Alþýðublaðið - 24.12.1924, Blaðsíða 1
jSíáí
Ckfidðt af
1924
Aðfangadag jóla.
303. töiublað,
Gleöileg jó|I!
[Glaðmœltir segjum við: Gleðilegjjól! Z
Gleðileg jól!
Þrá eftir friði og fagnaðarsól^
fœra' okkur jól.
Andstœðing réttum við hlýlega hönd,
hendir brott vopnunum stríðandi önd.
Jafnvœgis-jóll
Loksins á jólunum brœðralags-bönd
bundið fœr drottinn um strendur og lönd.
Alkœrleiks-jól!
Eflist með Kristi um bgggðir og ból
brœðralags-stefnunnar ylur og skjól!
Gleðileg jólt
Sigurjón Jónssóji.
„Sú fijéð, sem í myrkri pnpr,
sér mikio ljös"
Kafli úr kvoldsongscrindl, flattu íHestöyrarkirkju
vlð Jökuftjörðu á aðfangadagskvöld jóla 1922.
>Sú þjóð, sem í myrkri gengur,
sér mikiÖ ljós«. (Jes. 9. 2). -—
Saunarlega er sá maöur iila stadd-
ur og í miklu og svöitu myrkri,
sem ekki þekkir kærleikskehriingu
Jesú Krists. Fyrir komu Jesú í
heimirm, þráðu mennirnir nánara
samiélag við guð og ástúðgara,
heldur en þeim hafði verið kent
um. Peir reyndu að bhðka hann
með fórnum, — voru margir si-
felt aö hugsa um, hvort hann
myndi ekki reiðast sór. Peim var
sannarlega vorkunn. Sjálfsagt hafa
þó margir þegar á þeim dögum
fundið, að reiðin er merki van-
máttar og ófulikomleika, en ekki
algæzku, speki og almættis. Fagn-
aðarerindi Jesú er fyrst og fremst
íalið í þessu tvennu, að hann sýndi
oss föðurinn, sýndi oss kærleika
hans til allra manna, og i kenn-
ingu hans um brœðralag mann-
anna. Fyrir því skulum vór vita,
að þab er hið mesta guðlast, að
kristinn maður tali um reiðan
guð, eins og mennirnir gerðu í
fávizku sinnl áður en Kristur kom
i heiminn. Jesú leiddi í ljós það,
sem er gagnstætt hugmyndinni um -
reiðan guð, að vér erum öll sam-
an börnin hans, hihs algóða guðs,
sem hann elskar af öllu hjarta
sínu. JEftir að Jesií heflr lifað og
dáið til að leiða í ljós ást guðs á
mönnunum, — sbr. orðin hans:
>Meiri elsku hefir enginn en þá,
að hann láti líf sitt fyrir vini
sína,« og jafnframt: >Sá, sem
heflr séð mig, heflr séð föð-
urinn<, — eftir öll þessi dá-
semdarverk ástar guðs, er það af-
skaplegt, að nokkur kristinn maður
skuli geta hugsað aér, að guð út-
Iskdö nokkurri mannssál eilíflega, —
fskapi hana og sendi í heiminn,
Iviti fyrir fram um vanmátt henn-
ar, og um alt, sem á vegi hennar
verður, allar freistiogarnar, sem
fyrir henni liggja, öll skerin, sem
hdn muni steyta á, og þó að
lokum útiloka hana frá faðmi
sínum um alla eilífð; og ekki að
eiris það, heldur áskapi henni
ódauðleika og meðvitund eilíflega,
til þess að hún kveljist endalaust
í myrkrunum fyrir utan dýiðar-
heimkynni hans. Á nokkur maður
svo hataðan 6vin, að hann myndi
loka hann um álla eilífð í yztu
myrkium, ef hann væri svomatt
ugur að geta það? Ég hygg að
hiklaust sé óhætt að neita þeirri
spurningu. Svo vondur er varla
nokkur maður. Og er þá ekki
ógnarleg biindni að ætia guði
slíkt verk, sem er verra en svo,
að ófullkomin og spiltír menn
myndu gera það ? Jd, sannarlega.
Og þ6 eru að eins fáir áratugir
siðan, að við sjálft lá, að tveimur
af vorum beztu og viðsýnustu
prestum hér á íslandi væri vikið
úr embættum fyrir þær sakir, að
þeir kendu, að guð væri betri en
svo, að hann gæti fengið af sér
að útskúfa nokkrum manni ei-
líflega, — þeim, sóra Matthíasl
Jochumssyni og séra Páli í Gaul
verjabæ. Ég er i engum vafa um,
að Jesú hefði grátið yflr okkur
þá, líkt og hann grét yfir Jerú-
salem forðum, ef hann hefði verið
sýnilega nálægur okkur hér á
íslandi. Og ég á hægt með að
trúa því, að jafnvel í dýrÖ sinni
hryggist hann af slíkri fávizku,
hryggist af hjarta yflr því, hve
ástarorð hans og ástárverk eru
lengi að bijóta isinn af sálum
mannanna, þar til loks að allir
Yiðurkenna fyrirvaralaust, að guð
er fyrst og fremst kærleikam guð
og faðir hvere einasta manns;
og að hann er betri faðir en svo,
að hann útskúfl nokkru barninu
sínu eiliflega. — Með öllu lífl sínu