Alþýðublaðið - 24.12.1924, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.12.1924, Blaðsíða 8
•k ■*> úr henni; ég er kominn á áfanga- staðinn. Járnbrautarstöðin ér eios og allar aðrar býzkar járnbrautar- stöðvar; óg geng út, og húsin eru eins og hús í öllum öðrum þýz't- um bœjum og verksmiðjustromp- ainir teygja álkurnar upp fyrir mænirásana. Karlskrattinn heflr gabbað mig. Þetta er venjulegur verksmiðjubær og þó heldur af lakara taginu. Eg heö líklega ekki verið nógu fljótur að láta í lófa karls. Ég spyr lögregluþjón, hvoit þetta só .Rothenburg. »Já, en þér skuluð fara hérna gegnum nýja bæinn.< Ég geng sem leið liggur og kem út á engi, og þá blasa við mér borgarhlið og vígskörð. Öll hús snúa göflum að göt- unni; gluggar eru litlir og blý- greyptir, en brústeinarnir eru há- typptir og eins ervitt að ganga á þeim og á malarkambi. Ég geng inn á gistihús, sem heitir >í jirnhattinum«. Það þykir mér strax kynlegt, að fólkið sýnist vera að búa sig til svefns, og klukkan er þó ekki nema 6. Ég spyr, hverju sæti, en það segist. ætla til miðnæturmessu. Ég sé því það ráð vænst að fara líka sjálfur að hátta, en bið að vekja mig í tæka tíð. — — Klukkan um ellefu vakna ég upp úr fasta svefni við að kallað er fyrir utan dyrnar hjá mór: >Lof sé Jesú Kristic, og ég ansa: >Áð eilífu. Amenl< En svo kveðjast kaþólskir menn á Suður- löndum. Éegar óg kem ofan, lang- ar mig, eins og venja er til þegar maður er nýkominn á fætur, að fá mór einhverja hressingu, en þess er engínn kostur; menn fara fastandi tii messunnar. — Mið- aldir, hugsa ég með mór. »Takið þór eftir klukkunni, klukkunni á ráðbústorginu, þegar hún slær á miðnætt,i«, kallar vinnustúlkan á eftir mór; hún á að gæta hússins jólanóttina. Og allar jólanæturþjósögurnar fslenzku fljúga mér í hug. Skyldi huldu- maðurinn vera búinn að sækja hana, þegar fólkið gengur frá messu ? Pað er komið föl á jöiðu, eg um göturnar líður iðandi mann- straumur í mér ókendum búning- um Éað er fólk úr sveitunum í kring, sem vill sækja helgar tiðir. — Miðaldir, hugsa óg og læt ALÞYÐUSLABlÐ berast með straumnum ofan að litlu, hrörlegu kirkjukríli, mosa- vöxnu upp í þakskegg. Kirkjan liggur utan í vígis- vegginn, og eru vígsköið á báðar hcndur, og vantar ekki nema brynjaða menn með boga og hakabyssur, svo að myndin sé þar fullgerö. Ég berst með straumnum inn utn kirkjudyrnar, og gömul kona, sem á undan mór gengur, dýfir flngrunum í vatnssteininn og rótt- ir mér vatnið á gómum sfnum. Altarið er útskorið hið efra og neðra; á opnum væogjunum er öðr- um megin engillinn Gabríel á tali við Mariu mey, og út um gluggann á stofunni sést landslag, sem er alt rammvitlaust dregið npp, en á hinum vængnum er mynd af þrenningunni og andlitin eru eins og þau sóu sofandi, en klæðin eru í hinum skrautlegustu fellingum. Alt logar altarið í Jjósum, og fyrir framan það eru tveir djáknar að koma fyrir hástóli biskups, en úti í horni stendur kórdrengur og hringsnýr glóðarkeri í ákafa, en fólkið ýmist heilsast eða biðst fyrir. Nú taka kirkjuklukkurnar að hringja. Það á að gera próses- síu á móti biskupi Fjórir djáknar bera fram baldikin, og klerkalýður mikill gengur út úr kirkjunni og er borið krossmaik fyrir. Fyigir þeim allur söfnuðurinn. Fegar komið er fyrir hús biskups, nemur hópurinn staðar og biskup gengur út. Hann er með mítur, rauða kórkópu með stungnum myndum f bak og fyrir og bagal í hendi. Hann er stór maður og þrekinn og mjög við ár. Fólkið krýpur niður, meðan biskup gengur fram hjá, og er borið yfir honum bal- dikinið. Ég geng aftarlega í hópn- um og só alt af glitta í rauðu kápuna á biskupi; hún er blóðrauð, eldrauð, lifrauð, og alt í einu dettur mór í hug gamla rauða kórkápau, sem hangir í þjóðmenja- safninu okkar heima í Reykjavík, kápa Jóns biskups Arasonar, bless áðrar minningar. — Og alt í einu er Rothenburg og Wuizburgarbiskupinn a't á bákog burt, og ég bó, að Það er hans herradómur, Jón með guðs þolin- mæði biskup á Hólum og admini- strator alls Skálholtsbiskupadæmis, sem er að ganga til heilagra tiða í dómkirkju sinni á Hólumnorður, skiýddur kápunni rauðu. Og mynd- in skýrist. Söfnuðurinn syngur grallaralagið gamla: In dulci jubilo Binget und seid froh. c • • In dulci jubilo glaðir syngjum sö, liggur ósk vors hjarta in praecæpio, skín sem sólin bjarta matris in grernio alpha es et ó. — — Þetta eru miðaldirnar lifandi. Gamli grallarasöngurinn með fer- strendu nótunum á fjórum strengj- um, stuðla- og rím-skakkur, en einfaldur eins og barnshjartað, sem eitt getur lifað jólin, hátíð heið- inna og kristlnna. Og miðaldirnar, firtar ryki iiðandi dags, skínandi fagrar i móðu fjarlægðarinnar, hljóma af þessum söng, og hann ómar af vörum fólksins, þangað til brag- og bagna-smiðir nútím- ans, með bragreglur í annari hendinni og andleysi í hjartanu, smíða hann upp, gara hann sléttan og feldan, gera hann eins og ný- strokið hálslín og setja inn í skrautbundna sálmabók, sem gefia er barni á fermingardegi, og þar kefur hann í sand hins almenna velsæmis. — — Alt í einu slær klukkan á ráðhústorginu og tveir hlerar á ráðhúsvegguum opnast. Á ððrum glugganum sést mynd af Tilly, hershöfðíngja úr þrjátiu ára stnð inu, en hinutn megin sést borgar- stjóri Rothenburgs vera að bjarga bænum undan ránshöndum her- sveita Tiilys, með þvi að drekka f einum teig sex marka glas af rínarvíni, En biskup Jón er aftur genginn inn í Svörtuloft fortíðar- innar, og biskupinn af Wúrzburg heldur leiðar sinnar t'l kirkju Jó- hannesarriddaranna og fólkið syngur Ia dulci jubiló. Ouðlrandur Jónsson. Erindi úp nVöggukvœðií' (Eftir séra Einar Sigurðsson, f. 1539.J Fjármenn hrepptu fögnuð þann, þeir fundu bæði guð og mann; i lágan stall var lagður hann, þótt lausnari heimsins væri; með visnasöng ég vögguna þina hrærf,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.