Alþýðublaðið - 24.12.1924, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.12.1924, Blaðsíða 10
m MINNINGAR Við gluggann nætur-golan suðar svöl, og Suðurdali faðmar rökkrið ljósa; af fremstu heiðarbrún til yztu ósa er ásýnd himins skuggadökk og föl. En bjarma slær af bernsku-draumum mínum um brekkur, holt og móa, gil og á. í grænna hálsa löngum öldu-linum ég lit mins hugar fyrstu, dulu þrá. Hver veit, hve djúpt þeir geislar geta sáð, er glampa fyrsta sinn i barnsins augum, er ljóssins fegurð titrar i þess taugum og tungan þegir, — alt er dýrð og náð; úr moldu stlgur angan ungra blóma, sem andi jörðin bljúgri. heitri þrá, — en gullhlið vestur-loftsins opin ljóma, og ljÓBÍð skin þar út um guði frá. Nú ris úr móðu margt, sem tlminn fal á mínum vegum alls staðar og hvergi. Hér átti’ ég viða dyr á blökku bergi að bjartra álfa háum, skreyttum sal. 0g oft ég starði’ 'i leiðslu’ á Ijúfu kveldi, er logum sól á Grafartinda hlóð, en Baula, rjóð af aftanskinsins eldi, sem æfintýraland i fjarska stóð. En siðast loftsins töfradýrð varð tóm, og tómleik eftir létu kvöldsins skálar, þvi náttúran er bergmál barnsins sálar, en barnið þráir lifsins hlýja róm, — þá tryggu ást, sem kyssti mínar kinnar og kærleik Drottins fól mig blitt og hljðtt, er sofnaði’ ég til fóta fóstru minnar og friður signdi baðstofunnar nótt. Hún fóstra min er imynd æðst og mál þess alls, sem göfgast veit ég hér i lifi: Það er sú fórn hjá móður, mey og vífi, sem megnar ein að frelsa týnda sái; — *Ú konutrú, sem treystir, biður vinnur og táragliti brúar yztu höf, — sú konu-ást, sem alt af vegi finnur og yfirstigur synd og dauða’ og gröf. Já, streym þú, ljúfsár minninganna mar, þin máttug röst i djúpi sínu felur það fyrirheit, sem alla framtið elur. — Hver einlæg spurning fær að lokum svar. 0g alt hiö bezta’ er eilift hjá oss sjálfum, og aldrei glatast nokkurt kærleikstár. Þótt sökkvi lönd og úthöf verði’ að álfum, skin andans himinn sifelt draumablár. Jakob Jóh. Smári --------1----í. (Framhald frá 2. síðu.) hlakkaði ég og áýstkyni min til jól- ! anna og biðum þeirra með mikilli eftirvæntingu. Og eftir þvi sem nær færðist jólunum, fórum við börnin að spyrja mömmu, hvað hún ætlaði að gefa okkur að borða um jólin, því við vissum fullvel, að við myndum öll fara i „jólaköttinn", þvi við höfð- um aldrei fengið neitt i jólagjöf. Pabbi og mamma gátu ekki gefið okkur neitt. Við höfðum heyrt hin börnin tala um, að þetta og þetta hefði pabbi þeirra gefið þeim i jólagjöf, — svo þau hefðu þó ekki farið 1 „jólaköttinn". —’Þannig fengum við aö vita, að „jólakötturinn“ væri til. Þegar við systkynin spurðum mömmu um jólamatinn, brosti hún að eins og sagðist skyldi hafa það eins gott og hægt væri. Það fanst okkur ágætt svar og biðum þolinmóð. Pabbi og ég hnýttum þorskanet saman. Við keptumst við, eins og við gátum. Suma dagana hnýttum við heila „slöngu", og það fanst okkur gott. Fyrir „slönguna“ fengum við 4 kr., — af þeim áttum við að lifa. Fjörar krónur á dag, þegar bezt lét, — handa 6 manna fjölskyldu. Alt af var að styttast til jólanna, og eftir þvi flýttum við okkur við netahnýtinguna. Égkeptist við alt hvað af tók, — gaf mér varla tíma til að borða. Og svo kom dagurinn fyrir Þorláksmessu. Þegar ég vaknaði um morguninn, sagði mamma mór það brosandi, að pabbi hefbi verið beðinn að koma i vinnu, — og ég yrði þvi einn að reyna að ljúka við „slöng- nna“, sem við vorum hálfnaðir með. Þessu tók óg auðvitað með gleði og vissi, að fyrst pabbi fékk vinnu i dag, þá myndu jólin okkar verða þess betri, og svo leið til hádegis, og ég vann af kappi. En þá komu fjórir menn heim með pabba; — hann hafði siasast; hann hafði höggið járnkarlinum niður i fótinn' og brotið hann. Við tókum þessu með þolin- mæði. Fátæklingar eru vanir von- brigðum. Samt fanst mór óg ekki geta haldið áfram að vinna; ég gat það ekki — og hætti. — Pabba leið illa i fætinum. Læknirinn sagði, að hann myndi eiga lengi i þessu. Ég sá mömmu gráta og systkynin min’ voru óróleg og kvíðandi, — þau voru lika svo ung; ég var elztur, að eins 14 ára. Á aðfangadaginn fór mamma út. Systkyni 'min gerðu sér |ýmis konar vonir. En óg vissi, til hvers mamma fór út; hún ætlaðl til Jóns kaup- manns og biðja hann að lána sér hveiti, til þess, að hún gæti bakað kökur til jólanna. Ég fór að tala við systkyni min og segja þeim, að við gætum vist ekki fengiö neitt gott á jólunum þvi, að pabbi og mamma væru svo fátæk núna, og svo hefði pabbi lika meitt sig. Tvö þau yngstu fóru að gráta og sögðu: „Ég vil fá gott á jólunum," — og þegar við hin sáum þau litlu gráta, grétum við líka. En þegar við heyrðum fótatak mömmu i stiganum, þurkuðum við af okkur tárin, — þvi við vildum ekki láta mömmu sjá, að við værum að gráta út af þessu. Þegar mamma kom, sá ég strax, að illa lá á henni, og ég heyrði, að hún sagði pabba, að Jón kaupmaður hefði tekið sór vel. En þegar hún bað hann um Jánið, — sagðist hann þvi miöur ekki geta það, og ekki þora það, þvi pabbi væri nú veikur og myndi ef til vill aldrei geta borgað skuldina, og meö það fór mamma heim. Aðfangadagskvöldið kom. Mamma fór i kirkju og öll hin systkyni min. En ég vildi ekki fa’ra. Hvað hafði ég að gera i kirkju?' Ég vildi vera heima hjá pabba. Þegar mamma kom heim úr kirkj- unni, fórum við að boröa, og af þvi við vissum, að ekkert gott var til, urðum við ekki fyrir vonbrigðum, þegar mamma kom með hálfa köku, búna til úr rúgmjöli, handa hverju okkar. Og svo, þegar við vorum búin með kökuhelminginn okkar, setti mamma eitt stfórt kerti á borðið kveikti á þvi og fór að lesa. Fyrst framan af hlustaði óg á, en svo fór óg að hátta. Mamma hætti rétt strax, og svo háttuðu öll og fóru að sofa. En ég gat ekki sofið. I langan tíma vakti ég og grét. Ég skildi þetta ekki. Hvers áttum við að gjalda? Af hverju vorum við svona fátæk? Nei, ég gat ekki skilið þetta. Og mis- munurinn. — Seinni part dagsins hafði ég sóð suma nágrannanna bera ýmis- legt góðgæti og skraut heim til sin, og svo voru leiksystkyni min að spyrja mig, hvað ég fengi i jólagjöf. En ég gat engu svarað. Guð var góður, mamma sagði það, og þá var það satt.Tln hvers vegna gerði hann þetta? Hann, sem var aigóður, ég skyldi það ekki. Alt af þegar ég hugsaði um guð, þorði ég ekki að að hugsa lengra, þvi það var ljótt að hugsa um guð á þann hátt, sem ég fann að ég hlyti að hugsa, — ef ég héldi áfram. Pabbi vann alt af baki brotnu, og við börnin, eins og við gátum. Mainma átti aldrei nýjan kjól og var aldrei vel til fara. Og alt af vorum við fátæk. Nei; ég skildi þetta ekki. En ég fann, að ég þroskaðist á þessari andvöku-jólanótt. Ég fann, að ég var að þekkja lifið, — og um morguninn skyldi óg, þó ung- ur væri, að til eru tvenns konar menn, þeir, sem þræla og líða, og þeir, sem lifa vel og vinna ekki. Ég skildi það þá, að pabbi til- heyrði þeim fyrr nefndu, og ég var sonur hans. — Þess vegna vissi óg hvorum óg tilheyrði. — Eg vildi berjast með pabba og hans stéttar- bræðrum, þeim kúguðu, —- og á móti Jóni kaupmanni og hans stótt, — þeim, sem kúguðu. Og þetta he.fi ég gert og vona, aö óg verði fær til þess, meðan ég lifi. Og þetta eru min fegurstu jól, — þvi að á jólunum þeim skildi ég hið sannasta, sem til er. —■ _____________Ungur jafnaðarmaður. Prentsm. Hallgrlms Benediktssoöit Bergataðwteastt 18,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.