Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2016, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2016, Page 4
4 Fréttir Helgarblað 5.–8. febrúar 2016 Glerhreinsir • Gólfsápa • WC hreinsir Rykmoppur og sápuþykkni frá Pioneer Eclipse sem eru hágæða amerískar hreinsi- vörur. Teppahreinsivörur frá HOST Marpól ehf. - Nýbýlavegur 18, Kópavogur - S: 660 1942 - marpol.is Frábærar þýskar ryksugur frá SEBO Decitex er merki með allar hugsanlegar UNGERErum einnig með: Marpól er með mikið úrval af litlum frábærum Tilboð fyrir hótel og Frakkarnir hættir við verksmiðjuna á Bakka n Saint Gobain ætlar ekki að reisa kísilkarbíðverksmiðju n Hefðu mengað of mikið F ranska stórfyrirtækið Saint Gobain er hætt við að byggja 25 þúsund tonna kísilkar­ bíðverksmiðju á Bakka við Húsavík. Þetta tilkynnti fyrir­ tækið í bréfi til bæjaryfirvalda í Norður þingi í desember. Fram­ tíð verkefnisins var áður sögð velta á ákvörðun þýsku fyrirtækjasam­ steypunnar PCC um byggingu kísil­ vers á Bakka. Það verkefni er nú kom­ ið af stað en niðurstaða Saint Gobain kom í kjölfar nýrrar mengunarspár franska fyrir tækisins sem tók tillit til útblásturs verksmiðjanna tveggja. „Fyrirtækið gaf út að það ætli ekki að koma hingað en það endurreikn­ aði útblástur brennisteinsdíóxíðs miðað við fulllestað verkefni PCC. Það voru óhagstæðar niðurstöð­ ur sem komu út úr því og þeir gáfu það upp að þeir væru búnir að slá það verkefni af nema eitthvað annað myndi breytast,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norður­ þings. Heimsóttu Húsvíkinga Fulltrúar Saint Gobain heimsóttu Norðurþing í júní og ágúst 2012 til að skoða aðstæður á Bakka. Nokkrum mánuðum síðar skilaði fyrirtækið inn tillögu að matsáætlun sem var unnin af verkfræðistofunni Ver­ kís. Samkvæmt tillögunni vildi Saint Gobain reisa tólf þúsund fermetra verksmiðju sem gæti framleitt um 25 þúsund tonn af kísilkarbíði á ári. Efnið yrði framleitt sem hráefni fyr­ ir aðrar verksmiðjur fyrirtækisins og meðal annars notað til framleiðslu á slípivörum og málmvinnslu. Verk­ efnið átti að skapa 68 framtíðarstörf og fyrir tækið óskaði í kjölfarið eftir viðræðum við Norðurþing um tólf hektara lóð á Bakka. Kristján Þór sagði í samtali við DV í febrúar í fyrra að Saint Gobain fylgdist grannt með áformum PCC. Franska fyrirtækið vildi að sögn sveit­ arstjórans ekki verða fyrsta verkefnið inn á Bakka en þyrfti á sama tíma að þekkja áætlanir PCC um útblástur. „Þetta var ekki komið langt á veg en var eitthvað sem menn vildu sannarlega skoða og fyrirtækið búið að leggja töluverða fjármuni í að skoða. Sveitarfélagið er einungis búið að leggja þá fjármuni og vinnu í þetta sem þurfti til að koma hlutunum af stað og funda með fyrirtækinu,“ segir Kristján Þór, aðspurður hvort ákvörðun Saint Gobain sé mikill skellur fyrir sveitarfélagið. Kostnaðarsöm uppbygging Saint Gobain hafði einnig sagt að fyrir tækið færi ekki í framkvæmdir fyrr en búið væri að tryggja nauðsyn­ lega innviði á Bakka eins og vegi og aðgengi að hafnaraðstöðu. Fram­ kvæmdir við jarðvinnu á svæðinu eru nú komnar vel af stað, vegna fram­ kvæmda PCC, og verktakar byrjað­ ir að leggja veg til Húsavíkurhafnar. Gerð jarðganga í gegnum Húsavíkur­ höfða á að hefjast um næstu mánaða­ mót en kostnaður ríkisins við göngin og vegtenginguna er metinn á 3,1 milljarð króna. „Það er allt á fullu hérna. Senni­ lega fer fyrsta steypuvinnan af stað á allra næstu dögum eða vikum og það er búið að fara í gríðarmiklar fram­ kvæmdir og undirbúa það allt saman á Bakka sjálfum. Um næstu mánaða­ mót kemur borgengi og þá hefst vinna við göngin í gegnum höfðann. Það er dýpkunarskip að störfum nán­ ast allan sólarhringinn og maður finnur fyrir því að boltinn er að rúlla hratt af stað. Það er einnig mikil gerj­ un í öðrum verkefnum sem tengj­ ast uppbyggingu á Bakka sem sum eru komin skemmra á veg en önn­ ur. Ég get ekki upplýst hver þau eru á þessari stundu,“ segir Kristján Þór. n Sveitarstjóri Norðurþings Kristján Þór Magnússon. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Bakki við Húsavík Saint Gobain er fyrirtækja- samsteypa með starfsemi í 64 löndum og alls um 195 þúsund starfsmenn. Samkvæmt upplýsing- um DV spiluðu markaðsaðstæður einnig inn í ákvörðun franska fyrirtækisins. Dóp og heim- ilisofbeldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um hugsanlegt heimilisofbeldi í íbúð í austur­ bænum um hálf tólf leytið aðfara­ nótt fimmtudags. Mikill hávaði, grátur og læti bárust frá íbúðinni. Þegar lögregla kom á vettvang fannst megn kannabislykt á ganginum og þegar húsráðandi hafði opnað fyrir lögreglu mátti sjá leifar af ætluðum fíkniefnum á stofuborði sem og ræktunartjald í eina herbergi íbúðarinnar. Húsráðendur voru karl og kona og voru þau bæði handtekin og færð í fangageymslu Hverfis­ götu 113 þar sem þau voru vistuð í fangaklefa. Hald var lagt á 11 kannabis­ plöntur, eitthvað af annars kon­ ar ætluðum fíkniefnum, svo og ýmiss konar tól og tæki sem tengj­ ast fíkniefnum og neyslu. Þá var lagt hald á eggvopn og úðabrúsa. Einnig peninga, skartgripi, tölvur og fleira sem hugsanlega er þýfi. U ngt fólk er mun jákvæðara við að senda hvort öðru nektar­ myndir, og telur hópur sem rætt var við í tengslum við skýrslu Kvenréttindafélags Íslands um hrelliklám, að mikinn kynslóða­ mun væri að finna á viðhorfum til nektarmynda sem eru sendar í gegnum samskiptamiðla. Í ritgerðinni, sem Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir vann, var rætt við tvo hópa, annars vegar þrjár konur og svo þrjá karlmenn á aldrinum 20–25. Í skýrslunni segir „að flestir þátt­ takendur voru á þeirri skoðun að það væri í góðu lagi að senda nektar­ myndir undir réttum kringumstæð­ um, meðal annars þyrfti samþykki viðtakanda að vera til staðar“. Þó virðast þátttakendur finna fyrir miklum kynslóðamun á þessari skoðun, að kynslóðir sem alast upp við Facebook og Snapchat séu opnari fyrir sendingum nektar mynda en þeir sem eldri eru. Þá kom sterklega fram í umræðum viss kynjamunur, til dæm­ is þegar stelpur senda nektar mynd og þegar strákar gera það. Flestir þátttak­ endur upplifðu að strákar sendi nekt­ armyndir á fleiri aðila en stelpur, og þær sendi myndir frekar á vissa aðila eins og maka.“ Ungar stelpur voru sérlega oft nefndar sem líklegir þolendur hrellikláms af hópunum tveimur, þá var talað um að meiri pressa væri á þeim en öðrum samfélagshópum að senda nektarmyndir. Sérstakt frumvarp liggur fyrir á Alþingi þar sem sjónum er beint að hrelliklámi sérstaklega. Er það enn í umsagnarferli. n valur@dv.is Ungt fólk hrifnara af nektarmyndum Skýrsla Kvenréttindasambandsins sýnir kynslóðamun Hrelliklám Ungar stelpur voru sérlega oft nefndar sem líklegir þolendur hrellikláms af hópunum tveimur, þá var talað um að meiri pressa væri á þeim en öðrum samfélags- hópum að senda nektarmyndir. MyNd 123rf.coM Milduðu dóma Hæstirétt ur hefur dæmt hol­ lenska konu, Mirjam Foekje van Twuijver, í 8 ára fang elsi fyr ir stór­ felld an inn flutn ing á fíkniefn um til Íslands. Héraðsdóm ur Reykja­ ness hafði áður dæmt hana í 11 ára fang elsi og er dómurinn því mildaður umtalsvert og tekur Hæstiréttur til greina samstarf konunnar við lögreglu. Atli Freyr Fjölnisson var dæmdur í 4 ára fang elsi fyr ir að hafa veitt fíkni­ efn un um viðtöku. Til frá drátt ar kem ur gæslu v arðhald sem þau sættu við rannsókn málsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.