Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.02.2017, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 08.02.2017, Qupperneq 20
Starri Freyr Jónsson starri@365.is Leifur Gunnarsson (t.v.) kontrabassaleikari er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Jazz í hádeginu. Hann mun, ásamt hjónunum Vigni Þór Stefánssyni píanóleikara og Guðlaugu Dröfn Ólafsdóttur söngkonu flytja lög eftir franska kvikmyndatónskáldið og djasspíanistann Michel Legrand á föstudag og laugardag. Ókeypis verður inn á hvora tveggja tónleikana sem haldnir verða í Gerðubergi og í Spönginni. MYND/ANTON BRINK Michel Legrand er margverðlaunaður og hefur m.a. unnið þrenn Óskarsverð- laun. MYND/GETTY NORDIC PHOTOS Borgarbókasafn býður upp á tvenna hádegistónleika næst- komandi föstudag og laugardag undir heitinu Jazz í hádeginu. Þar munu hjónin Vignir Þór Stef- ánsson píanóleikari og Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söngkona flytja lög eftir franska kvikmyndatón- skáldið og djasspíanistann Michel Le grand. Með þeim verður einnig Leifur Gunnarsson kontrabassa- leikari sem auk þess er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar. Fyrri tónleikarnir verða í menn- ingarhúsinu í Gerðubergi og þeir síðari í menningarhúsinu í Spöng- inni í Grafarvogi. Tónleikaröðin Jazz í hádeginu hófst haustið 2014 eða fljótlega eftir að Leifur kom heim úr fram- haldsnámi í kontrabassaleik. „Ég fór þess á leit við forsvarsmenn Gerðubergs að setja af stað meiri djass í húsinu. Eitt af meginmark- miðum þessarar tónleikaraðar er að færa menninguna í úthverf- in eða nær hlustandanum. Fyrir tveimur árum varð endurskipu- lagning hjá Menningarmiðstöð- inni og starfsemin færð undir hatt Borgarbókasafns. Þá skapaðist tækifæri til að fara með tónleika á fleiri staði, sem við höfum unnið að, enda er mikill samhljómur þar með markmiðum okkar. Viðtökurn- ar hafa verið góðar frá upphafi og fullt hús á öllum tónleikunum.“ Mjög afkastaMikill Michel Legrand er margverð- launaður og afkastamikill fransk- ur djasspíanisti og tónskáld. Á löngum ferli sínum hefur hann hlotið tugi tilnefninga til Óskars-, Grammy- og Golden Globe verð- launa og m.a. unnið þrenn Ósk- arsverðlaun. Þótt flestir þekki Michel Legrand fyrir kvikmynda- tónlist hans hefur hann einnig gefið út nokkrar plötur þar sem fjöldi heimsfrægra og áhrifamik- illa djasstónlistarmanna léku með honum, m.a. Miles Davis og John Coltrane. „Legrand segir sjálfur „I put a great deal of faith in mel- ody“, en það er þar sem ég held að hann sé sterkastur. Hann smíðar melódíur úr grípandi mótívum og endurtekur hendingar og frasa á skemmtilegan máta sem framkall- ar vellíðan og ró.“ Dagskrá tónleikanna er byggð á sönglögum úr smiðju Michel Legrand sem sum hver eru titillög þekktra kvikmynda. Þar á meðal verður fluttur fyrsti stóri smell- ur hans, „La Valse des Lilas“ eða „Once Upon a Summertime“ sem kom út fyrst árið 1950 og er í dag þekktur djassstandard. „Við skim- uðum yfir feril Legrands og pikk- uðum út það sem okkur fannst djass-vænlegast. Á tónleikunum munu sum laganna birtast í bún- ingum sem eru talsvert frá upp- haflegu útsetningunni en þó á þann máta að laglínan kemst allt- af vel til skila. Þetta verða síðustu tónleikarnir í þessari tónleikaröð í vetur. Þegar þeim er lokið leggst ég undir feld og kem svo með nýja dagskrá fyrir næsta haust.“ koMið víða við Hjónin Guðlaug og Vignir eiga sér langa tónlistarsögu. Þau stunduðu bæði nám við Konunglega tónlist- arháskólann í Haag í Hollandi. Eftir heimkomuna hafa þau komið víða við í íslensku tónlistarlífi. Guðlaug er söngkennari við Tónlistarskóla FÍH. Árið 2008 gaf hún út sólóplötuna Gentle Rain og árið 2010 gaf hún út geisladisk- inn Skammdegisóður í samstarfi við gítarleikarann Ásgeir Ás- geirsson. Hún hefur einnig unnið við radd- og söngþjálfun hjá Leik- félagi Reykjavíkur við sýningar í Borgarleikhúsinu og við raddþjálf- un keppenda í sjónvarpsþættinum The Voice. Vignir hefur m.a. unnið mikið í leikhúsum og verið hljómborðs- leikari í söngleikjunum Mary Poppins, Billy Elliott og Mamma Mia í Borgarleikhúsinu. Í dag er hann kennari við Tónlistarskóla FÍH þar sem hann kennir á djass- píanó og hljómborðsfræði. Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á vef Borgarbókasafns- ins, www.borgarbokasafn.is. Fyrri tónleikarnir eru á föstudaginn kl. 12.15 í Gerðubergi í Breiðholti. Seinni tónleikarnir eru á laugar- daginn kl. 13.15 og verða haldnir í Spönginni í Grafarvogi. Ókeypis er inn á hvora tveggja tónleikana. vellíðan og ró Franska tónskáldið Michel Legrand verður í aðalhlutverki á síðustu tónleikum tónleikaraðarinnar Jazz í hádeginu sem verða í lok vikunnar. 8 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r2 f ó l K ∙ K y n n I n G a r b l a Ð ∙ X X X X X X X X ∙ K y n n I n G a r b l a Ð V I Ð b U r Ð I r 0 8 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 1 -9 E 0 4 1 C 3 1 -9 C C 8 1 C 3 1 -9 B 8 C 1 C 3 1 -9 A 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 7 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.