Fréttablaðið - 08.02.2017, Síða 30

Fréttablaðið - 08.02.2017, Síða 30
„Nýjustu verðlaun Hjartasteins voru til- kynnt um síðustu helgi en það voru Lorens- verðlaun fyrir besta kvikmyndaframleið- andann á Gautaborgarhátíðinni í Svíþjóð sem í ár var haldin í fertugasta sinn. Verð- launin eru kennd við hinn fræga framleið- anda Lorens Malmstedt sem lést árið 1966 en honum var t.a.m. talið til tekna að hafa uppgötvað hæfileika leikstjórans Ingmars Bergman og aðstoðað hann á vegferð hans inn í sögubækurnar sem einn af bestu kvik- myndagerðarmönnum heims,“ segir Anton Máni Svansson, aðalframleiðandi kvik- myndarinnar Hjartasteins. Fram leiðend ur mynd ar inn ar eru fjór ir alls, auk Antons eru það Lise Or heim Stend er, Jesper Mort horst og Guðmund ur Arn ar Guðmunds son. Verðlaunin voru veitt í samstarfi við Kodak og Focus Film, en þeim fylgja 50 rúllur af 35 mm kvikmyndafilmu og frí framköllun fyrir næstu kvikmynd fram- leiðanda. „Þetta er þriðja helgin í röð á þessu ári sem Hjartasteinn vinnur til verðlauna, en síðustu helgi vann hún þrenn verðlaun þegar hún var frumsýnd í Frakklandi og þar á undan ein verðlaun við frumsýning- una í Noregi,“ segir Anton þakklátur. Hjartasteinn vann einnig nýverið svo- kallaða Scope100 keppni bæði í Portúgal og í Svíþjóð en sú keppni var sett á lagg- irnar af dreifingaraðilum og virkar þannig að valdar eru 10 nýjar hágæðamyndir sem 100 kvikmyndaunnendur í hverju landi fá að horfa á og gefa atvæði. Sú mynd sem fær flest atkvæði í hverju landi vinnur keppn- ina og hlýtur í verðlaun dreifingarsamning í því landi. „Hjartasteinn kemur því í kvikmynda- hús í Svíþjóð og Portúgal á næstunni en nú þegar er lokið samningum við yfir 10 lönd og fleiri samningar í bígerð,“ segir hann og bætir við að viðurkenningin sé gífurlegur heiður þar sem þetta er stærsta kvikmyndahátíðin í Skandinavíu þar sem þau keppa við allar bestu nýju norrænu myndirnar. „Það er ekki svo oft sem framleiðendur fá sérstaka viðurkenningu á kvikmynda- hátíðum og því þykir mér einstaklega vænt um þessi verðlaun. Svona viður- kenningar skipta auðvitað miklu máli í bransa sem snýst svo mikið um að byggja upp sterkt og traust nafn fyrir framtíðar- verkefni og til að vekja enn frekari áhuga hjá næstu mögulegu samstarfsaðilum,“ útskýrir Anton. Nóg er um að vera hjá Antoni, meðal annars fleiri verkefni hjá Join Motion Pictures. „Hjartasteinn er bara byrjunin. Guð- mundur er á fullu að skrifa næstu mynd sína samhliða því að ferðast um heiminn með Hjartastein. Við vonumst til að sú mynd komist í framleiðslu á næsta ári ásamt næstu mynd Hlyns Pálmasonar. Hlynur útskrifaðist úr Danska kvik- myndaskólanum 2014 og er ásamt Guð- mundi talinn einn af mest spennandi nýju leikstjórunum í Danmörku,“ segir Anton. Leikstjóri Hjartasteins, Guðmundur Arnar Guðmundsson, og Anton kynnt- umst á svipuðum tíma og hann fékk hug- myndina og hóf að skrifa fyrstu drög að handritinu. „Hjartasteinn er um 10 ára ferðlag fyrir mig og leikstjórann. Árið 2011 tókum við ákvörðun um að leggja okkur alla fram næstu tvö árin við framleiðslu tveggja mjög metnaðarfullra stuttmynda í þeim tilgangi að sýna að við hefðum það sem til þyrfti til að gera Hjartastein á þeim gæðastandard sem okkur fannst sagan krefjast. Í framhaldi af því hafa báðar stutt- myndirnar, Hvalfjörður og Ártún, ferðast um hátt í 250 kvikmyndahátíðir og unnið um 70 alþjóðleg verðlaun. Velgengni þeirra gerði okkur svo kleift að fjármagna Hjartastein og fá til liðs við okkur sterka samstarfsaðila á öllum sviðum þannig að mögulegt var að vanda enn betur til verka við gerð hennar en okkar fyrri verka,“ segir Anton ánægður og bætir við að þetta sé mikil vinna og hann óski sér þess reglu- lega að fleiri klukkustundir væru í sólar- hringnum. gudrunjona@frettabladid.is Besti framleiðandi ársins Anton Máni Svansson, framleiðandi kvikmyndarinnar Hjartasteins, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda, hlaut á dögunum verðlaun sem besti kvikmyndaframleiðand- inn á Gautaborgarhátíðinni í Svíþjóð sem þetta árið var haldin í fertugasta sinn. Anton Máni Svansson, aðal fram leiðandi Hjarta steins. FréttAblAðið/Anton brink Anton Máni tekur við verðlaunum. Mynd/Anton Okkar elskaði Helgi Jóhannsson er látinn. Hjördís M. Bjarnason Gunnar Fjalar Helgason Kristrún Kristjánsdóttir Óttar Örn Helgason Þorgerður Arna Einarsdóttir Hallur Már Helgason og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, Björgvin Sveinsson Torfastöðum II, Grafningi, lést þann 1. febrúar. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 13.00. Jarðsett verður í Úlfljótsvatnskirkjugarði. Rúna Einarsdóttir Helena Björgvinsdóttir Elín Snorradóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, Helga Jónsdóttir dvalarheimilinu Grund, er látin. Útför hennar fer fram fimmtudaginn 9. febrúar 2017 kl. 13.00 frá Neskirkju. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Hjördís Sigurðardóttir Hans Þór Jensson Gerður S. Sigurðardóttir Eyjólfur Þór Sæmundsson og fjölskyldur þeirra. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Eiður Svanberg Guðnason fyrrv. sendiherra, Bjarkarási 18, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 9. febrúar klukkan 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sumarbúðir í Reykjadal fyrir fötluð börn og ungmenni, reikningsnúmer: 525-26-755, kt. 630269-0249. Helga Þóra Eiðsdóttir Ingvar Örn Guðjónsson Þórunn Svanhildur Eiðsdóttir Gunnar Bjarnason Haraldur Guðni Eiðsson Ragnheiður Jónsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Sigurjónsdóttir dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á dvalarheimilinu Höfða föstudaginn 3. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Höfða. Guðrún Þórðardóttir Ingileifur S. Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna útfarar Guðmundar Péturssonar, fyrrverandi forstöðumanns, verður lokað í dag, miðvikudaginn 8. febrúar, frá kl. 12.30. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum Ástkær móðir okkar, Elínborg Gunnarsdóttir Læk, Skíðadal, til heimilis að dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík, lést 27. janúar síðastliðinn. Hún verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju, föstudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Vallakirkju. Jóhanna Sigurjónsdóttir Hreinn Andres Hreinsson Gunnar Sigurjónsson Guðrún S. Hilmisdóttir Sigurður Sigurjónsson Elena Teuffer Anna Sólveig Sigurjónsdóttir Rögnvaldur Stefánsson Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar kæru Katrínar Árnadóttur frá Skógum í Öxarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlévangs sem annaðist hana af alúð og hlýju. Gunnar Már Yngvason Ásta Pálína Stefánsdóttir Sigríður Katrínar Yngvadóttir Hrefna Yngvadóttir ömmubörn og langömmubörn. 8 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r14 t í M a M ó t ∙ f r É t t a b L a Ð I Ð tímamót 0 8 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 3 1 -8 A 4 4 1 C 3 1 -8 9 0 8 1 C 3 1 -8 7 C C 1 C 3 1 -8 6 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 7 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.