Skagfirðingabók - 01.01.2005, Blaðsíða 40
SKAGFIRÐINGABÓK
irherma Hemingways. En hvernig er því varið þegar grannt er
skoðað? Auðvitað er stílleg fyrirmynd höfundar auðsæ og næg-
ir að líta í Vopnin kvödd, þýðingu Halldórs Laxness, til að sjá
það, svo og Hverjum klukkan giymur í þýðingu lærföður Ind-
riða í bókmenntum, Stefáns Bjarmans. Það munu fremur hafa
verið þýðingarnar en frumtextinn sem urðu eftirdæmi Indriða,
enda hafði hann vegna stuttrar skólagöngu ekki mikla kunn-
áttu í ensku á sínum mótunarárum. Hemingwaystíllinn ein-
kennist af hraða, skýrum, stuttaralegum setningum, svalri hlut-
lægni á ytra borði til að dylja viðkvæmni og tilfmningasemi, -
og hefur því reyndar verið haldið fram að það hafi Hemingway
lært af fslendingasögum! Eitt einkennið sem Halldór Laxness
hélt til haga í sinni þýðingu, og þótti ekki íslenskulegt, er að
byrja setningu á „It was“, eða á íslensku „Það var“, til að negla
niður ákveðna staðhæfingu eða draga upp sviðsmynd örfáum
dráttum. Þetta notar Indriði og hefur sögu sína meir að segja
svo: „Það var kvöld í maí og fyrr um daginn höfðu fjórar
þrýstiloftsvélar flogið yfir Reykjavík ...“ til lendingar á Kefla-
víkurflugvelli. (Þetta var áður en hið ágæta orð þota var búið
að ryðja þrýstiloftsflugvélinni úr sessi). En menn létu sér ekki
nægja að benda á líkindi í setningagerð og framsetningu, held-
ur töldu líka að Indriði hefði tekið efnisatriði upp eftir Hem-
ingway og breytt þeim aðeins lítillega. Frægasta dæmið er í
einkar yfirlætisfullri grein Steingríms Sigurðssonar, ,Um Sjötíu
og níu af stöðinni og „múgrænu í íslenskri sögugerð‘“. Stein-
grímur segir að frásögnin af dauða Ragnars við Arnarstapa
minni „áþreifanlega á aðdraganda að dauða Harrys í ,Snjóum
Kilimanjarófjallsins1. Mælifellshnjúkurinn er notaður á sama
hátt og „stórkostlegur, hár og ótrúlega hvítur" tindur Kiliman-
jarófjallsins. I byrjun þeirrar sögu er talað um að nálægt vest-
urtindinum liggi uppþornað og frosið hræ af pardusdýri, og
enginn maður hafi nokkru sinni getað skýrt hvað það var sem
pardusdýrið leitaði í þessari hæð. Á svipaðan hátt talar Indriði
um hvítan hest í Mælifellshnjúknum.“ (Stefhir 1955, 88)
38