Fréttablaðið - 08.02.2017, Síða 4

Fréttablaðið - 08.02.2017, Síða 4
Viðskipti Tæplega sjötíu prósent viðskiptavina lyfjaverslana hér á landi fengu ekki ráðgjöf eða leið- beiningar þegar keypt voru ólyf- seðilsskyld lyf í fyrra. Samkvæmt rannsókn sem hópur innan Samtaka verslunar og þjónustu lét gera hafði starfs- fólk apóteka frumkvæði að ráð- gjöf í 13,4 prósent tilvika. Í rannsókninni kemur jafn- framt fram að ríflega 93 prósent þátttakenda sem ekki fengu ráð- gjöf þótti það ekki skipta máli. Hópurinn, sem vill auka frelsi í viðskiptum með lausasölulyf þannig að almennar verslanir geti selt minni pakkningar af vægum lyfjum sem ekki eru lyf- seðilskyld, lét gera rannsóknina í upphafi síðasta árs. Þátttakendur voru tæplega sex þúsund talsins. Í Fréttablaðinu á mánu- dag voru hugmyndir hópsins viðraðar. Þar sagði Lóa María Magnúsdóttir, formaður Lyfja- fræðingafélags Íslands, að lyfja- fræðingar teldu mikilvægt að auka ekki frelsið frekar vegna þess öryggis sem fælist í því að lyfjafræðingur á vakt í apóteki bæri ábyrgð á sölunni. Brynjúlfur Guðmundsson, sem fer fyrir hópnum um lausasölu- lyfin, segir að rannsóknin varpi ljósi á það hversu lítið er um ráð- gjöf og leiðbeiningar til handa viðskiptavinum. Viðskiptavinir sem vilji leiðbeiningar um inn- töku vægra verkjalyfja, ofnæmis- lyfja og magalyfja, komi enn til með að geta leitað til apóteka eftir aðstoð. Brynjúlfur segir að uppi séu hugmyndir um að auka framboð af smærri pakkningum verkja- lyfja ef sala á lausasölulyfjum verður gefin frjáls. Sem dæmi séu hugmyndir um að selja paraceta- mol með tíu skömmtum. „Það er 1,6 sinnum hámarks- skammtur samkvæmt leiðbein- ingum frá Lyfjastofnun en það sem þú getur keypt í apótekum núna er fimmfaldur og allt upp í ríflega þrjátíufaldur hámarks- skammtur. Þannig að það eru miklu meiri líkur á að misnotk- unin verði af völdum pakkninga sem eru seldar í apótekum.“ – snæ stjórnsýsla Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það hafa verið vanhugsaða ákvörðun að flytja Fiskistofu frá höfuðborginni til Akur- eyrar. Þorgerður gerir þó ekki ráð fyrir að þeirri ákvörðun verði snúið við úr því sem komið er. „Miklu frekar þarf að tryggja að þessi flutningur styðji við Fiskistofu og verði ekki til að draga úr starf- seminni,“ segir hún. Þorgerður leggur gríðarlega áherslu á að Fiskistofa geti sinnt hlutverki sínu. „Við erum með öflugt fiskveiðistjórnunarkerfi sem þarf stofnanir sem virka,“ segir hún. Eyþór Björnsson, forstjóri Fiski- stofu, fluttist til Akureyrar sumarið 2015, eftir að ákvörðun um flutning var tekin. Hann hófst strax handa við að ráða starfsmenn og eru þeir núna orðnir þrettán á skrifstofunni fyrir norðan, auk þriggja eftirlitsmanna. Þá flutti stofnunin inn í nýtt húsnæði á Akureyri í september og er með leigusamning til tíu ára. „Þannig að við erum búin að koma okkur fyrir til næsta áratugar. Varðandi áfram- haldið þá ræðst það af starfsmanna- veltu fyrir sunnan,“ segir Eyþór. Starfsmenn á höfuðborgarsvæð- inu eru 27 auk 12 eftirlitsmanna. „Og mér sýnist á öllu að við verð- um alltaf með 20 manna starfsstöð þótt flutningurinn verði afstaðinn eftir 10, 15 eða 20 ár,“ segir Eyþór. Hluti starfanna, til dæmis sá sem tilheyrir upplýsingatæknisviði, geti aldrei flutt norður. Eyþór telur að það hafi gengið vel að laga stofnunina að breyttum aðstæðum. En það geti komið upp vandamál þegar stofnunin þarf að vera í samskiptum við aðila á höfuð- borgarsvæðinu. Til dæmis ráðuneyt- ið, sem hafi ekki búnað til þess halda almennilega fjarfundi. „Það er kannski svolítið einkenni- legt að ráðuneytið yfir málaflokkn- um skuli ekki vera í stakk búið til þess að eiga fjarfundi við stofnanir. Því bæði Fiskistofa og Matvæla- stofnun heyra undir þetta ráðuneyti. Líka Byggðastofnun sem er á Sauðár- króki,“ segir Eyþór. Að sögn Eyþórs er mjög sérstakt að ráðuneytið sem er yfir þessum landsbyggðarstofnunum skuli ekki hafa búnað til að eiga góða fjarfundi. Það kosti bæði tíma og peninga að ferðast á milli staða. Höfuðstöðvar Fiskistofu voru fluttar 1. janúar 2016. Eyþór segir að stofnunin hafi ferðakostnað ekki sundurliðaðan eftir áfangastöðum en sér sýnist sem þessi kostnaðarlið- ur hafi hækkað um 10,5 milljónir frá 2015 til 2016. Samkvæmt ársskýrslu var aksturs-, dvalar- og ferðakostn- aður stofnunarinnar 43,6 milljónir árið 2015. Þorgerður Katrín segir málið með fjarfundabúnaðinn vera eitt merki þess að ákvörðun um flutning Fiski- stofu hafi verið tekin án þess að málið væri hugsað til enda. jonhakon@frettabladid.is Milljónaútgjöld því tæki vantar Nýr ráðherra sjávarútvegsmála segir ákvörðun um að flytja Fiskistofu til Akureyrar hafa verið vanhugsaða en býst þó ekki við breytingum. Ferðakostnaður Fiskistofu eykst um milljónir vegna skorts á fjarfundabúnaði. Höfuðstöðvar Fiskistofu voru áður í Hafnarfirði. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, sem ákvað að flytja stofnunina. FréttablaðIð/VallI Sinnum öllum almennum bifreiðaviðgerðum. Tæknimenn okkar eru með áratuga reynslu af viðgerðum á flestum gerðum bifreiða. Mikil lofthæð gerir okkur kleift að sinna viðgerðum á húsbílum, atvinnubílum og stórum pallbílum. Við tökum vel á móti þér. Tímapantanir í síma 534 4433. NÝTT OG FULLKOMIÐ BIFREIÐAVERKSTÆÐI Íslensk-Bandaríska ehf - Verkstæði og varahlutaverslun - Smiðshöfða 5 - 110 Reykjavík - Sími 534 4433 thjonusta@isband.is - www.isband.is - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00 n Engin ráðgjöf n ráðgjöf að frumkvæði viðskiptavinar n ráðgjöf að frumkvæði starfsmanns apóteks ✿ ráðgjöf um lausasölu- lyf í apótekum 17,1% 13,4% 69,5% sVÍÞjóð Sveitarfélagið í Karlstad á að greiða jafnvirði 3,8 milljóna íslenskra króna í sekt vegna of mik- ils vinnuálags í þremur framhalds- skólum. Fulltrúi kennarasambandsins segir kennarana í skólunum hafa verið með suð fyrir eyrum og verki auk þess sem þeir gnísti tönnum. Frá þessu er greint í riti sænska kennarasambandsins. – ibs Sekt vegna of mikils álags Með eyrnasuð og gnístu tönnum. NOrDICPHOtOS/GEttY Sjaldnast veitt ráðgjöf er lyf eru keypt í apótekum sýnir rannsókn DýrahalD Bændur í Dalvíkur- byggð hafa verið ákærðir fyrir brot á lögum um búfjárhald og vörslu búfjár. Í tvö ár héldu þeir geldneyti á jörð í eigin eigu en tryggðu hvorki öryggi þeirra né annarra. Frá ágúst 2014 til júní  í fyrra héldu bændurnir, sem eru bræður, tugum  geldneyta  í landi  við fjöl- farinn þjóðveg  en  girðingum  var svo ábótavant að nautgripir gengu á landi nágranna og fóru  einnig upp á þjóðveg „þar sem þeir ollu umferðaróhöppum og mikilli hættu fyrir umferðina um veginn“, segir í ákæru lögreglustjórans á Norður- landi eystra. Allur búpeningur mannanna hefur verið í vörslu Matvælastofn- unar frá því í lok janúar og er nú undir eftirliti bústjóra. – sa Bræður ákærðir fyrir laus naut Miklu frekar þarf að tryggja að þessi flutningur styðji við Fiski- stofu og verði ekki til að draga úr starfseminni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra 8 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M i ð V i k U D a G U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 8 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 1 -9 9 1 4 1 C 3 1 -9 7 D 8 1 C 3 1 -9 6 9 C 1 C 3 1 -9 5 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 7 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.