Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2016, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2016, Síða 9
Helgarblað 5.–8. febrúar 2016 Sport 9 Angela var impóneruð ari hafi hringt í Dag á meðan mótinu stóð, sem og eftir það. Hvernig var aðdragandinn? „Það gerðist þannig að ég sat við matarborð og einn af þeim sem stýr- ir umgjörðinni hjá liðinu kom til mín. Hann sagði mér að kona nokkur vildi heyra í mér. Ég svaraði í gríni: Merkel? Hann svaraði: „Já, og vertu með sím- ann hjá þér klukkan þrjú á morgun.““ Dagur ber að Merkel hafi verið mjög viðkunnanleg, bæði þegar hún hringdi í fyrra skiptið, þegar Þjóðverjar slógu út Dani, og svo eftir úrslitaleik- inn. „Hún sagðist vera mjög stolt af liðinu og hvers konar fulltrúar fyrir þjóðina strákarnir væru. Hún óskaði okkur alls hins besta og sagði gaman að Íslendingur stjórnaði liðinu. Hún fór að tala um Ísland og ég sagði að hún yrði endilega að fara til Íslands og prófa að ganga þar á fjöll. Ég veit hún er mikill göngugarpur.“ Hann segist alls ekki hafa upplifað aukna pressu vegna símtala frá kanslaranum. „Nei, nei. Tónninn var þannig að hún var mjög ánægð með liðið. Hún vissi að við vorum með yngsta liðið og þetta væri kannski framar vonum. Hún var mjög impóneruð yfir því hvernig þetta tókst allt saman.“ Hann segir aðspurð- ur að enginn íslenskur ráðamaður hafi hringt í hann til að óska honum til hamingju. „Ekki að ég sé að bíða eftir því,“ segir hann og hlær. Fær bónusgreiðslu Eins og fram hefur komið er árang- ur Dags með Þjóverja óvæntur, þótt Þjóðverjar séu stórþjóð í handbolta. Hann viðurkennir að fá bónusgreiðsl- ur ef hann nær árangri með liðið en vill ekki gefa upp hvað hann fær háa upphæð við Evrópumeistaratit- il. „Þetta spillir ekkert fyrir en ég var ekki með töluna í hausnum á mótinu.“ Leikskipulagið fór í þvottavél Athygli vakti þegar Dagur birti mynd af leikplaninu á móti Spánverjum. Hann segir að eftir úrslitaleikinn hafi hann fengið hressilega kampavínsmeðferð. Blautum fötunum hafi verið hent ofan í tösku. „Svo vorum við að taka úr þvotta- vélinni þegar kom í ljós að masters- planið hafði farið með. Ég ákvað að taka mynd af því og þegar því var lokið hugsaði ég með mér að ég ætti bara að deila þessu og leyfa fólki að sjá hvernig þetta kom heim og saman.“ Hann segir að á blaðinu séu leikkerfi og hvert þeirra fær sína tölustafi sem kóða. Þarna eru „kombinasjónir“ af leikkerfum, til dæmis hvaða varnarafbrigði við spilum í hinum ýmsu aðstæðum. Ég nota svona í öllu mótinu.“ Hann fer að hlæja þegar hann er spurður hvort einhver annar en hann gæti skilið það sem á blaðinu stendur. Og svarið er einfalt: „Nei“. Út í hött að við séum langt á eftir Dagur vill lítið blanda sér í umræðuna um fram- tíð íslenska landsliðsins, af virðingu við vini sína heima á Íslandi og íslensku þjóðina. Á honum má þó heyra að hann hefur skoðanir á hlutunum. „Ég vil bara minna á að þeir vinna Noreg og svo kem- ur ákveðið „blackout“ á móti Hvít- Rússum. Með þeim leik kasta þeir mótinu frá sér.“ Hann segir að það hafi gerst hjá fleiri lið- um á mótinu, til dæmis hjá Dönum á móti Svíum og hjá Spánverjum í úrslitaleiknum. Lið lendi stundum í aðstæðum sem erfitt er að ráða við. „Danir voru með allt í góðum gír og litu hrikalega vel út. Þeir voru að sigla inn í undanúrslitin þegar slokknar á einbeitingunni á móti Svíum. Afleiðingin er svo leikurinn á móti okkur.“ Hann segir að ekki megi gera of mikið úr því að strákarnir okkar hafi ekki komist lengra. „Það er kjána- legt að segja að íslenska liðið sé orðið langt á eftir öðrum liðum. Þeir hefðu getað farið sömu leið og Þýskaland og Noregur gerðu. Það er algjörlega út í hött að tala um að þeir séu orðn- ir einhverjum ljósárum á eftir öðrum. Það er bara kjánaskapur.“ Hann seg- ir að vonbrigðin séu mest fyrir leik- mennina sem fórna dýrmætum tíma og mörgum aukaæfingum fyrir að spila á þessum mótum, þrátt fyrir að margir hefðu þurft á hvíld að halda. Hann segir enn fremur að ís- lenska liðið sé afar sterkt og erfitt lið að mæta. Það hafi hann reynt á eigin skinni rétt fyrir mótið. „Þeir eru ekk- ert dottnir út úr öllu. Fjölmörg sterk lið séu í þeirri stöðu að komast ekki á Ólympíuleikana í sumar. Það séu engin endalok. Hann gefur lítið fyrir þau kynslóðaskipti sem rætt hefur verið um að þurfi að séu yfirvofandi. „Það er alltaf einhver endurnýjun í þessum liðum, líka hjá Frökkum og Spánverjum. Það er engin ástæða til að örvænta. n „Þetta spillir ekkert fyrir - um bónusgreiðsluna sem hann fær fyrir titilinn M y n d E PA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.