Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 03.04.1995, Blaðsíða 7

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 03.04.1995, Blaðsíða 7
PILSAÞYTUR 7 Merk tímamót Mikill fögnuður ríkti fimmtudaginn 23. mars sl. þegar Halldór Blöndal samgönguráðherra, sprengdi síðasta haftið í Vestfjarðagöngunum. Opnun gangnanna verður tvímælalaust merkasta samgöngubót okkar tíma fyrir Vestfirðinga. Þess má vænta að í kjölfarið blómstri mann- lífið, atvinnusvæðið stækki og samvinna sveitarfélaga aukist. Kvennalistinn óskar starfsmönnum Vegagerðarinnar, Vesturíss og Vestfirðingum öllum til hamingju með þennan langþráða áfanga. Bormenn Islands. Hvers vegna Kvennalisti? Dagbjört Óskarsdóttir, mat- ráðskona og bóndi býr á Kirkju- bóli í Korpudal. Hún skipar 8. sæti Kvennalistans í Vestfjarða- kjördæmi. Hvers vegna gekkst þú til liðs við Kvennalistann? Ég hreifst snemma af mál- flutningi þingkvenna Kvennalist- ans því þær tóku upp mál sem aldrei höfðu verið rædd á þingi - mál þeirra sem minna mega sín. Þessi skoðun mín hefur ekki breyst nema síður sé, því að með árunum hafa þær orðið beittari og hvassari í framsetningu og mál- efnin sem Kvennalistinn berst fyrir þurfa enn á málsvara að halda. Strandlíf í Önundarfirði. Kátar Vegagerðarkonur. Byggðakvóti hentar Vestfirðingum Guðrún S. Bjarnadóttir hús- móðir, býr á Þingeyri og skipar 7. sæti Kvennalistans í Vest- fjarðakjördæmi Hvað finnst þér brýnasta mál- ið íþessum kosningum? Mér finnst sjávarútvegsmálin skipta mestu. Það verður að koma byggðakvóti. Maðurinn minn gerir út 10 tn. bát á iínu og snurvoð. Þegar kvótinn var sett- ur á þessa báta fyrir 4 árum þá var hann með um 130 tn. í þorskígildum, en það er nú komið niður í 40 tn. Það er því mikil nauðsyn að rétta hlut þessara út- gerða, því það er ekki hægt að láta þetta bera sig. Menn geta ekki lengur framfleytt sér með þessum hætti. Nauðsyniegt er að byggða- stefna Kvennalistans í sjávarút- vegsmálum nái fram að ganga.

x

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi
https://timarit.is/publication/1230

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.