Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2015, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2015, Blaðsíða 18
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 18 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Jólablað 22.–28. desember 2015 Þetta er eigin- lega súrrealískt Friðarjól – hið innra og á jörðu Ísleif B. Þórhallsson óraði ekki fyrir eftirspurninni á Bieber. – DV Þ au eru að skella á okkur blessuð jólin, einn ganginn enn. Öll þráum við friðar- jól. Sumir óska sér friðar í heiminum en aðrir sækjast eftir friði í sálinni. Svo eru þeir sem sækjast eftir friði bæði hið innra og á jörðu. Þessi árstími er einstakur. Flest leggjum við niður hefðbundin vopn. Hvort sem er í samskiptum á Face- book eða í daglega lífinu. Ljóslif- andi birtist þetta í umfjöllun fjöl- miðla um stjórnmálamenn. Fyrir nokkrum dögum sökuðu þeir póli- tíska andstæðinga sína um lygar og popúlisma og eitthvað enn verra. Svo koma jólin og þessir sömu stjórn- málamenn ræða af alvöru hvað þeir myndu gefa „andstæðingum“ sínum í jólagjöf. Hvað er það eiginlega sem gerist í hugum okkar þegar við öll breytum um skap, mýkjumst og gleðjumst? Hvaðan kemur hún þessa mikla múgsefjun? Jólaþelið er sérlega áhugavert félagslegt fyrirbæri. Margir halda því fram að trúin sé að verki. Sjálfsagt er það í einhverjum tilvik- um en dýpri ástæður hljóta að liggja að baki. Við þekkjum það sjálfsagt öll að þegar líður að því að klukkan verði sex á aðfangadag, breytist allt. Loftið sem við öndum að okkur verð- ur öðruvísi. Við gleðjumst meira og margir klökkna undan álagi augna- bliksins. Þetta er svo fallegur tími og hann er svo dýrmætur. Uppskriftin að sálar friði er að sættast við sjálfan sig og aðstæður. Sætta sig við það sem er og ákveða að njóta hátíðarinnar. Njóta hennar með þeim hætti að maður gangi ekki á aðra eða sjálfan sig. Leggja lykkju á leið sína og hjálpa með einhverjum hætti öðrum sem þurfa aðstoð. Félagi minn var í öngum sínum því hann átti ekki fyrir jólamat. Hann leitaði til mín og ég gat hjálpað hon- um um nokkrar rjúpur sem ég átti aukreitis. Við glöddumst báðir. Hann yfir rjúpunum og ég yfir því að hann skyldi leita til mín. Sælla er að gefa en þiggja – það er mikið til í því. Varðandi uppskriftina að friði í heiminum, þá kann ég hana ekki. Sjálfsagt væri eina færa leiðin að jólastemming væri allt árið. Við fengjum þó ábyggilega fljótt leiða á því. Hátíðin er í heimreiðinni. Njótum hennar og hjálpum öðrum að njóta. Leyfum gleðinni og kyrrðinni taka völd. Gleðileg friðarjól. n Niðurlæging ráðherrans Staða Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarráðherra, er ekki góð. Hann lagði mikið undir í RÚV málinu með frumvarpi um óbreytt útvarpsgjald en var þvingaður til að draga það til baka. Sá þrýstingur mun ekki síst hafa verið frá fram- sóknarmönnum kominn, en ýmsir þingmenn Sjálfstæðisflokks voru einnig andsnúnir frumvarpi Illuga. Illugi þykir hafa verið niðurlægð- ur mjög af samstarfsflokknum og eigin flokksmönnum. Því er spáð að Illugi muni, áður en kemur að næsta prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins, hverfa af hinu pólitíska sviði og finna sér starf á nýjum vettvangi. Ásmundur í ham Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur átt hressilega spretti upp á síðkastið. Æ sjaldgæfara er að þingmenn úr röðum stjórnarliða þori að láta hvína í og finna fyrir sér. Í tvígang hefur Ásmundi verið svo ofboðið að hann hefur hætt sér út á hinn flughála rit- völl til að gagnrýna fólk sem yfirleitt sætir lítillar gagn- rýni og er oftar en ekki handhaf- ar sannleikans. Fyrst lét Ásmund- ur Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans, heyra það. Kallaði hann bloggfjölmiðlamann og þátttak- anda í stjórnmálum. Nú síðast hjólaði hann í Björn Val Gíslason, fyrrverandi þingmann, og kallaði hann óþverra. Ásmundur er í ham. Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18 Lengri og breiðari parketpLankar Guðbergur Bergsson rithöfundur Kjallari Er enginn lengur í stuði? Nokkrar spurningar í lok ársins 2015 E r enginn lengur í hinu gamla góða stuði? Þjást orðið allir af áfallastreituröskun? Er sökina að finna hjá karlmönnum sem hata konur? Hafa allir sakleysingjar á landsvísu orðið fyrir einelti og misskilningi? Gengur kyn- ferðislegt áreiti jafn ljósum logum og draugarnir áður í sveitum og þorp- um? Af hverju eru núna til bjánar á fleiri stöðum en í Grindavík sem var áður yfirlýst bjánabæli af bændum í Flóa fyrst þar var léleg rollubeit og engar mýrar til að ræsa fram svo kýr hefðu fast undir klaufum? Er hægt að mæla ágæti Bjarkar í hagtölum? Kunna útlendingar ekki að meta íslenskar kvikmyndir um andlega kröm karla og áfengisneyslu þeirra á Flateyri? Væri þá ekki ráð að breyta stílnum og færa fylliríspartíin til Þingeyrar? Eða er íslenska fram- leiðslan miðuð við verðlaun á kvik- myndahátíðum á útkjálkum þar sem vandræðalegar myndir keppa um hylli á hvíta tjaldinu? Hvernig ætli kófið og skafrenningurinn verði í næstu kvikmynd Baltasars? Verður þar nóg af angistarfullum leikkon- um í grátbúningi og groddakörlum að böðlast í tilverunni? Fáum við ekki lengur annað en útvarpsperlur bragðbættar með auglýsingum í Ríkis útvarpinu endurteknar fimm sinnum næstu áratugina? Hefur fólk meiri áhuga á undirhökufjölgun for- sætisráðherra en framgangi hugsana hans í rúmri augnahæð? Er hann starfi sínu vaxinn á vegum þjóðar sem ber sig saman við þjóðir sem hún ber sig saman við hjálparlaust? Hví eru menn ekki lengur snarvit- lausir út í Davíð Oddsson og drottn- ingarviðtöl hans? Er ráðgátan í for- setaframboðinu loksins leyst? Býður Ólafur Ragnar Grímsson sig enda- laust fram í úrræðaleysinu, enda gerir hann sér grein fyrir að hann á engan möguleika á embætti á al- þjóðavettvangi að Bessastöðum slepptum? Vilja góðmenni fleiri flóttamenn til landsins vegna þess að þannig fá atvinnurekendur tæki- færi til að sýna mannúð með því að hafa þá á svínslega lágu kaupi í dag- vinnu, síðan geta þeir bætt sér upp svikin með því að vinna svart eftir vinnu og um helgar? Þannig halda góðmennin lifandi því sem var kall- að einstaklingsframtak og engan kjaft? Af hverju hætti Angela Merkel að taka af sér „selfies“ með flótta- mönnum og fá þannig myndir af sér í blöðunum? Er Pútín eini þjóðhöfð- inginn sem ræður í landi sínu? Er Evrópa ekki sjálfráð heldur ráðþrota? Stjórna hryðjuverkasamtök íslamska ríkisins í raun öllum ríkjum álfunn- ar meðan evrópskir leiðtogar stunda bendingaleik? Hvað nú í tengslum við efnisval í bókmenntum eftir jólabókaflóðið sem hefur með fjögurrastjörnu sög- um keyrt niður pabbana frá A til Ö án þess að upphefja mömmur í öllu stafrófinu? Er hægt að koma á fjöl- þjóðasamfélagi í einsleitu fámennis- samfélagi? Er íslenskt samruna- samfélag ekki í pípunum? Af hverju eru ekki lengur leikrit í leikhúsun- um heldur leiksýningar? Eru börn svo fær í guðfræði að kirkjan er ekki einu sinni til fyrir þeim á jólum? Óttast þau að verða fyrir andlegum skaða og þurfa að fá áfallahjálp eftir messu? Er fæðing Jesú orðin hættu- leg fyrir sálarheill barna? Er það glæpur gegn öðrum guðum en okkar að senda öllum fjær og nær hugheil- ar jóla- og nýársóskir með ósk um að þjóðin komist fyrsta janúar strax í stuðið sem hefur einkennt hana eftir að kristin trú var tekin í felum undir feldi með einn sannan guð fyrir alla landsmenn árið þúsund? n „Býður Ólafur Ragnar Grímsson sig endalaust fram í úr- ræðaleysinu, enda gerir hann sér grein fyrir að hann á engan möguleika á embætti á alþjóðavett- vangi að Bessastöðum slepptum? MyNd SIGtryGGur ArI Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is „Loftið sem við öndum að okkur verður öðruvísi. Við gleðj- umst meira og margir klökkna undan álagi augnabliksins. MyNd SIGtryGGur ArI Það er ný tilfinning Gunnar Bragi Sveinsson segir sérstakt að vera á lausu. – DV Við eigum ekki fyrir mat Hálfdán daði borðar hjá Kaffistofu Samhjálpar. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.