Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2015, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2015, Blaðsíða 22
Jólablað 22.–28. desember 201522 Fólk Viðtal inn er komið. Það er ekki hægt að fresta þessu lengur því annars verða vinirnir heima orðnir ansi þreyttir á mér. Þeir hafa þrisvar sinnum komið hingað til að sækja mig,“ segir Krist- inn og nefnir meðal annars Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktan sem Dr. Gunni, Trausta Júlíusson, Arnar Guðmundsson, lækni á Sel- fossi og bróður Kristins, og Stein Skaptason. Allir vinir og enginn Kristinn segist meðvitaður um þær breytingar sem hafa orðið á Íslandi síðan hann var hér síðast. Hann á hvorki síma né tölvu en snjallsími sem hann fær að nota í vinnunni hef- ur síðustu ár verið hans helsti gluggi inn í íslenskt samfélag. Í honum fylgist Kristinn með fréttum og þjóðfé- lagsumræðunni. „Ég má nú ekki vera of mikið á netinu því þá eyði ég allri inneign- inni. Ég get því ekki séð mikið af Hauki Morthens og allt þetta á You tube. Einu sinni var mér gefin tölva en það var árið 1996 þegar mér þóttu tölvur mjög leiðinlegar og ég komst aldrei til að nota hana en það endaði á því að ég gaf hana. En ég er tiltölulega dug- legur að fylgjast með og veit hvern- ig tíðarandinn er og það hefur margt breyst. Þegar ég var á Íslandi mátti ekki gagnrýna for- setann en nú má úthúða honum. Menn sögðu Ísland úr NATO, herinn burt og sungu Internasjónalinn á fundum hjá Alþýðubandalaginu. Ég efast um að menn geri það í dag hjá Samfylkingunni. Þá stóð Kalda stríð- ið enn yfir og svo fór herinn bara burt og allir sátu eftir með sárt ennið. Ég veit að gamla tegundin af Ís- lendingum, þessir ungmennafélags- menn sem kenndu manni, er horf- in. Talandi um Gunnar á Hlíðarenda og Bakkabræður og sífellt með kröf- ur um málvöndun. Þetta lið er allt farið og það eru öðruvísi Íslendingar í dag. Ég vona að ég kannist við eitthvað.“ Hvernig er tilhugs- unin um að koma aft- ur heim? „Hún er góð þó að ég eigi eftir að sakna einhverra kunningja hér. Þeir eru nú svo margir dauð- ir sem ég þekkti. Maður kynnist til dæmis þessum viðskiptavinum ekki mikið en í upphafi þóttust þeir hafa áhuga á manni. Þeim fannst flott að ég væri Íslendingur og á þeim tíma gaf ég mig út fyrir að vera rithöfund- ur eða eitthvað slíkt og þeir héldu að ég væri háklassa sendisveinn. Ég veit það nú ekki en þeim var talin trú um þetta. Allir sem koma fyrir í þessari bók sem þú last eru horfnir úr mínu lífi og ég var að velta fyrir mér hvort fólk ætti eftir að sakna mín þegar ég fer. En þetta er Ameríka. Fólkið hér saknar ekki neins.“ Þú átt þá ekki marga sanna vini þarna úti? „Nei. Það er kannski ljótt að segja það en í Ameríku eru allir vinir og enginn. Kannski hleypa þeir mér ekki úr landi ef ég fer að níða landið svona,“ segir Kristinn og hlær áður en hann heldur áfram: „Ég þekki marga Ameríkumenn af góðu. Ég var í slagtogi með konu sem var kölluð Miss Curry og átti vini inn á við. Sumir hafa verið góð- ir og gefið mér mat og slíkt og haldið trúnaði við mig sem samstarfsfólk. En ekki þannig að þeir gætu ekkert án mín verið eða eitthvað slíkt. Miss Curry var sú eina sem var minn fé- lagi hér í mörg ár, þó að hún hafi ekki verið neinn vinur. Við vörum eins og gömul hjón sem rifumst en hún and- aðist 2011 þá 93 ára gömul.“ Trúir ekki á ástina Þar sem langt er liðið á desember leikur blaðamanni forvitni á að vita hvernig Kristinn hefur eytt jólunum í New York og hvort hann hafi ein- hvern tímann verið einn á aðfanga- dagskvöld. „Mér hefur stundum verið boðið til Íslendinga, stundum til Ameríkana og venjulega er ég ein- hvers staðar. Þar er ekkert hangikjet heldur er meira um kalkún eða eitt- hvað amerískt. Ég hef eytt nokkrum aðfangadagskvöldum einn, sérstak- lega fyrstu jólin hér. Þar var svo sem allt í lagi. Það er mikill undirbún- ingur og glys fyrir jólin hér og svo flýta þeir sér eftir 26. desember og vilja gleyma öllu sem fyrst. Ég sagði einhvern tímann að jólin ættu að vara til þrettándans en þá var mér svarað að það væri fáránleg hug- mynd.“ Finnurðu fyrir heimþrá. Og þá kannski sérstaklega á þessum árstíma? „Já, oft og tíðum. Ættingjarnir eru margir komnir í kirkjugarðana og maður saknar þess að ganga um í Fossvogskirkjugarði. Ég hef aftur á móti annað tímaskyn en margir aðr- ir. Mér finnst stundum eins og ein vika hafi liðið síðan ég kom hingað en stundum heil eilífð. Í mörg ár hef ég verið á eins konar sjálfstýringu. Ég hef gengið um eins og vélmenni og allt komist í ákveðinn vana. Eins og er kallað á slæmri íslensku „rútína“.“ Þú fórst út til að leita að ástinni? Hvernig hefur það gengið? „Já, líklega gerði ég það en að því leyti er ég mjög breyttur. Ég trúi ekki á neitt slíkt lengur. Alls ekki. Ég hef átt í slíkri reynslu að það er mín niður- staða. Þessar stúlkur hafa venjulega verið neytendur efna eins og krakks og það er ekkert að marka það sem þær segja. Að innan eru þær eins og vampírur. Þær tala fögrum orðum en meina ekkert með því sem þær segja.“ Það á nú ekki við um allt kvenfólk? „Ég vil ekki koma mér í vandræði gagnvart femínistum en þetta er mín reynsla. Ég hef kannski verið svona óheppinn.“ Vill ekki verða afæta Sendibíll Kristins er nú kominn aftur upp á Manhattan-eyju og hann búinn að gefa blaðamanni meira en klukkutíma þrátt fyrir annasaman dag. Það er þó ekki hægt að sleppa sendisveininum án þess að spyrja hvað hann ætli sér að gera þegar hann loksins kemur heim. „Er ég ekki kominn á eftirlauna- aldur?“ spyr Kristinn og svarar blaðamanni að hann sé 52 ára. „Hvort ég verð atvinnuhæfur eða ekki verður að koma í ljós. Ég er al- gjör öreigi en ég vil ekki verða einn af þeim sem eru með höndina útrétta. Það er litið illa niður á slíkt fólk sem er kallað afætur. Það er einn félagi minn sem segist geta sannað það að ég sé ekki atvinnuhæfur. En ég geri ráð fyrir að ég reyni að finna vinnu til að byrja með. Kannski grjótmulning. Mér leið oft vel á Selfossi en það er búið að selja ættaróðalið. Þannig að ekki get ég verið þar en vestur- bærinn í Kópavogi var nú alltaf minn staður fremur en Garðakaupstaður. Holtagerði, skólahljómsveit Kópa- vogs, Kársnesskóli og menntasetur Guðmundar Hansen, þetta var mín tilvera.“ n „Ég er algjör öreigi en ég vil ekki verða einn af þeim sem eru með höndina útrétta. Það er litið illa niður á slíkt fólk sem er kallað afætur. „Ég var einu sinni sendur til lækn- is en var hálfneyddur til þess því ég er algjörlega andvígur öllu töfluáti. Einkennisklæðnaðurinn Kristinn gengur alltaf í jakkafötum, hvítri skyrtu, sem er oftast snjáð, og með bindi. Hann segist hafa gert það síðan á skólaárunum í Kópavogi. Borgarbúi Kristinn Jón Guðmundsson hefur síðustu þrjá áratugi lifað og hrærst í stórborginni New York. Hann segist nú ætla að snúa aftur til heimalandsins sem hann hefur ekki séð í 29 ár. Mynd Jón IngIBErg JónsTEInsson Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.