Fréttablaðið - 08.02.2017, Page 11
Enn á ný er komið fram frumvarp á
Alþingi um að heimila sölu áfengis
í matvöruverslunum. Verði frum-
varpið að lögum verður hægt að
kaupa léttvín og bjór í verslunum
frá og með næstu áramótum frá
klukkan níu að morgni til mið-
nættis.
Þetta frumvarp er lagt fram þó
vitað sé að meirihluti landsmanna
hefur í mörgum skoðanakönnunum
lýst sig andsnúinn því að hægt sé að
kaupa áfengi í matvöruverslunum.
Skoðun landlæknis
og umboðsmanns barna
Birgir Jakobsson landlæknir hefur
sagt í fjölmiðlum nýlega að fyrir-
hugað frumvarp sé algjörlega í
andstöðu við lýðheilsustefnu fyrr-
verandi ríkis stjórnar. Landlæknir
segir orðrétt: „Raunverulega er það
í andstöðu við það sem alþjóðasam-
tök segja; að hafi maður ekki sleppt
þessu frjálsu í guðanna bænum gerið
það ekki. Þetta skref verður aldrei
tekið til baka og er óheillaspor.“
Þegar viðlíka frumvarp var til
umræðu á Alþingi á síðasta vetri
kom fram í umsögn umboðsmanns
barna, Margrétar Maríu Sigurðar-
dóttur, að fjölmargar rannsóknir
hafi sýnt að aukið aðgengi að áfengi
auki neyslu í samfélaginu og skapi
verulegar neikvæðar afleiðingar
fyrir börn, fjölskyldur þeirra og
samfélagið allt.
Viðtal við forstjóra Haga
Þó fjöldinn allur af fagaðilum,
einkum á sviði heilbrigðismála, hafi
stigið fram og varað við þeim skað-
legu áhrifum sem aukið aðgengi
áfengis í matvöruverslunum hafi
í för með sér er þó einn aðili sem
fagnar frumvarpinu sérstaklega.
Hann heitir Finnur Árnason og er
forstjóri Haga, sem m.a. reka Bónus
og verslanir Hagkaups.
Í löngu blaðaviðtali við for-
stjórann lýsir hann því yfir að það
sé tímaskekkja að heimila ekki
sölu áfengis í matvöruverslunum.
Hagar séu nú „að byggja upp í róleg-
heitum“ að koma áfengistegundum
Haga í sölu í vínbúðum. Nú þegar sé
fyrirtækið komið með 50 tegundir
í sölu sem verði 65 talsins innan
skamms. Finnur Árnason fagnar sér-
staklega að líkurnar á að opna fyrir
sölu áfengis í matvöruverslunum
hafi aukist með nýrri ríkisstjórn og
„að yngri þingmenn átti sig á því að
þetta er úrlausnarverkefni sem þarf
að leysa“.
Við lestur þessa viðtals við Finn
Árnason, forstjóra Haga, kemur
skýrt fram að hann óskar þess heit-
ast að umrætt frumvarp verði sam-
þykkt á Alþingi og að hægt verði að
kaupa áfengi í Bónus og verslunum
Hagkaups eins fljótt og verða má.
Nú er það svo að Hagar eru
almenningshlutafélag sem skráð er
á markaði í Kauphöll Íslands. Meðal
tíu stærstu hluthafanna eru sjö líf-
eyrissjóðir. Það má því eiginlega
segja að þjóðin eigi Haga. Sú sama
þjóð sem að meirihluta er á móti
auknu aðgengi á áfengi í matvöru-
verslunum.
Hver er skoðun stjórnar Haga?
Í umræddu viðtali talar Finnur ber-
sýnilega sem forstjóri Haga. Hann er
því ekki að reifa sínar einkaskoðanir
heldur hlýtur hann að tala í umboði
stjórnar Haga. Eða hvað? Ekkert
hefur heyrst í stjórn Haga og engar
athugasemdir borist um það að hún
sé ósammála forstjóranum.
Hvernig væri að fjölmiðlamenn
leituðu álits stjórnar Haga hvort
hún sé sammála forstjóranum um
sölu léttvíns og bjórs í verslunum
fyrirtækisins, þrátt fyrir aðvar-
anir heilbrigðisstétta með land-
lækni í forystu? Stjórn Haga getur
ekki borið fyrir sig að það sé ekki
á verksviði hennar að ákveða ein-
staka vöruflokka í verslunum fyrir-
tækisins. Málið er langtum stærra og
alvarlega en það. Stjórnin hlýtur að
hafa skoðun á þessu stórmáli. Hún
getur ekki látið forstjórann spila
einleik.
Í guðanna bænum
gerið það ekki
Haft er eftir Kára Stefánssyni, for-
stjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að
sala áfengis í matvöruverslunum sé
ekki spurning um frelsi, ríkisrekstur
eða ekki ríkisrekstur. Málið snúist
aftur á móti um að koma í veg fyrir
eitt versta heilsufarsvandamál ungs
fólks sem er alkóhólismi og að koma
í veg fyrir að freisting sé fyrir allra
augum í matvöruverslunum.
Færa má fullgild rök fyrir því að
örorkulífeyrisgreiðslur lífeyrissjóð-
anna muni aukast ef þetta áfengis-
frumvarp nær fram að ganga. Með
aukinni örorku minnkar að sama
skapi geta lífeyrissjóðanna til eftir-
launagreiðslna. Það er því dapur-
legt ef stjórn Haga með forstjórann
í fararbroddi ætlar að berjast fyrir
afgreiðslu þessa áfengisfrumvarps.
Í guðanna bænum gerið það ekki.
„Í guðanna bænum
gerið það ekki“
Hrafn
Magnússon
fv. fram-
kvæmdastjóri
Færa má fullgild rök fyrir því
að örorkulífeyrisgreiðslur
lífeyrissjóðanna muni aukast
ef þetta áfengisfrumvarp nær
fram að ganga. Með aukinni
örorku minnkar að sama
skapi geta lífeyrissjóðanna til
eftirlaunagreiðslna.
„Ég er ekkert viss um að það sé
betra að lengja fjarvistina frá vinnu-
markaði, út frá starfsþróun og starfs-
frama. Það gæti jafnvel aukið enn
frekar á kynbundna mismunun í
starfsþróun.“ Viðhorf félagsmála-
ráðherra til lengingar fæðingaror-
lofs í Stundinni varpa skýru ljósi á
vanda barna: Mikilvægar ákvarðan-
ir sem varða heill barna eru teknar
á forsendum annarra. Í þessu tilviki
er eins og tilgangur fæðingarorlofs
hafi gleymst. Málið er að jafna stöðu
kynjanna á vinnumarkaði og þörf
barna fyrir foreldra sína verður
nánast eins og aukaatriði. Orð ráð-
herra bera vitni um afstöðu til barna
sem illu heilli er talin góð og gild í
samfélaginu.
Því lengur sem ég vinn með ung-
börn og foreldra þeirra því skýrara
sé ég hversu lítið þol samfélagið
hefur fyrir því að börn séu lítil, háð,
þurfandi og truflandi. Nokkurra
mánaða gömul eiga þau að sofa
eins og fullorðið fólk, níu mánaða
eiga börn að sætta sig möglunar-
laust við að ókunnugt fólk annist
þau og árs gömul viljum við gera
þau að nemendum í skóla. Ekkert
af þessu er út frá forsendum barna
eða með hliðsjón af þörf þeirra fyrir
tengsl. Sýni börn heilbrigð viðbrögð
við þvinguðum aðskilnaði frá for-
eldrum sínum eða öðrum kvíða-
vekjandi aðstæðum köllum við
þau erfið og skellum jafnvel á þau
sjúkdómsgreiningu. Komin með
greiningu er fátt um úrræði annað
en biðlistar eftir þjónustu eða lyf af
ýmsu tagi en íslensk börn slá ekki
aðeins met í neyslu geðlyfja heldur
herma nýlegar fréttir að sprenging
hafi átt sér stað í ávísun svefnlyfja á
börn.
Virðingarleysi gagnvart þörfum
barna
Virðingarleysið gagnvart þörfum
ungra barna endurspeglar að mínu
mati ótta okkar við að vera háð
öðrum. Persónulega hafa margir
erfiða reynslu af því að hafa þurft
að reiða sig á aðra og urðu því sjálf-
stæðir löngu áður en þeir höfðu
þroska eða getu til. Sameiginlega
eigum við sögu um kúgun erlends
yfirvalds auk sambýlis við ófyrir-
sjáanlega náttúru sem verður fyrir-
varalaust hamslaus og eyðileggjandi
í stjórnlausum yfirgangi sínum.
Ómeðvitaður vanmáttur frammi
fyrir ofurefli á efalítið þátt í sjálf-
stæðisþörf Íslendinga sem þjóðar
en líka sem einstaklinga. Við getum
ekki beðið eftir að börnin okkar
verði sjálfstæð og fullorðin. Hvað
eftir annað rek ég mig á að fólk
stendur í þeirri trú að lítil börn sem
eru hugguð „of oft“ verði annað-
hvort liðleskjur eða frekjuhundar.
Óttinn við að þolinmóð umhyggja
skemmi börn er svo útbreiddur að
hann telst eðlilegur.
Sjálfstæði sem stendur undir
nafni næst ekki með því að henda
börnum sem fyrst út í djúpu laug-
ina. Þvert á móti er raunverulegt
sjálfstæði afsprengi þess að hafa
fengið að vera háður öðrum eins
lengi og maður þarf. Ófullnægðar
þarfir fyrir nánd í bernsku leiða til
óseðjandi hungurs á fullorðinsaldri,
til dæmis í mat, kynlíf eða áfengi.
ACE-rannsóknin sýnir svart á hvítu
að beint orsakasamhengi er á milli
óhóflegrar streitu í uppvextinum og
sjúkdóma á fullorðinsaldri, líkam-
legra ekki síður en andlegra. Þess
vegna verðum við að hugsa hlutina
upp á nýtt.
Við erum ekki lengur fátæk þjóð
sem skortir aðgang að gagnreyndri
þekkingu. Hvort sem við lítum til
mannúðarsjónarmiða, almennrar
skynsemi eða rannsókna í geðheil-
brigðis- og hagfræði er niðurstaðan
alltaf sú sama: Fjármunir sem fara í
að styrkja fjölskyldur fyrstu ár barna
þeirra skila samfélaginu mestum
hagnaði og spara með tímanum
gríðarleg útgjöld. Hversu öfluga
starfskrafta vinnumarkaðurinn fær
í framtíðinni veltur því að verulegu
leyti á að foreldrum þeirra hafi verið
gert kleift að sinna þeim þegar þeir
þurftu mest á því að halda.
Hver er tilgangur
fæðingarorlofs?
Sæunn
Kjartansdóttir
sálgreinir
Flísabúðin
Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is
Gæði og
glæsileik
i
endalaus
t úrval af
hágæða
flísum
Finndu okkur
á facebook
ÆFÐU Í LIT
www.gilbert.is
FRISLAND CLASSIC
TÍMALAUS GÆÐI
VIÐ KYNNUM
Skoðaðu litríkt úrval á bros.is
Bros auglýsingavörur,
Norðlingabraut 14.
Bros auglýsingavörur með þínu merki
M
ER
KI
Ð
M
IT
T
s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11M i ð V i k u D A G u R 8 . F e B R ú A R 2 0 1 7
0
8
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:4
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
3
1
-8
A
4
4
1
C
3
1
-8
9
0
8
1
C
3
1
-8
7
C
C
1
C
3
1
-8
6
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
0
s
_
7
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K