Fréttablaðið - 08.02.2017, Page 8
Mættu og taktu númer
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 | LAUGARDAGA 11 - 16
BÆJARLIND 16 | 201 KÓPAVOGUR | SÍMI 553 7100 | LINAN.IS
GEFÐU
HÆNU
gjofsemgefur.is
9O7 2OO3
Seldi kvóta úr Grímsey
og fimmtán störf fjúka
Útgerðarfyrirtækið Borgarhöfði hefur verið selt og flyst kvóti því úr Grímsey.
Átti kvóta fyrir um milljarð og var einn burðarása atvinnulífs í eynni sem verður
því fyrir mikilli blóðtöku. Fimmtán stöðugildi hverfa. Hin fyrirtækin skuldsett.
Grímsey Einn burðarása í útgerð í
Grímsey, fyrirtækið Borgarhöfði,
hefur verið selt til Loðnuvinnsl
unnar á Fáskrúðsfirði og allur kvóti
fyrirtækisins með. Fimmtán stöðu
gildi hverfa með fyrirtækinu í byggð
sem telur innan við 90 íbúa.
Þrjú útgerðarfélög í eynni skuld
uðu Íslandsbanka rúmar þrjú
þúsund milljónir í upphafi ársins
2015 og þurftu félögin að ganga til
samninga við bankann til að greiða
af skuldum sínum. Það hefur ekki
gengið eftir í tilviki Borgarhöfða.
Eigendur Borgarhöfða vildu ekki
tjá sig við Fréttablaðið en sendu
þess í stað frá sér yfirlýsingu.
„Reynt var til þrautar að ná
samkomulagi við viðskiptabanka
félagsins um niðurfellingar á gengis
tryggð um lánum en þegar ljóst
var að ekki næðust ásættanlegir
samningar voru rekstrarforsendur
brostnar og við þau skilyrði gat
rekstur ekki haldið áfram í óbreyttri
mynd,“ segir í yfirlýsingunni.
Eftir standa tvö fyrirtæki, Sigur
björn ehf. og Sæbjörg ehf. sem
standa ekki vel þrátt fyrir skipu
lagningu skulda fyrirtækisins. Þau
fyrirtæki eru minni en Borgarhöfði
var, með um átta stöðugildi hvort
um sig.
KPMG segir í ársreikningi Sigur
bjarnar ehf. fyrir árið 2015 að eigið
fé þess fyrirtækis sé neikvætt um
nærri 700 milljónir króna og við
þær aðstæður leiki vafi á framtíðar
rekstrarhæfi þess.
Edda Hermannsdóttir, upplýs
ingafulltrúi Íslandsbanka, segir
bankann horfa til stöðu byggðalaga
við ákvarðanir um stoðir veikra
byggða. Bankinn hafi aðstoðað fyrir
tæki í Grímsey og þannig stutt við
byggðina. Íslandsbanki leitist við að
skoða samfélagsleg sjónarmið þegar
fyrirtæki í strjálum byggðum lenda í
rekstrarerfiðleikum.
„Íslandsbanki gerði samkomulag
við fyrirtæki í Grímsey um fjárhags
lega endurskipulagningu með tilliti
til þessa. Bankinn hefur því leitast
við að aðstoða fyrirtæki eftir bestu
getu þó niðurstaðan hafi ekki alltaf
orðið sú sem vonast var til,“ segir
Edda Hermannsdóttir.
sveinn@frettabladid.is
Sjávarútvegur í Grímsey heldur byggðinni uppi í eynni. Fréttablaðið/Pjetur
Bankinn hefur
leitast við að
aðstoða fyrirtæki eftir bestu
getu.
Edda Hermanns-
dóttir, upplýsinga-
fulltrúi Íslands-
banka
fiskeldi Landssamband veiðifélaga
lýsir þungum áhyggjum af fyrirætl
unum laxeldisfyrirtækisins Arctic Sea
Farm um stóraukið laxeldi í sjókvíum
í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði.
Ekki síður gagnrýnir LV þann tví
skinnung eiganda fyrirtækisins að
stunda „grænt eldi“ í heimalandinu
Noregi, en ekki hérlendis.
Arctic Sea Farm, sem áður hét Dýr
fiskur, hefur sent Skipulagsstofnun
matsáætlun vegna 8.000 tonna laxeldis
í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði. Fyrir
tækið hefur nú þegar leyfi til eldis á
norskum laxi í Dýrafirði. Fyrirtækið er
í helmingseigu Norway Royal Salmon,
47,5 prósent í eigu aðila sem skráðir
eru á Kýpur og 2,5 prósent í eigu Novo
ehf., segir í fréttatilkynningu LV.
Í matsáætluninni kemur fram að
fyrirtækið vill leyfi til að flytja inn
norskan laxastofn til ræktunar á
Íslandi en slíkt er til að mynda bannað
í Noregi, þar sem lög kveða á um að
óheimilt sé að flytja inn erlenda laxa
stofna vegna mikillar hættu á erfða
mengun.
Í tilkynningu LV kemur fram að
Norway Royal Salmon hefur nú yfir
að ráða 10 grænum eldisleyfum í
Noregi, en slík leyfi eru háð þeim skil
yrðum að eingöngu má nota geldan
fisk til eldis.
„Norway Royal Salmon ætlar hins
vegar að hagnast á eldi frjórra laxa í
sjókvíum hér við land með þekktum
afleiðingum fyrir hinn villta íslenska
laxastofn. Fyrirtækið er því tilbúið
til að stunda grænt eldi heima við en
ekki í íslenskri náttúru með tilheyr
andi hættu. Notkun geldstofna ryður
sér nú til rúms í Noregi og ætti að vera
skilyrði norskra laxa í sjókvíum við
Ísland.“ – shá
Gagnrýna tvískinnung í norsku fiskeldi
Erfðamengun frá sjókvíaeldi ógnar
íslenska laxastofninum – enda eldis-
fiskurinn af norskum uppruna.
Mynd/nASF
Viðskipti Íslensk stjórnvöld hafa
vakið athygli framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins og skrifstofu
Alþjóðahugverkastofnunarinnar í
Genf, eða World Intellectual Pro
perty Organization (WIPO), á nauð
syn þess að festa betur í sessi vernd
landaheita.
Þessar athugasemdir voru gerðar
samhliða því að íslensk stjórnvöld,
Samtök atvinnulífsins og Íslands
stofa gerðu í nóvember kröfu um
ógildingu á skráningu bresku mat
vörukeðjunnar Iceland Foods á orð
merkinu Iceland til Hugverkarétt
indaskrifstofu Evrópusambandsins.
Samkvæmt upplýsingum frá
utanríkisráðuneytinu hefur Iceland
Foods frest til 24. febrúar næstkom
andi til að bregðast við kröfunni.
Búast má við að málareksturinn hjá
Hugverkaréttindaskrifstofu Evrópu
sambandsins taki að minnsta kosti
eitt ár.
Íslandsstofa hafði áður sótt um
að skrá vörumerkið „Inspired by
Iceland“ í ríkjum Evrópusam
bandsins en fulltrúar Iceland Foods
höfðu andmælt þeirri skráningu.
Samkvæmt upplýsingum frá utan
ríkisráðuneytinu hafnaði Hug
verkaréttindaskrifstofa Evrópusam
bandsins andmælum Iceland Foods
í desember. Það mál hefur þó ekki
verið leitt til lykta því að Iceland
Foods hefur frest fram í seinni hluta
febrúarmánaðar til að bregðast við.
– jhh
Vernda þarf heiti Íslands betur en nú
Íslandsstofa hafði áður
sótt um að skrá vörumerkið
„Inspired by Iceland“ í
ríkjum Evrópusambandsins
en fulltrúar Iceland Foods
höfðu andmælt þeirri
skráningu.
8 . f e b r ú a r 2 0 1 7 m i ð V i k U d a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
0
8
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:4
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
3
1
-A
7
E
4
1
C
3
1
-A
6
A
8
1
C
3
1
-A
5
6
C
1
C
3
1
-A
4
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
7
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K