Fréttablaðið - 08.02.2017, Page 18
40
35
30
25
20
15
2015 Í dag
1. Febrúar
2017
Afkomuspá
fyrir 2017
lækkuð um
60 -70 millj-
ónir dala
30. sept. 2016
Stjórnar-
maður selur
bréf sín í
félaginu
27. júlÍ 2016
Akomuspáin
lækkuð á ný
28. aprÍl 2016
Afkomuspá fyrir
2016 lækkuð um 10
milljónir dala
✿ Í frjálsu falli
Gengi hlutabréfa Icelandair
Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfa-miðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið
„meiriháttar trúnaðarbrestur,“
eins og einn viðmælandi lýsir
því, á milli stjórnenda Ice landair
og hluthafa fyrirtækisins. Þeir
gefa lítið fyrir það sem þeir kalla
„þunnar skýringar“ félagsins, þar
sem meðal annars hefur verið
vísað til þess að hægst hafi á bók-
unarinnflæði að undanförnu og
óvissu vegna breytinga í alþjóða-
stjórnmálum, og gagnrýna að ekk-
ert hafi komið fram hvernig eigi
að ná fram hagræðingu í rekstri
og auka tekjur félagsins.
„Tilkynning Icelandair kom
markaðsaðilum í opna skjöldu,“
segir Daði Kristjánsson, sér-
fræðingur í markaðsviðskiptum
hjá Arctica Finance, í samtali við
Markaðinn um kolsvarta afkomu-
viðvörun sem félagið sendi frá sér
rétt fyrir opnun markaða síðastlið-
inn miðvikudag. Samkvæmt henni
mun EBITDA-hagnaður Iceland-
air – afkoma fyrir fjármagnsliði,
skatta og afskriftir – verða 140
til 150 milljónir Bandaríkjadala
og dragast saman um 30 prósent
2017. Það er lækkun upp á 60 til 70
milljónir dala, eða jafnvirði rúm-
lega átta milljarða króna.
Eftir nánast linnulausa vel-
gengni, þar sem bréf flugfélagsins
meira en tífölduðust í verði 2010
til 2016 samhliða hagstæðum ytri
aðstæðum og miklum uppgangi í
ferðaþjónustu, hefur farið að síga
á ógæfuhliðina hjá félaginu. Þrátt
Fjárfestar skildir eftir í myrkrinu
Bréf Icelandair lækkað um 30% á einni viku. Hluthafi segir að „tiltrú fjárfesta á félaginu sé lítil“ og að ný afkomuspá skilji eftir fleiri
spurningar en svör. Breytingar á stjórninni taldar líklegar í ljósi nýjustu tíðinda. Aðgerðir eiga að skila 3,5 milljörðum í bættri afkomu.
lega við þessum fréttum.“
Þetta var í þriðja sinn á níu mán-
uðum sem flugfélagið lækkaði
afkomuspá sína. Fjárfestar bíða
þess nú með eftirvæntingu að sjá
hvaða aðgerðir félagið ætlar að
kynna til að snúa þessari þróun við
og eins líta margir til þess hvort
breytingar verði á stjórn Iceland-
air á aðalfundi sem verður hald-
inn 3. mars næstkomandi. Afar
líklegt er talið að hluthafar, en líf-
eyrissjóðir eiga samanlagt meira
en helmingshlut, muni vilja fá ný
andlit inn í stjórn flugfélagsins.
tiltrú fjárfesta lítil
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir,
fjárfestir og hluthafi í Iceland-
air, segir í samtali við Markaðinn
að tilkynning félagsins til Kaup-
hallarinnar hafi komið á óvart og
valdið vonbrigðum. Fyrri yfirlýs-
ingar stjórnenda, ásamt nýlegum
tölum um farþegaflutninga, hafi
ekki gefið til kynna að afkomuspá
félagsins fyrir 2017 yrði lækkuð
eins mikið og raun ber vitni.
„Eins og staðan er núna er ljóst
að tiltrú fjárfesta á félaginu er
lítil,“ segir Svanhildur Nanna, og
bætir við: „Hin nýja afkomuspá
skilur eftir fleiri spurningar en
svör. Við hluthafar félagsins þurf-
um að öðlast meiri skilning á því
hvað er að valda þessari lækkun –
hvort um sé að ræða tímabundna
aðlögun að óhagstæðu rekstrar-
umhverfi eða varanlegri breyt-
ingar sökum aukinnar samkeppni
í flugi yfir Atlantshafið. Uppgjörs-
fundur félagsins [sem fer fram í
dag, miðvikudag] verður því enn
þýðingarmeiri en ella. Fjárfestar
munu vilja fá ítarlegri útskýring-
ar á stöðunni og svör um hvernig
félagið hyggist bregðast við þess-
ari stöðu. Stjórnendur ættu líklega
að taka frá góðan tíma fyrir spurn-
ingar enda er það í þeirra valdi að
auka trú fjárfesta á félaginu og
fullvissa markaðinn um að þeir
hafi stjórn á ferlinu og skýra áætl-
un um hvernig þeir ætli að takast
á við breyttar aðstæður.“
lífeyrissjóðir stærstir
Icelandair er ekki eins og hvert
annað félag á hinum íslenska
hlutabréfamarkaði. Þrátt fyrir að
það sé ekki lengur verðmætasta
skráða fyrirtækið – Marel trónir
þar á toppnum með markaðsvirði
upp á meira en 200 milljarða – þá
hefur það borið höfuð og herðar
yfir önnur félög hvað varðar við-
skipti með bréf þess í Kauphöll-
inni. Þannig námu viðskipti með
bréf Icelandair Group 140 millj-
örðum í fyrra, eða sem nam 25
prósentum af heildarviðskipt-
um með hlutabréf á öllu árinu.
Þá hefur hlutabréfamarkaðurinn
oftar en ekki á undanförnum miss-
erum og árum sveiflast eftir því
hvernig gengi Icelandair hefur
verið hverju sinni. Sumir viðmæl-
endur Markaðarins á fjármála-
Icelandair flutti alls 3,7 milljónir farþega í millilandaflugi 2016 og fjölgaði þeim um 20% frá fyrra ári. Þrátt fyrir að bréf félagsins hafi lækkað mikið á síðasta ári þá var rekstrarniðurstaða Icelandair sú næstbesta í 80 ára sögu félagsins.
fyrir erfiðara rekstrarumhverfi
áttu engu að síður fáir von á því
hlutabréfaverð Icelandair Group
myndi hrynja um 24 prósent á
aðeins einum viðskiptadegi – og 27
milljarðar af markaðsvirði félags-
ins samtímis þurrkast út.
Daði bendir á að greinendur
hafi, áður en Icelandair sendi frá
sér afkomuviðvörunina, verið að
spá því að EBITDA á núverandi ári
yrði á bilinu 210 til 240 milljónir
dala. „Það er því skiljanlegt að
markaðurinn hafi brugðist harka-
Kvörtuðu undan skortsölu Kviku
Á fundum sem yfirstjórnendur hjá
Icelandair Group áttu með ýmsum
markaðsaðilum síðastliðið sumar,
þegar gengi bréfa í félaginu var
farið að gefa talsvert eftir, beindu
þeir óánægju sinni í garð Kviku
fjárfestingabanka sem þeir sökuðu
um að vera að skortselja hlutabréf
flugfélagsins.
Samkvæmt heimildarmönnum
Markaðarins, sem áttu slíka fundi
með stjórnendum Icelandair, hafði
Bogi Nils Bogason, framkvæmda-
stjóri fjármála, tekið saman gögn
sem áttu að sýna að markaðsvið-
skipti Kviku hafi verið langsamlega
umsvifamest – með um og yfir 70
prósenta hlutdeild – á seljenda-
hliðinni með bréf Icelandair yfir
tiltekið tímabil.
Lækkunarhrina hlutabréfa
Icelandair hófst í lok apríl 2016
þegar fram kom í árshlutauppgjöri
að EBITDA-afkomuspá félagsins
fyrir það ár yrði lækkuð – um tíu
milljónir dala – sem var þvert á
væntingar fjárfesta á þeim tíma.
Bréfin hafa stöðugt lækkað í verði
frá þeim tíma og á rúmlega níu
mánuðum nemur gengislækkunin
samtals 60 prósentum.
60% lækkun á verði bréfa
Icelandair frá apríl 2016
Eins og staðan er
núna er ljóst að
tiltrú fjárfesta á félaginu er
lítil.
Svanhildur Nanna
Vigfúsdóttir, hlut-
hafi í Icelandair
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
8 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r6 markaðurInn
0
8
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:4
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
3
1
-B
1
C
4
1
C
3
1
-B
0
8
8
1
C
3
1
-A
F
4
C
1
C
3
1
-A
E
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
7
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K