Skagfirðingabók - 01.01.2005, Blaðsíða 62
SKAGFIRÐINGABÓK
ur Hannes Pétursson Ijósi í stuttri grein sem samin var við út-
komu hennar og nefnist ,Blikavatn‘:
I upphafskafla skáldsögu sinnar, Norðan við stríð, bregður
Indriði G. Þorsteinsson upp þessum gamla spegli: mjólkur-
keyrari fer um sofandi Akureyrargötur í morgunsárið, en í
sólbjarma og lognblíðu úti á Polli draga menn nót sína. Ári
seinna eða svo brýtur höfundur þennan spegil á sama stað.
Stríðið er komið, ekki hersetan ein, ástand og uppflosnun,
heldur stríðið sjálft úr byssunum, stríðið skellur yfir það
fólk sem hafði búið „fyrir norðan“ það, í skjóli, heimurinn
í nýrri mynd skellur yfir.
Stríði, blóði slær niður í Akureyrarpoll. Lesandi áður-
nefndrar skáldsögu hneigist því til þess (hvort sem það var
nú mark höfundar eða ekki) að sjá í blikavatni Eyjafjarðar
ímynd annarrar spegillygnu sem brotnaði, spegillygnu hins
gamla tíma. (Hannes Pétursson, 67-68)
Norðan við stríð hrífur ekki lesandann á sama hátt og fyrri
sögur í þríleiknum, að minnsta kosti ekki þann lesanda sem
þetta ritar. Hún er skrifuð af miklu valdi og kunnáttu, en mörk-
uð kaldhæðni og sumar lýsingar hennar næsta gróteskar og
farsakenndar. Sem hernámssaga fyllir hún að vísu vel miðhlut-
ann af trílógíu höfundar. Indriði prédikar ekki yfir stríðinu og
afleiðingum þess eins og ýmsir aðrir höfundar hafa gert, til
dæmis Ölafur Jóhann Sigurðsson í sögu Páls Jónssonar blaða-
manns, hinu stóra þriggja binda verki sínu um þetta tímabil.
Indriði lýsir því sem gerist af glöggu auga, annars vegar
hetjuskapnum, hins vegar gróðamennsku og eigingirni, án
siðferðislegra dóma, þetta er bara lífið sjálft sem færir atburði
að höndum og svona bregðast menn við þeim. Niðurstaðan er
sú að braskarinn Jón Falkon lifir áfram: getulaus maður sem
græðir á stríðinu. Það er heldur nöturleg niðurstaða en kannski
raunsönn.
Norðan við stríð hlaut góðar viðtökur gagnrýnenda dagblað-
60