Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2015, Blaðsíða 10
10 Fréttir Jólablað 22.–28. desember 2015 „Við þurfum skjól og hlýju“ n Jólin eru alltaf erfiður tími, segir utangarðsmaður n Á götunni í 18 ár n Jólablandan hans er handspritt og appelsín S teinsnar frá ys og þys jóla- undirbúnings borgarbúa og ljósadýrð Jólaþorpsins við Ingólfstorg finna blaðamaður og ljósmyndari DV mann. Hann situr á flísalagðri gangstétt í Fógetagarðinum, reykir sígarettu og heldur dauðahaldi um þúsund króna seðil sem honum hafði áskotnast. Blaðamaður og ljósmyndari gefa sig á tal við manninn sem situr þarna einn í kuldanum í miðbænum á mánu- dagsmorgni. Hann er illa búinn. Í þunnum jakka, húfu- og hanskalaus og berfættur í skóm sem fyrir þó nokkru voru komnir á síðasta snúning. Eftir stutt spjall kemur í ljós að hann er einn af tugum utangarðsmanna í Reykjavík í dag sem sitja utandyra langa, dimma og kalda daga og drekka handspritt blandað í appelsín. Ástand hans er þó ágætt, hann er ekki drukkinn, hann er yfirvegaður og viðræðugóður. Blaðamaður og ljós- myndari DV tylla sér við hlið hans á gangstéttarkantinn til að spyrja hann hvernig það sé að vera utangarðs- maður, heimilislaus og alkóhólisti, í Reykjavík í dag. Saga hans er saga margra, sem öllu hafa glatað í því sem virðist von- laus barátta við áfengisdjöfulinn. Síðustu vikur hefur íslenski vetur- inn verið harður, óveður hefur geng- ið yfir og nú eru jólin handan við hornið. Samkvæmt veðurspám gæti frostið í Reykjavík farið langleiðina í met. Jólin eru erfður tími, segir við- mælandi DV sem biðst undan því að koma fram undir nafni. En hann, líkt og fleiri í hans stöðu, þarf að hafa áhyggjur af öðru en jólagjafakaupum á þessum árstíma. Þetta er barátta upp á líf og dauða. Hírist úti í kuldanum Við skulum kalla hann Árna. Hann er 51 árs og hefur farið í fleiri áfengis- meðferðir en ár hans telja. Í það heila hefur hann verið á götunni í átján ár. Tæplega þriðjung ævi sinnar. Hann hefur séð ýmislegt og upplifað margt á þessum átján árum á götunni. Horft upp á vini og vinkonur drekka sig í hel og hann kvíðir jólunum. Blaðamaður spyr hann hvar hann halli höfði sínu vanalega á kvöldin. „Ég fæ að gista í Gistiskýlinu, en það er ekki opnað fyrr en klukkan fimm. Maður er rekinn þar út klukkan hálf tíu og þarf að hírast hér úti þang- að til,“ segir Árni, hrjúfri röddu. Gráir lokkar hans bærast með nístings- kaldri golunni og hann lýkur við síga- rettuna sem hann reykir niður í filter og rúmlega það. Líkt og kom fram, meðal annars í máli viðmælenda blaðamanns á Kaffistofu Samhjálpar í síðasta tölu- blaði, þá hafa menn fundið verulega fyrir því að búið sé að loka Dagsetr- inu sem Hjálpræðisherinn starfrækti á Granda. Dagsetrið var athvarf fyrir heimilislausa og fólk í vímuefna- vanda. Þar gat það fengið skjól yfir daginn. Í ágúst síðastliðnum var því hins vegar lokað og hafa því margir utangarðsmenn mátt ráfa úti yfir daginn til að drepa tímann þar til þeir komast í var á Gistiskýlinu þar sem barist er um þau 25–29 pláss sem þar eru í boði. Árni er einn þeirra. „Ég sit bara hérna. Ef maður kemst ekki í Gistiskýlið þá verður maður bara að vera úti. Þeir sögðu að Gisti- skýlið myndi alltaf geta tekið við öll- um en ég hef lent í því að fá ekki þar inni, að þar er yfirfullt.“ Það kemur því fyrir að menn þurfi frá að hverfa og þá eru góð ráð dýr. Sumir fá inni í fangaklefa lög- reglu þegar í harðbakkann slær, en Árni segir að hann sé ekki velkominn þangað. „Ég fæ ekki að gista hjá þeim. Þeir vilja bara ekki hafa mig. Ég spurði þá líka hvað ég þyrfti eiginlega að gera af mér til að fá gistingu hjá þeim í fangaklefa. Þeir sögðu að ég gæti prófað að brjóta nokkra glugga á Laugaveginum.“ Mæltu þeir með því? „Já, eða svona,“ segir hann og hlær. Hann kveðst þó aldrei hafa þurft að grípa til þess ráðs. „Nei, ég stend ekki í svoleiðis.“ Drekkur handspritt í appelsíni Aðspurður hvernig hefðbundinn dag- ur sé hjá honum, segir hann þá flesta svipaða, sama hvernig viðrar eða spá- ir. „Ég sit bara og drekk handspritt. Það eru til níu tegundir af því og það er hægt að drekka tvær þeirra. Hitt drekk- ur maður ekki. Það tekur broddinn af,“ segir Árni og handleikur þúsund króna seðilinn í lófanum. Hendur hans eru fjólubláar af kulda. Seðillinn er hans eina haldreipi fyrir daginn. „Þetta dugar fyrir handspritti,“ segir hann en aðspurður kveðst hann fá einhvern framfærslueyri í hverjum mánuði. „Ég er á féló, ég fæ styrk frá þeim. Ég þarf að borga núna fyrir læknis- vottorð, en ég er ekki með pening fyrir því,“ segir Árni. Þúsund krón- urnar munu því ekki ganga upp í það. Hann kveðst fá 145 þúsund krónur á mánuði, sem séu fljótar að hverfa um hver mánaðamót. „Já, maður getur ekki leyft sér að kaupa áfengi í ríkinu. Ég geri það fyrsta daginn. Kaupi kannski einn fleyg. Annars er það bara handspritt. Það kostar 800 kall og svo kostar appelsín, sem ég blanda út í, 127 krónur. Það er ódýrast. Það er á við lítra af vodka.“ Handspritt í appelsín, það eru menn helst að drekka? „Já, það þýðir ekkert að blanda því í kók.“ Farið í 55 meðferðir Talið berst að aðstæðum Árna. Samkvæmt vef Reykjavíkurborgar er utangarðsfólk á annað hundrað í Reykjavík en það er velferðarsvið sem sér um að þjónusta þennan hóp. Reynt er að mæta þörfum fólks eins og kostur er með margvíslegum úrræðum. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Þjónustu- miðstöðvar Miðborgar og Hlíða, sem fer með málefni utangarðsfólks í Reykjavík, segir að fjöldi fólks í þessum hópi sé svo- lítið háður skilgreiningu hverju sinni. „Ef við horfum á neyðargistingar þá erum við með Gistiskýlið sem eru 25 rými og þar hafa undanfarna mánuði verið á bilinu 22 til 29, en þá erum við komin að þolmörkum. En það rokkar svolítið, neyðar- gistingin fyrir karlmenn og svo er auðvitað Konukot með gistingu fyrir kvenmenn.“ Hún segir að áætla megi að þetta sé hópurinn ef skilgreint sé mjög þröngt, við þá sem nýta sér þessa neyðargistingu, en ef víðar er farið sé fjöldinn augljóslega meiri. Veturinn hefur verið ansi harður hér á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur, snjóþungt og kalt auk þess sem óveður gekk yfir á dögunum. Aðspurð hvort grípa hafi þurft til einhverra sérstakra ráðstaf- ana vegna þess segir Sigþrúður að það hafi vissulega komið fyrir að þurft hafi að vísa fólki frá. „Annaðhvort sökum plássleysis eða að eitthvað hafi komið upp á sem gerir að verkum að viðkomandi sé vísað frá. En við höfum ekki lent í því núna. Við vonum að jólin gangi þannig, eins og flestir dagar, að við höfum pláss fyrir alla.“ Eins og fram kemur í umfjöllun DV, hér á opnunni sem og í síðasta blaði, þá svíður mörgum að Hjálpræðisherinn hafi lokað Dagsetrinu á Granda í ágúst. Það þýðir að það skortir tilfinnanlega úrræði og húsa- skjól fyrir utangarðsfólk yfir daginn. En þegar Dagsetrinu var lokað kom fram í máli forsvarsmanna Hjálpræðishersins að vonir stæðu til að ná samningum við borgina um að opna það á ný. Sigþrúður segir að ekki sé búið að negla neitt niður. „Dagsetrið var rekið af Hjálpræðishern- um. Þeir voru með samning við Reykja- víkurborg um ákveðnar greiðslur og svo vorum við með ákveðna starfsmenn sem voru þarna inni. En það var Hjálpræðis- herinn sem tók ákvörðun um að loka. Þeir hafa verið að leita til Reykjavíkurborgar varðandi nýjan samning en Hjálpræðis- herinn er ekki tilbúinn að halda óbreyttri starfsemi áfram. Þar af leiðandi er þetta ennþá í vinnslu.“ Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Það eru allavega þrjár konur sem hafa dáið í fanginu á mér Vona að jólin gangi vel Á þriðja tug manna gista hverja nótt í Gistiskýlinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.