Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2015, Blaðsíða 6
Jólablað 22.–28. desember 20156 Fréttir H E I L S U R Ú M A R G H !!! 2 51 11 5 Stærð: 90x200cm Verð: 83.709 kr.- Tilboð: 66.967 kr. Stærð: 120x200cm Verð: 98.036 kr. Tilboð: 78.429 kr. Stærð: 153x200cm Verð: 124.620 kr. Tilboð: 99.696 kr. ROYAL CORINNA ÞAÐ LÍÐUR AÐ JÓLUM Þægileg millistíf dýna með fimm-svæðaskiptu poka-gorma kerfi og góðann mjúkan topp ásamt hörðum PU-leðurklæddum botni á stál löppum „Þetta er algjör vendipunktur“ Alþingi samþykkti um helgina 10 milljóna króna fjárveitingu fyrir Aflið - Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Eins og DV greindi frá á dögun- um stóð til að Aflið fengi aðeins þrjár milljónir króna, fjórðungi minna en árið áður. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu. Það er erfitt að viðhalda faglegri þróun í starfinu og í raun að halda áfram starfseminni undir þess- um kringumstæðum,“ sagði Sóley Björk Stefánsdóttir gjaldkeri við DV á dögunum. Nú horfir málið öðruvísi við. „Þetta er algjör vendipunktur fyrir samtökin og nú getum við virkilega farið að byggja upp þjónustuna við þolendur ofbeldis í samræmi við eftirspurnina sem hefur vaxið gríðarlega síð- ustu ár,“ segir á Facebook-síðu Aflsins. Þar er þingmönnunum Brynhildi Pétursdóttur og Vigdísi Hauksdóttur þakkað sérstaklega. „Einnig viljum við þakka öllum þeim sem sent hafa þingmönn- um og ráðherrum bréf vegna málsins eða átt við þau símtöl eða bein samtöl. Það er hinn breiði stuðningur sem Aflið nýtur í nærsamfélagi sínu sem hefur haft hvað mest að segja í barátt- unni fyrir auknum framlögum.“ Áhættufjárfesting í ólgusjó olíuverðs n Sérfræðingur í orkumálum segir ómögulegt að spá um þróun olíuverðs L ykilatriðið er að það getur far- ið svo að olíuverð hækki ekki umtalsvert fyrr en eftir mörg ár. Það er hins vegar ómögu- legt að spá fyrir um það en ef svo fer verður ástandið hjá Fáfni Offs- hore væntanlega áfram mjög erfitt,“ segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðing- ur í orkumálum og eigandi Orku- bloggsins, um lækkun olíuverðs og áhrifa þess á Fáfni Offshore sem rek- ur sérútbúna fimm milljarða króna olíuþjónustuskipið Polarsyssel, dýrasta skip Íslandssögunnar. Tunna af Norðursjávarolíu (e. Brent crude) kostaði á mánudag 36,2 Bandaríkjadali og hafði þá ekki ver- ið ódýrari síðan í júlí 2004. Verð olí- unnar hafði þá fallið um 67% síðan Polarsyssel var sjósett í mars 2014. Tunnan kostaði 80 dali í nóvember 2014 þegar framtakssjóðurinn Akur, sem er í eigu þrettán lífeyris sjóða, Íslandsbanka og VÍS, varð stærsti eigandi Fáfnis með 1.260 milljóna króna hlutafjáraukningu. Framtaks- sjóðurinn Horn II, sem er í eigu líf- eyrissjóða, fjármálafyrirtækja og fagfjárfesta, fór inn í hluthafahóp Fáfnis í maí 2014 þegar tunnan kost- aði 108 dali. „Þetta var mikil áhættufjárfesting en ég held samt að það sé eðlilegt að lífeyrissjóðirnir fari út í slíkar fjár- festingar upp að ákveðnu marki. Eftir á að hyggja var þetta auðvitað óheppileg tímasetning hjá Akri og gat varla verið verri. Það er alltaf gott að vera vitur eftir á og svo ræðst þetta af framhaldinu og því hvort Fáfnir nær að halda sjó. Olíuverð mun hækka, það er einungis spurning um hvenær,“ segir Ketill. Kom á óvart Steingrími Erlingssyni, stofnanda og fyrrverandi framkvæmdastjóra Fáfn- is, var sagt upp störfum í síðustu viku. Vefmiðillinn Kjarninn fullyrti þá að miklir samstarfsörðugleikar hafi ver- ið milli stjórnar fyrirtækisins og Stein- gríms. Stofnandinn á 21 prósents hlut í Fáfni og var andlit fyrirtækis- ins út á við. Hann sagði í samtali við DV í lok júlí, þegar blaðið fjallaði um þá ákvörðun Bjarna Ármannsson- ar, fjárfestis og fyrrverandi forstjóra Glitnis, að taka að sér formennsku í stjórn Fáfnis, að eigendur félagsins væru vel meðvitaðir um þá miklu samkeppni sem er innan greinar- innar. Fyrirtækið er með samning við norska ríkið, um að sinna gæslu- störfum við Svalbarða, sem hefði ver- ið því mikilvægur. Samningurinn var endurnýjaður í haust og tryggir skip- inu verkefni í níu mánuði á ári. „Ég er hissa á þessari uppsögn því það er engin þekking á þessum olíu- þjónustubransa hér á Íslandi. Stein- grímur hefur komið að útgerð og virðist hafa ýmis sambönd. Ég veit ekki betur en að samningurinn sem fyrirtækið gerði við sýslumanninn á Svalbarða, að það sé hans verk. Ég sé ekki fyrir mér að þetta fyrirtæki geti náð betri árangri með því að ráða inn einhverja Íslendinga en þeir gætu farið til Noregs og sótt einhverja reynslubolta þar,“ segir Ketill. Of mörg skip Ketill segir að taka verði öllum spám um þróun olíuverðs með miklum fyrirvara vegna þess hversu mikil óvissan sé. Sumir sérfræðingar spái því að olíuverð nái 60–70 dollurum á tunnu á næstu tólf mánuðum en aðrir álíti að það geti tekið allt að fimm ár. „Að spá fyrir um þetta er eins og að leggja undir á spilaborði í Las Vegas. Það þarf að passa sig á að fara varlega í hugtakanotkun eins og of- framboð. Hvort um sé að ræða of- framboð eða ótrúlega litla eftirspurn vegna mikils og óvænts efnahags- slaka er ekki ljóst,“ segir Ketill og heldur áfram: „Það er hins vegar offramboð þegar kemur að þessum skipum eins og Polarsyssel sem þjónusta olíuiðnaðinn. Menn voru bjartsýnir um og eftir 2009 um að þessi djúpa vinnsla úti á landgrunninu myndi aukast mjög hratt og því fóru þeir í að láta smíða mörg svona skip og þeim kom flestum á óvart þegar olíu- verð féll svona hratt. Það myndað- ist mikið offramboð af þessum skip- um enda hægðist á öllum verkefnum sem menn voru að plana. Taxtinn fyrir þessi skip hefur því lækkað og samkeppnin aukist. Ofan á það bæt- ist að það er nýtt skip í smíðum hjá Fáfni sem ólíklegt er að sé með góða verkefnastöðu,“ segir Ketill. Ekki náðist í Steingrím Erlingsson við vinnslu fréttarinnar. Jóhannes Hauksson, framkvæmdastjóri Akurs, vildi ekki tjá sig um málefni Fáfnis Offshore þegar eftir því var leitað. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Fær 840 milljónir á ári Fáfnir Offshore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári eða jafnvirði 52 milljóna íslenskra króna. Samkvæmt nýjum samningi fyrirtækisins og norska ríkisins mun það fá um 840 milljónir íslenskra króna á ári fyrir verkefnin við Svalbarða. Tekjur Fáfnis í fyrra námu hálfum milljarði króna. Afhendingu á nýju skipi þess, Fáfni Viking, hefur nokkrum sinnum verið frestað vegna erfiðra markaðsaðstæðna og er nú gert ráð fyrir að það verði tilbúið sumarið 2017. Sagt upp störfum Steingrímur Erlingsson stofnaði Fáfni Offshore árið 2012. Mynd Havyard Polarsyssel Fáfnir Offshore á dýrasta skip Íslandssögunnar sem er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn. Orkubloggari Ketill Sigurjónsson. Banaslys í Ártúnsbrekku Hjólreiðamaður sem varð fyrir bíl í Ártúnsbrekku á mánudag lést af áverkum sínum. Ekið var á manninn á sjöunda tím- anum á mánudagsmorgun og átti slysið sér stað rétt hjá bensínstöð N1. Maðurinn var á sextugsaldri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.