Fréttablaðið - 08.02.2017, Page 2

Fréttablaðið - 08.02.2017, Page 2
Lognið á undan storminum Þessi kona á Selfossi fékk sér hressandi göngu með hundinn í gær. Hætt er við að hundi verði ekki út sigandi fyrr en undir kvöld í dag því Veður- stofan spáir suðaustan roki eða ofsaveðri og talsverðri rigningu. Gert er ráð fyrir að illviðrið gangi norður yfir landið síðdegis. Fréttablaðið/Eyþór Veður Suðaustan rok eða ofsaveður um landið vestanvert í dag, 23-30 m/s, hvassast við Breiðafjörð og á Norðurlandi vestra kringum hádegi. Lægir talsvert síðdegis. Suðaustan 18-25 um landið austanvert, en lægir þar í kvöld. sjá síðu 16 HOLLAND Ólögleg leiga á ellefu íbúðum í Amsterdam í gegnum Airbnb kostaði bæði eigandann og leigusalann 297 þúsundir evra samtals í sekt eða um 36 milljónir íslenskra króna. Eftir að nágrann- ar kvörtuðu undan hávaða komust borgaryfirvöld að því að íbúðirnar voru leigðar út ólöglega. Í nýliðnum desember tóku gildi reglur um að ekki megi leigja út hús- næði sitt í gegnum Airbnb lengur en 60 daga á ári. Leigusali verður að vera eigandi húsnæðisins og ekki má leigja fleiri en fjórum í einu. Sekt vegna ólöglegrar leigu á einni íbúð er 13.500 evrur eða um 1,6 milljónir íslenskra króna. – ibs 36 milljóna sekt vegna Airbnb Í amsterdam má leigja í gegnum airbnb í 60 daga á ári. NOrDiCPHOtOS/GEtty Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn fimmtudaginn 16. febrúar 2017 og hefst kl. 15.30 í Ásgarði, Stangarhyl 4, Reykjavík. Dagskrá fundarins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári 3. Ársreikningar félagsins fyrir árið 2016 4. Kosning stjórnar 5. Afgreiðsla tillagna og erinda 6. Ákvörðun um árgjald félagsmanna árið 2017 8. Önnur mál Fundurinn verður haldinn, sem fyrr segir, fimmtudaginn 16. febrúar og hefst kl. 15.30. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér félagsskírteini fyrir árið 2016. Stjórn FEB - Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Aðalfundur FEB árið 2017 KNAttspyrNA Félög á landsbyggðinni eru uggandi yfir kostnaðinum sem fylgir því að fara til Vestmannaeyja og kjósa um nýjan formann KSÍ. Sér- staklega ef þarf að kaupa tvö flugsæti, til Reykjavíkur annars vegar og Vest- mannaeyja hins vegar. Flugfélagið Ernir verður með fimm aukaflug í tengslum við ársþingið og kostar hvert flugsæti 25 þúsund krón- ur. Þá hefur KSÍ tekið frá herbergi í Vestmannaeyjum fyrir þingfulltrúa en sambandið greiðir ekki fargjaldið eða gistinguna fyrir fulltrúana. Það býður þó til kvöldverðar eftir þingið. Minni félög í landinu hreinlega geta ekki séð af fé í þennan kostnað samkvæmt samtölum við nokkra formenn. Flestir hafa þeir greitt fyrir ferðina á ársþingið undanfarin ár úr eigin vasa. Ársþing KSÍ fer fram á laugardag. Ekki verður aðeins kosið um nýjan formann sambandsins heldur verður einnig kosið í aðalstjórn, kosnir aðal- fulltrúar landsfjórðunga, varamenn í aðalstjórn og kosið í nefndir. Alls eiga 153 fulltrúar rétt til setu á ársþingi en ljóst er að ekki koma allir á þingið, en 146 voru skráðir á þingið í fyrra og mættu um 120. Í gær voru 83 búnir að skrá sig. Spennan er mest um for- mannsembættið. Tveir eru þar í kjöri, Björn Einarsson og Guðni Bergsson. Til þess að ná kjöri sem formaður þarf meirihluta greiddra atkvæða. Náist ekki meirihluti við fyrstu kosningu skal kjósa á ný. Í seinni umferðinni ræður einfaldur meiri- hluti atkvæða. Verði frambjóðend- urnir aftur jafnir skal kjósa á ný með sama hætti. Verði þeir enn jafnir ræður hlutkesti. Klara Bjartmarz, framkvæmda- stjóri KSÍ, segir að 30 ár séu frá síðasta ársþingi sem fram fór í Vestmanna- eyjum. „Ég skil alveg að þetta er kostnaður sem er hærri en venjulega en það á ekki að stoppa fólk. Að vera með svona kosningaþing, það hefði vissu- lega verið auðveldara að hafa það á heimavelli. Þá hefðum við haft okkar tæki og tól en við sendum stóran pakka með Herjólfi á fimmtudag ásamt tveimur starfsmönnum til að undirbúa þingið,“ segir Klara. Félögin í efstu deild hafa fjögur atkvæði en minnstu félögin í landinu hafa eitt atkvæði. Önnur hafa tvö til þrjú atkvæði.  „Við eigum von á spennandi þingi. Yfirleitt hefur það verið búið um klukkan 16 en það gæti teygst til 18 vegna allra kosninganna,“ segir Klara. benediktboas@365.is Ferðakostnaður gæti haft áhrif á kosningar Kosið verður um formann KSÍ á laugardag. Þá verður kosið í aðalstjórn, kosnir aðalfulltrúar landsfjórðunga, varamenn í aðalstjórn og kosið í nefndir. 153 full- trúar hafa rétt til þingsetu en ekki koma allir. Kostnaður of mikill fyrir lítil félög. Guðni bergsson og björn Einarsson eru í kjöri til formanns KSÍ. Fréttablaðið/aNtON briNK Hvernig fer? Samkvæmt visir.is virðist Björn njóta meiri stuðnings meðal félaga í Íslenskum toppfótbolta (ÍTF). Guðni á atkvæði vís frá Val en ekkert bendir til þess að ÍTF ætli að koma sér saman um að styðja annan frekar en hinn. Vísir heyrði nýlega í formönnum knatt- spyrnudeilda á landsbyggðinni. Mátti greina áhyggjur yfir því að báðir frambjóðendur tengist fé- lögum í efstu deild og hve miklu meiri peninga stærri félögin fái en þau minni og óttast er að sú misskipting gæti aukist. Bæði for- mannsefnin eru úr Reykjavík og með litla tengingu út á land. DómsmáL Maður hefur verið ákærður fyrir að hóta Páleyju Bergþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, barsmíðum og öðrum lögreglumanni á vakt þann 7. september 2015 lífláti. Einnig hafði hann umrætt kvöld brotið gegn valdstjórninni með því að taka lögreglumanninn hálstaki og ná honum niður í jörðina þannig að áverkar hlutust af. Þegar á lögreglustöðina kom á ákærði að hafa sagst vita hvar lög- reglumennirnir ættu heima og að hann ætti vini sem þeir ættu að vita hvers væru megnugir. Verði maðurinn fundinn sekur getur hann átt yfir höfði sér fangelsis- dóm. Refsiramminn veitir heimild til að fangelsa menn í sex ár fyrir slík brot. – sa Ákærður fyrir hótanir gegn lögreglustjóra DómsmáL Deilan um kaup ríkisins á Felli í Suðursveit er komin fyrir Hæstarétt eftir að Héraðsdómur Suðurlands vísaði málinu frá. Ríkið virkjaði forkaupsrétt sinn í jörðinni Felli við Jökulsárlón í byrjun janúar. Fögrusalir höfðu keypt jörðina á uppboði í byrjun nóvember á rúman einn og hálfan milljarð króna. Telja forsvarsmenn Fögrusala að ákvörðun ríkisins hafi komið of seint og því væri gerningur sýslumannsins á Suðurlandi um að veita ríkinu heimild til að kaupa jörðina ólöglegur. Hæstiréttur mun í mars ákvarða hvort taka eigi málið til efnislegrar meðferðar í héraði. – sa Fell í Hæstarétt 8 . f e b r ú A r 2 0 1 7 m I ð V I K u D A G u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t A b L A ð I ð 0 8 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 1 -8 5 5 4 1 C 3 1 -8 4 1 8 1 C 3 1 -8 2 D C 1 C 3 1 -8 1 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 7 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.