Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 03.04.1995, Blaðsíða 6

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 03.04.1995, Blaðsíða 6
6 PILSAÞYTUR Raddir sem þegja - heyrast ekki! Björk Jóhannsdóttir. í því að orðaskakast um hlutina á opinberum vettvangi og af þeim sökum fáum við ekki þá athygli sem hinir fá útá það að belgja sig Kn t'g gcri niikinn gmnnnmm á pólitískn slarl'i l'vrir kvcnnalislaim ng annarri pnlilík. \cgna þcss aú Ku'iinalislinn lumsar s\n áhuraiidi mikið lil l'ramtídar. Björk Jóhanns- dóttir skipar 2. sæti Kvennalist- ans og sat a Alþingi í haust. Blaðakona Pilsaþyts tók hana tali. Ég er fædd og uppalin á Hólmavík og að því leytinu til sjaldgæft eintak, að ég kom aftur heim, eftir nám í Kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla Is- lands, en ég ákvað það strax þegar ég var tólf ára að verða kennari. Ég kom sem sagt heim aftur og fór að kenna, fyrst í litl- um sveitaskóla á Broddanesi í Strandasýslu, með 14 nemendur, en eftir þrjú ár fluttist ég aftur til Hólmavikur og fór að kenna þar. Ég hrökklaðist úr kennarastrfinu vegna þess að mér þóttu störf mín til lítils metin hjá rík- isvaldinu. Þá fór ég að vinna hjá útgerðarfyrirtækinu Hólma- drangi hf. og er það sannarlega lærdómsríkt. Hvers vegna valdirðu Kvennalistann? Ég hef alla tíð verið baráttu- kona fyrir jafnrétti, kannski vegna þess að ég er eina stelpan í sjö systkina hópi og fann oft fyrir mismunun. En ég geri mik- inn greinarmun á pólitísku starfi fyrir Kvennalistann og annarri pólitík, vegna þess að Kvenna- listinn hugsar svo áberandi mikið til framtíðar. Mér finnst ákaflega skynsamlega að málum staðið innan Kvennalistans og er stefnuskrárvinnan besta dæmið um það. Drög að henni eru send út um allt land, þvers og kruss til þess að fá sem flestar konur til að segja skoðun sína á henni. Það þótti mörgum nóg um ná- kvæmnina, og það verður að viðurkennast að hún tekur alltof \ id cnim ckki mikiO í því aú nrdaskakasl iim hliilina á upinhiTiim u'llwingi ni> al' þt'ini siikiini laiim \ iö ckki þá alhvgli scm liinir l'á úlá þai) að hdgja si» úl u» hcrja scr á hrjúst. langan tfma, en árangurinn er líka frábær. Hins vegar gjöldum við fyrir það hvað við erum skynsamar. Við erurn ekki mikið sameiginlega. út og berja sér á brjóst. Þú varst á þingi sem varamaður Jónu Valgerðar íhaust, hvernig fannstþérþað? Veistu það, að mér fannst það bara bráðskemmtilegt, og það var mjög áberandi hvað var vel tekið á móti manni þarna. Ég sat í fjár- laganefnd og það fannst mér ansi lærdómsríkt. Þangað kom fólk alls staðar að úr þjóðfélag- inu til að fá að-_______________ stoð ríkisvaldsins. Til viðtala við nefndina kom fólk á barmi ör- væntingar vegna ástvina sinna, sem höfðu alls ekki fengið rými innan heilbrigðiskerfisins. Ég skammaðist mín fyrir þetta kerfi sem er við lýði er ég heyrði öll þau ósköp sem fólk þarf að þola vegna þess að það passar ein- hverra hluta ekki inn í kerfið. Þetta sýndi mér einfaldlega, að velferðarkerfið á fslandi er alls ekki í lagi. Enda hafa karlmenn ver- ið of lengi í meirihluta þingmanna okkar. Ég held að það þurfi á- herslubreytingu í þjóðfélagið eins og það er í dag og hún verður ekki nema að bæði kynin stjórni l'ctla svndi mcr cinl'aldlcga, aú M'ircrOarkcrl'iú á Islandi cr alls ckki í lagi. Hvers vegna ákvaðst þú að taka þátt í pólitísku starfi? Alltaf þegar leitað hefur verið til mín í því skyni að fá mig til þátttöku í pólitík, hef ég afsakað mig með því, eins og allar konur gera, að skyldur mín- ar séu fyrst og fremst gagnvart börnunum mínum. ekki samfé- laginu. En eftir veru mína á þinginu í haust fann ég vel, að ef við viljum breyta einhverju í okkar samfélagi, eigum við að gera allt sem við getum til þess sjálfar, sérstaklega og einmitt barnanna vegna. Karlarnir hafa sýnt að þeim er ekki einum treystandi til breytinga sem þurfa að verða á samfélagi okkar til að gera það fjölskylduvænt. Konur virðast hafa þessa heildarsýn í ríkara mæli og hún er jörðinni nauðsynleg. En raddir sem þegja, heyrast ekki. Eða væri réttara að segja að það séu alltof fáir hlust- endur í eldhúsinu. Ég held að konur séu ekki síðri pólitíkusar en karlmenn, af því þær eru svo ofsalega samviskusamar, þó þær séu oft alltof nákvæmar og eyði kannski alltof mikum tíma í það að gera eitthvað alveg fullkomið. Það væri betra fyrir framtíðina og börnin okkar allra ef við hætt- um að láta eins og þau séu ein- getin, og að heimilin falli með braki og brestum ef konurnar erum ekki alltaf til staðar. Samfélagið hefur verið ákaflega íhaldssamt gagn- vart því hlutverki sem konum er eignað - að ala upp börnin. En ég tel að miðað við allar þær breyt- ingar sem við nútímafólk höfum lifað af, gætum við líka lifað af þá breytingu að móðurhlutverkið verði að foreldrahlutverki. Ég tel það nefnilega miklu betra fyrir bömin að foreldramir sýni jafna ábyrgð á þeim. Ég held að við konur getum unnið heilmikinn sigur fyrir komandi kynslóðir ef við leyfðum körlunum að axla þessa ábyrgð líka. Ég viðurkenni fúslega að líf mitt væri miklu einfaldara ef ég hefði bara sætt mig við hlutskipti mitt sem konu, hlutskipti sem samfélagið sem maður býr í Kn cl'lir vcrii iiiíiui á |)ingiiiii í luiiisl l'ann cí> vcl, iiú cl' viú viljuni lircyla cin- hvcrjii í okkar siinircliii>i, cii>uiii viú aú gcra alll scm viú “cluiii til |icss sjáU'ai', scrslaklcga oj> cimnill hanianna vcgna. formar á hverjum tíma. En ein- falt, þýðir ekki að sama skapi þroskandi og skemmtilegt. Og þar sem ég tel að tilgangur okkar hér á þessari jörð sé sá að þroskast og gera til þess allt sem við getum, þá get ég einfaldlega ekki annað en fylgt sannfæringu hjarta mfns og reynt að gera eitt- hvað í málunum. Því get ég sagt eins og Mart- einn Lúther: „Hér stend ég og get ekki annað"... Hverju myndir þú helst vilja berjast fyrir ef þú fengir tœki- fœri til? Það er enginn vafi í mínum huga hvað mér finnst vera bráttumál númer eitt. Það er um- gengnin við jörðina okkar. Þar er unt gríðarlegt ábyrgðarleysi að ræða af hálfu mannanna. Jörðin er okkar lífgjafi, hún fæðir okkur og klæðir, hún er móðir okkar og faðir, og við höfum miklar skyldur gagnvart henni, eins og við höfum gagnvart foreldrum okkar og afkomendum. En hvað gerum við til að launa henni líf- ið? Við hendum dauðum fiski, rusli og við gubbum frá okkur alls kyns sjampóum, sápum og spilliefnum. Allt í sjóinn. Nú er svo komið að við verðum að bæta ráð okkar en farast ella. I raun og veru er spurningin ekki um neitt annað, og við höfum alls ekki mikinn tíma. Afleiðingar gjörða okkar hafa ekki enn komið svo harkalega niður á buddunni að við séum búin að viðurkenna mistök okkar gagnvart náttúr- unni. Það verður að minnka sóun mannsins á auðlindum okkar. En vandamálið er vissulega það að sóun eykur hagvöxtinn og það er mæliker nútímans. Konur verða að komast til valda, því þær bera skynbragð á það að framtíðin byggir á hegðun okkar hér og nú. Við erum ábyrg fyrir því sem börnin okkar þurfa að glíma við í framtíðinni.

x

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi
https://timarit.is/publication/1230

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.