Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2015, Blaðsíða 24
Jólablað 22.–28. desember 201524 Fólk Viðtal É g hef stundum sagt í gríni að á aðventunni séum við, prestar, jólasveinar fullorðna fólksins. Aðventan er okkar mesti annatími og þar sem ég hef verið prestur í hátt í þrjá áratugi hefur starfið mótað mína jólaupp- lifun að miklu leyti,“ segir Hjörtur Magni Jóhannsson prestur við Frí- kirkjuna í Reykjavík sem minnir á að þótt jólin séu ljósanna hátíð séu þau einnig tími myrkurs. „Það er dimmt úti og þunglyndi sækir að mörgum auk þess sem syrgjendur eiga oft erfitt á þessum tíma. Það getur verið erfitt að horfa á gleðina hjá öðrum þegar manni líður illa hið innra.“ Fjölbreytileiki heillandi Hjörtur Magni ólst upp á kristilegu heimili í Keflavík. „Mamma átti vini í öllum kristnum trúfélögum og sótti þangað sem hún vildi og studdi gott starf, bæði hjálparstarf og kristniboð. Trú móður minnar mótaði fjölskyldulífið með vissum hætti og þótt áherslurnar hafi stundum verið í átt til bókstafstrúar þá er það hvers og eins með aukn- um lífsþroska að sjá að það eru fleiri litir í litrófinu en það svarthvíta sem bókstafstrúin býður upp á. Þá ber okkur að láta af þröngsýni og for- dómum. Ef við meðtökum fjöl- breytileika mannlífsins sjáum við hvað hann er heillandi og auðgandi en ekki hamlandi eða ógnvekjandi.“ Unglingur í uppreisn Hjörtur Magni er yngstur af fjór- um systkinum og lýsir góðri æsku í Keflavík þar sem íþróttir og vinirnir skipuðu stóran sess. „Ég fór í vissa uppreisn þegar ég komst á ung- lingsaldur og prófaði ýmislegt. Ég hafði sjálfstæða sýn og vildi prófa mig áfram í lífinu eins og eðli- legt er en held að ég hafi ekki ver- ið vandræðaunglingur. Við vorum ágætur hópur unglinga sem tóku virkan þátt í kirkjustarfinu og köll- uðum okkur Kristið æskufólk og tengdumst Ungu fólki með hlutverk og svo þegar ég var 18 ára fór ég í biblíuskóla til Englands en hluti af náminu var þriggja mánaða ferða- lag til Ísraels og Egyptalands.“ Guðs hreina opinberun Hjörtur Magni dvaldi síðar á þriðja ár í Jerúsalem þar sem hann var við háskólanám. „Í Jerúsalem voru gyðingar í meirihluta en einnig ar- abískir múslimar sem og fulltrúar allra helstu kirkjudeila kristninnar. Borgin helga er skurðpunktur þriggja stóru eingyðistrúarbragða verald- ar. Og þar er að finna afar ólíkt fólk þar sem hver og einn heldur því fram að hann hafi fengið Guðs einu og hreinu opin berun í sinni helgu bók. Þar sem margir slíkir koma saman ná þeir ekki að tala saman og úr verður fáránleiki. Þegar slíkum fáránleika er haldið áfram er afleiðingin bókstafs- trú og einstrengingsháttur, sem því miður einkennir gjarnan hina trúðu. Þessi dvöl opnaði augu mín á nauðsyn þess að geta lyft sér upp fyrir trúarbrögðin sem oft eru mis- notuð af trúarstofnunum og sjálf- hverfum talsmönnum þeirra. Við þurfum að leita eftir því kær- leikans ljósi sem kemur innan frá og er óháð öllum trúarstofnunum. Því frumglæði ljóssins, sem við munum syngja um innan tíðar í sálminum Heims um ból. Það eilífðar ljós sem þar um getur er í raun óháð kirkju- deildum og trúarbrögðum. Alls stað- ar þar sem kærleikur, réttlæti og miskunnsemi er haft að leiðarljósi má finna Guð, óháð því með hvaða trúartáknum menn skreyta sig. Kross kristninnar, davíðsstjarna gyðinga og hálfmáni múslima, öll þessi tákn hafa verið notuð í neikvæðum til- gangi. En þeim er ætlað að vísa til æðri veruleika sem er kærleikurinn sjálfur. Ég kýs að hafa einkunnarorð Frí- kirkjunnar að leiðarljósi, víðsýni, umburðarlyndi og frjálslyndi. Það er eitthvað sem mér þykir vænt um og á auðvelt með að tileinka mér, þótt auðvitað ætti enginn að lýsa því yfir að hann beri þessa kosti. Slíkt á að ráðast af verkum fólks.“ Hippi á sandölum Hann segist snemma hafa verið gagnrýninn á það nána samband milli ríkis og kirkju sem Þjóð- kirkjan byggir á. „Mitt uppeldi var þannig, því þótt móðir mín hafi verið skráð í Þjóðkirkjuna sótti hún líklega minnst þangað. Ég vissi það frá móður minni að Guð væri ekki fjötraður af neinni trúarstofnun og alls ekki þeim kirkjum sem leita fyrirmynda í hinum myrku mið- öldum og leitast við að drottna yfir fólki með forræðishyggju og kúgun. Ég vildi kynnast þessum Jesú frá Nasaret, þessum síðhærða hippa- lega manni á sandölunum sem gekk um þarna í Galíleu fyrir tvö þúsund árum, í grasrótinni á meðal þeirra þurfandi.“ Skilningur vegna skilnaðar Hjörtur Magni gekk í gegnum skiln- að í upphafi starfsins og segir rétt að eflaust ætlist margir til þess að prestar séu fordæmi annarra og sennilega eigi þeir helst ekki að ganga í gegnum hjónaskilnað. „En svona er veruleikinn og í rauninni er ekki svo óalgengt að prestar skilji. Við mættum miklum skilningi, ég get ekki kvartað hvað það áhrærir. Auðvitað var þetta erfitt ferli meðan á því stóð en þetta var eitthvað sem varð að gerast. Eftir slíkt ferli skiptir máli að einstaklingar standi ekki eftir bitrir, reiðir og sárir, heldur geti horft til baka óbrotnir. Svona reynsla get- ur þroskað ef vel er úr unnið og hlúð er að börnum. Svona er lífið. Lífið er ekki bein braut. Þetta var á tíma mikilla áfalla á Suðurnesjum, skipskaðar og banaslys á Reykjanesbrautinni. Það var mikið leitað til mín víða að á Suðurnesjum og ég þjónaði veru- lega langt út fyrir mitt prestakall. Fyrir störf mín bæði við sorgar- og áfallahjálp sem og almenn prests- störf, svo sem hjónavígslur og skírn- ir, var ég valinn maður ársins á Suðurnesjum af ábyrgum aðilum sem Víkurfréttir tilnefndu. Það er kannski hégómi en ég leit á það sem viðurkenningu á að ég væri að gera góða hluti. Ég fór þakklátur frá Suðurnesjum. Þar var gott að fá að hlaupa af mér hornin í starfinu á mínu heimasvæði þó svo að sagt sér að það sé enginn spámaður í sínu heimalandi. Prestsstarfið er krefjandi og ekki síst í sjávarplássi þar sem ná- lægðin er mikil. Fólk fylgist vel með „Hættulegt að persónugera Guð“ Hjörtur Magni Jóhannsson hefur gegnt starfi fríkirkjuprests í 18 ár. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Hjört Magna um jólahátíðina, ástandið í heiminum, ástina sem hann fann á Mallorka og trúarbrögðin sem hann segir nær öll hafa einhvern tímann verið notuð til ills. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Fríkirkjuprestur Hjörtur Magni hefur gegnt starfi fríkirkjuprests í Reykjavík undanfarin 18 ár. Mynd SIGtryGGUr ArI „Forstöðumenn trúfélaga lágu vel við höggi og það átti að nýta það til að koma höggi á mig „Við eigum að láta kærleika og mann- gæsku stýra en megum ekki heldur vera bláeygð og loka augunum fyrir því sem gerðist í París.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.