Skagfirðingabók - 01.01.2005, Blaðsíða 36
SKAGFIRÐINGABÓK
veður uppi í sögunni“, segir í sama dómi. (Bjarni Benedikts-
son, 264-65). En þetta er líka gömul saga að efniviði, um
gamla konu í baðstofu og hlóðaeldhúsi sem deyr á moldargólfi
úr hungri á harðindavetri. Sá horfni heimur sem hér er lýst, og
eldri höfundar höfðu áður fjallað um í sögum með sínum að-
ferðum, er vissulega fjarri þeirri nýju öld örrar lífshrynjandi
sem Indriði hrærist sjálfúr í. Skyldi hann geta brugðið ljósi á
þennan tíma með listrænum hætti og tileinkað sér þann sögu-
stíl sem þeim efniviði hæfir?
Sama ár og Indriði gerðist blaðamaður og haslaði sér völl sem
rithöfúndur með ,Blástör‘, kom bandarískur her til Islands á
ný samkvæmt samningi við íslensk stjórnvöld. Það gerðist vor-
ið 1951. Koma hersins var heitt pólitískt deilumál, þótt ekki
ylli hún jafn hatrömmum átökum og Keflavíkursamningurinn
1946 og inngangan í Atlantshafsbandalagið 1949. En árin eft-
ir 1951 var herinn fyrirferðarmikill í íslensku þjóðlífi, setti
mark á efnahagslíf og menningu. Andstaðan gegn honum
magnaðist, stjórnmálaflokkur sem helgaði sig henni, Þjóðvarn-
arflokkur Islands, náði verulegum árangri með því að höfða til
þjóðerniskenndar landsmanna, henni væri freklega misboðið
með þessari átroðslu af hálfú bandaríska heimsveldisins. Menn
voru ennþá minnugir þess loforðs að hér skyldi aldrei vera her
á friðartímum. I alþingiskosningum 1953 velti Þjóðvarnar-
flokkurinn þingmanni Framsóknarflokksins í Reykjavík úr
sessi og kallaði þannig á sérstök viðbrögð í þeim flokki og þá
um leið áTímanum, blaði Indriða G. Þorsteinssonar.
Kveikjan að sögu Indriða, Sjötíu og níu af stöðinni, er hin
ágenga návist bandaríska hersins á Islandi. Sagan tók að mót-
ast í huga hans árið 1954, þá um sumarið kom frétt í Vísi þar
sem haft var eftir honum að hann ætlaði að skrifa skáldsögu
með haustinu. Sjálfur segir hann á þessa leið frá framhaldinu:
Ég fékk frí á Tímanum til að fara norður [á Akureyri], og
34