Skagfirðingabók - 01.01.2005, Blaðsíða 32
SKAGFIRÐINGABÓK
Ég sagði jújú, ég hefði gaman af því... Andrés sagðist skyldu
láta mig vita og ég fékk vinnu suður á Keflavíkurflugvelli.
Þetta var um vortíma og ég var svo illa haldinn fjárhagslega
að ég varð að slá fyrir fötum og skóm, ég hafði gengið lengi
í sömu fötunum, þau voru brún, ég man eftir því, og kom-
in út á þeim hnén. Það hafði verið stagað ofan í götin og
fór nú ekkert illa á því, en þetta var dálítið skrítið og stíft.
Suður á Velli vann ég á lager fyrir flugvélar, flokkaði eftir
númerum og svo framvegis, mig minnir að ég hafi verið
þar í hálfan mánuð. Þá kom hringing: koma áTímann.
(Illugi Jökulsson, Tíminn, 28. mars 1982)
Þar með var Indriði G. Þorsteinsson orðinn blaðamaður að at-
vinnu. Hann skrifaði fréttir, fór um landið og ræddi við menn.
Hann naut þess að vera upprunninn á landsbyggðinni og
þekkja til bænda og búskapar. Framsóknarflokkurinn átti sín
vígi í hinum dreifðu byggðum. Hann var útgefandi Tímans og
á þeim árum skyldu flokksblöðin vera sverð og skjöldur hvert
síns flokks. Auðvitað var margt í blöðunum sem ekki féll und-
ir stjórnmál: fréttir og almennt mannlífsefni til fróðleiks og
skemmtunar, viðtöl, pistlar og aðsendar greinar. En Tíminn
lagði áherslu á að hugsa vel um landsbyggðina og þar hlaut
ungur, röskur og ritfær Norðlendingur, nýkominn til höfuð-
borgarinnar, að geta komið að góðum notum.
Hér á við að víkja að afstöðu Indriða til stjórnmálaflokka.
Faðir hans var framsóknarmaður að minnsta kosti framan af,
en síðar róttækur vinstrimaður, leit á ríka menn sem andstæð-
inga sína, segir Indriði. Hann hefur talið eðlilegt að skipa sér í
helsta andstæðingaflokk þeirra sem fátækur leiguliði í sveit og
síðan verkamaður á mölinni. Indriði tók aftur á móti ein-
dregna afstöðu gegn kommúnistum og má segja að hann hafi
haldið sig trúlega við hana upp frá því. Og sósíaldemókrat
varð hann ekki heldur. Ungur maður á Akureyri gerðist hann
sjálfstæðismaður og var fyrsti formaður Varðar, félags ungra
30