Fréttablaðið - 08.02.2017, Side 12

Fréttablaðið - 08.02.2017, Side 12
rio opnar sig rio Ferdinand segir að hann hafi aldrei gefið sér nægilegan tíma til að syrgja eiginkonu sína sem féll frá eftir stutta baráttu við krabba­ mein í maímánuði árið 2015. rebecca Ellison, eiginkona Ferd­ inands, féll frá eftir að hafa greinst með krabbamein í brjósti. Hún var 34 ára. „Ég held að ég hafi aldrei syrgt almennilega,“ sagði Ferdinand í viðtali sem birtist í heimildarþætti á BBC um foreldra sem missa maka sína. „Ég hef ekki gefið mér tíma til að setjast niður og koma öllum mínum tilfinningum almennilega frá mér.“ Ferdinand fékk mikið lof fyrir að stíga fram og taka þátt í þessari mikilvægu umræðu. Ferdinand er einn þekktasti knattspyrnumaður Bretlands en hann var á mála hjá Manchester United í tólf ár og spilaði 81 landsleik fyrir England. rio og rebecca gengu í hjónaband árið 2009 og eignuðust þrjú börn saman. Í dag 19.40 Leicester - Derby Sport 03.00 Mexíkó - Ísland Sport Kári svarar Kristjáni ara Landsliðsmaðurinn Kári Krist­ ján Kristjánsson gefur lítið fyrir þá skoðun Kristjáns arasonar að hann og fleiri eigi að víkja úr landsliðinu. „núna eru stórar ákvarðanir sem þjálfararnir verða að taka. við erum með guðjón val, arnór atla, ásgeir Örn og Kára. Ég er á því að fá bara unga leikmenn inn fyrir alla þessa fjóra leikmenn. Ég held að það sé kominn tími á að liðið hans arons pálmarssonar taki við. við vorum með liðið hans Ólafs stef og svo með liðið hans guðjóns vals. Mér finnst kominn tími á að gefa þessum yngri mönnum allt sviðið,“ sagði Kristján í viðtali við íþróttadeild 365 á dögunum. Kári svaraði þessum ummælum Kristjáns í akraborginni á X­inu. „Helvíti er Kristjáni hugleikið að afskrifa,“ sagði Kári beittur. „Ég átta mig ekki alveg á þessu. Þetta er samt bara hans skoðun og ég ætla bara ekkert að virða hana. Þeir sem lentu á höggstokknum hjá honum eru til að mynda guðjón valur. Ég held að hann sé fimmti markahæsti leikmaðurinn í Bundesligunni. Hart og vond skila­ boð til ungra leikmanna að ef þú standir þig svona vel eigirðu samt ekki erindi í landsliðið. Það þykir mér afskaplega sérstök nálgun.“ 8 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r12 s p o r t ∙ f r É t t a b L a Ð I Ð KörfUboLtI Bikarúrslitavika KKÍ hefst í kvöld með undanúrslita­ leikjum Maltbikars kvenna en þetta verður í fyrsta sinn sem undanúr­ slitaleikirnir fara fram í Laugardals­ höllinni. Það geta líka orðið söguleg úrslit í kvöld því topplið Domino’s­ deildar kvenna, skallagrímur, fær þá tækifæri til að komast í bikarúrslita­ leikinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það er allt aðra sögu að segja af liðunum í fyrri leiknum þar sem Keflavíkurkonur geta bætt við metið sitt og komist í sinn 22. úrslitaleik en að sama skapi geta Haukakonur orðið fjórða félagið til að spila tíu úrslitaleiki hjá konunum. Leikur Keflavíkur og Hauka hefst klukkan 17.00. skallagrímur þarf að slá út Íslands­ og bikarmeistara snæfells til að komast í sinn fyrsta bikarúr­ slitaleik. snæfellsliðið hefur spilað þrjá bikarúrslitaleiki á síðustu fimm árum en vann bikarinn í fyrsta skiptið í fyrra. Leikur skallagríms og snæfells hefst klukkan 17.00. Keflavík verður skrefinu á undan Fréttablaðið fékk pétur Má sig­ urðsson, þjálfara stjörnunnar, til að spá um leiki kvöldsins. Kefla víkurliðið hefur unnið alla leikina við Hauka í vetur en þann síðasta bara með þremur stigum. „Ég held að þetta verði hörkuleik­ ur. Bæði lið eru með unga og spræka leikmenn og það er mikil framför í leik Haukanna. Keflavík er hins vegar búið að eiga betra tímabil og er með góða leikmenn,“ segir pétur. „Ég held að Keflvíkingarnir verði alltaf skrefinu á undan og ef Keflavíkurstelpurnar ná að hleypa leiknum upp í hraðan leik þá sigla þær yfir Haukastelpurnar. Ef Hauka­ stelpurnar ná að stjórna hraðanum þá gæti þetta orðið hörkuleikur. Ég spái því samt að Keflavík vinni þetta með sjö til tíu stigum,“ segir pétur. skallagrímur hefur unnið snæfell bæði í Borgarnesi og í stykkishólmi í vetur. pétur Már sér fram á æsi­ spennandi baráttuleik. Ekki slagsmál en rosaleg barátta „Þetta verður rosalegur leikur. snæ­ fell vill spila hratt en bæði lið eru mjög agressív og þetta verður ekki beint slagsmálaleikur en rosaleg barátta. snæfellsstelpurnar spila rosalega öfluga vörn á hálfum velli og treysta á hraðaupphlaupin en aftur á móti eru skallagrímsstelp­ urnar mjög öflugar í fráköstum og stórar og sterkar,“ segir pétur. „Þetta verður stál í stál. skalla­ grímsliðið er búið að spila stöð­ ugan agressívan bolta í allan vetur þó að þær séu oft ekki að spila vel í sókninni. Þær frákasta svo vel að það er erfitt að spila á móti þeim,“ segir pétur og bætir við: „snæfells­ stelpurnar voru í smá lægð en við vorum að spila á móti þeim um daginn og þá var allt annað að spila móti þeim en tveimur vikum áður í bikarnum. Þá var allt annað að sjá þær og rétta snæfellsliðið mætt til leiks,“ segir pétur. „Þetta verða fimm stig hér, fimm stig þar en ég held samt að snæfell­ ingarnir taki þetta í restina með fullri virðingu fyrir mínu gamla félagi. snæfellsstelpurnar kunna vel við sig þegar verið er að spila um eitthvað stórt,“ segir pétur að lokum. ooj@frettabladid.is Stál í stál í dag Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, býst við tveimur hörkuleikjum í Höllinni í kvöld þegar undan­ úrslit Maltbikars kvenna í körfubolta fara fram. Fyrirliðar liðanna fjögurra í undanúrslitum Maltbikars kvenna í körfubolta með nýja bikarinn sem verður keppt í fyrsta sinn um í ár. Talið frá vinstri: Gunnhildur Gunnars- dóttir, Snæfelli, Erna Hákonardóttir, Keflavík, Nashika Wiliams, Haukum, og Guðrún Ósk Ámundadóttir, Skallagrími. FréTTabLaðið/EyþÓr Nítján félög hafa átt lið í bikarúrslitaleikjum karla og kvenna og Skallagrímur getur orðið það tuttugasta. Grótta - Selfoss 20-21 Mörk Gróttu: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 11, Laufey Guðmundsdóttir 2, Sunna Einars- dóttir 2, Lovísa Thompson 2. Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastar- dóttir 11, Dijana Radojevic 3, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Arna Einarsdóttir 2. Þetta var fyrsti leikurinn í átta liða úrslitum Coca-Cola-bikars kvenna. Í kvöld: Stjarnan - ÍbV Fylkir - Fram afturelding - Haukar bikarkeppni HSÍ, konur Sport 0 8 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 1 -8 F 3 4 1 C 3 1 -8 D F 8 1 C 3 1 -8 C B C 1 C 3 1 -8 B 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 7 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.