Skagfirðingabók - 01.01.2005, Blaðsíða 140
SKAGFIRÐINGABÓK
sérstaklega fallegt, gaman að sjá ljósadýrð staðarins á meðan
farið var út fjörðinn. Svo hvarf hún á bak við Strákana og ekk-
ert að gera annað en leita að koju sinni.
Þetta hafði verið ljómandi skemmtileg stund þarna uppi og
kominn galsi í mannskapinn. Ég fór nú niður að finna klef-
ann. Tryggvi var þar fyrir og kominn ofan í koju. „Mundirðu
eftir sjóveikispillunum? Ég er að verða sjóveikur.“ „Æ, ég hef
steingleymt þeim. Ég fór til Lillu og við fórum á bíó, og þegar
ég kom þaðan var orðið framorðið og engin leið að útvega pill-
urnar.“ Óvart var ég með hendina í vasanum og þegar baunin
lenti nú ennþá á millum fmgranna, kviknaði gamansöm, sak-
laus hugmynd til að geta hlegið að. „Ég spurði Lillu hvort hún
ætti sjóveikispillur handa þér, ég hefði gleymt að fá þær. Hún
sagðist engar eiga, eina eða tvær eldgamalar og fyrir löngu
ónýtar. Ég fékk þær og hún sagði að ég yrði að taka þær báðar,
helst væri að það gerði gagn. Ég er búinn að taka aðra svo það
er best ég klári hina.“ Nú lyfti ég hendinni og baunin blasti
við Tryggva um leið og ég ætlaði að stinga henni upp í mig.
Nú var Tryggvi orðinn mjög áhugasamur fyrir bauninni, reis
upp á olnboga um leið og hann sagði: „Nei, elsku góði láttu
mig hafa hana, mér er farið að líða svo illa í öllu kviðarholinu,
upp undir bringspalir. Góði besti láttu mig hafa hana.“ „Það
væri bara til að eyðileggja fyrir báðum,“ sagði ég. Nú heyrði ég
í félögum okkar frammi á ganginum og sá að tíminn var úti.
Ég rétti Tryggva baunina og sagði: „En þú verður að tyggja
hana vel, þú mátt alls ekki renna henni niður.“ Tryggvi tólc
himinglaður við bauninni og tuggði hana í gríð og ergi. Hún
stóðst allar árásir hans af eindæma dugnaði. „Hvernig þykir
þér hún?“ spurði ég. „Hún er alveg einsog bréf.“ Ég rak upp
hvínandi hlátur, þetta var svo óvænt svar. Nú grunaði Tryggva,
skoðaði baunina, sem flettist í sundur, og þá blasti nafnið
Siglufjarðarbíó við. Sökudólgurinn uppvís, aðeins hægt að
hlæja, og Tryggva batnaði.
Esjan hélt sína leið. Þegar birti um morguninn var hún
138