn drengja voru Alexander og Viktor en Anna og Emma voru vinsæl nöfn á stúlkum. Jón, Sigurður og Guð- mundur eru enn algengustu karlmannsnöfnin á Íslandi og hefur svo verið í mörg ár. Guð- rún, Anna og Kristín eru al- gengustu eiginnöfn kvenna en listi yfir tíu algengustu kven- og karlmannsnöfnin hefur verið óbreyttur frá 2010.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.