Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2016, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2016, Blaðsíða 33
Helgarblað 5.–8. febrúar 2016 Skrýtið Sakamál 25 Þrif ehf. | Lækjasmári 86 | 201 Kópavogur | Sími: 8989 566 | www.þrif.is | thrif@centrum.is Fyrirtæki og húsfélög, gerum tilboð ykkur að kostnaðarlausu Bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir íbúðir sem eru í túristaleigu Hefur þú þörf fyrir þrif H júkrunarfræðingurinn Bill Wolfe bjó í Henderson í Texas með eiginkonu sinni, Teresu. Hjónin höfðu alla tíð verið náin og vinir þeirra sögðu hjónabandið friðsælt með eindæmum. Þann 3. apríl, 2004, kom Bill óvenju snemma heim úr vinnunni og rétti Teresu rómantískt kort. Teresa leit á hann spurnaraugum og opnaði kortið. „Ég vona að þú vitir að hvert andartak sem við getum átt saman er mér svo mikils virði“ stóð í því. „Mig langaði bara að koma heim og eiga rólegt kvöld með þér, elskan mín,“ sagði Bill og í ljósi þess innileika sem einkennt hafði hjónabandið kom þetta Teresu ekki spánskt fyrir sjónir. Dekrað við Teresu Bill sló sjálfum sér við þetta kvöld; sá um matseld, dekkaði borðið, kveikti á kertum og hugguleg tónlist fullkomn­ aði andrúmsloftið. Þegar upp var staðið bauðst hann til að láta renna í bað fyrir Teresu svo hún gæti látið líða almennilega úr sér þreytuna og slakað vel á. Teresu leist vel á það og þar sem hún lá í ylvolgu baðvatninu fannst henni kvöldið fullkomnað og velti því ekki fyrir sér af hverju útvarpið, sem stillt var á hugljúfa stöð, var ekki á sínum venjulega stað heldur á bekk nærri baðkarinu. Snarræði bjargar Þarna voru þau hjónin; hann sitjandi á körfu fyrir óhreinan þvott og hún værðarleg í freyðibaði, og mösuðu um allt og ekkert. Bill teygði skyndi­ lega út handleggina og eins og fyrir klaufaskap rakst hann í útvarpið sem endasentist í boga í átt að baðkarinu. Með ótrúlegu snarræði tókst Teresu að grípa það áður en það skall í vatn­ ið. En viðbrögð Bills voru á annan hátt en ætla hefði mátt; í stað þess að varpa öndinni af létti stóð hann upp og strunsaði í fússi út úr baðher­ berginu. Teresa leggst í rannsóknir Hegðun Bills kom Teresu í opna skjöldu og hún velti fyrir sér hví hann brást svo reiður við. Þá rifjuðust upp fyrir henni ýmis önnur, nýleg tilvik – Bill hafði reyndar tíðum verið eins og snúið roð í hundskjaft undanfarna mánuði. Óhugnanleg spurning vakn­ aði: Vildi Bill hana feiga? Hugmyndin var fáránleg, fannst Teresu, og hún nánast hristi hausinn, undrandi á eig­ in hugarflugi. En næsta dag lónaði spurningin enn í huga hennar og hún ákvað að kanna nokkur atriði. Hinn sári sannleikur Teresa greip til þess ráðs að athuga hvað ástkær eiginmaður hennar hefði bardúsað á netinu. Sér til mikillar skelfingar sá hún að hann hafði, þrem­ ur dögum fyrr, leitað upplýsinga um hvernig best væri að standa að morði með vatni og rafmagni, einkum og sér í lagi þar sem hægt væri að notfæra sér baðkar. Bill hafði heimsótt þrjár vefsíður þar sem fjallað var ítarlega um þess konar morð og eina síðu að auki þar sem kyrking í baðkari var útlistuð. Teresa fann líka kvittun fyrir einu dúsíni af rósum sem hún hafði aldrei fengið. Hún beið ekki boðanna og setti sig í samband við lögreglu hið snarasta. Há líftrygging Við rannsókn lögreglunnar kom margt miður geðslegt í ljós varðandi Bill Wolfe. Á meðal þess var að fimm mánuðum áður – um svipað leyti og hegðun hans breyttist – hafði hann keypt líftryggingu handa Teresu að henni fornspurðri. Líftryggingin hefði fært honum 250.000 Bandaríkjadali í aðra hönd ef hún gæfi upp öndina. Bill var handtekinn og ákærður. Hann gerði samning við ákæruvaldið og játaði sig sekan um þriðju gráðu morðtilraun (hvað sem það nú merk­ ir). Fyrir vikið fékk hann fjögurra til tíu ára fangelsisdóm auk þess sem hon­ um var gert að greiða Teresu 10.000 Bandaríkjadali. n Bill lætur renna í Bað n Hugguleg kvöldstund kveikti óhugnanlegar spurningar n Teresa vildi Bill, Bill vildi Teresu … feiga Bill Wolfe Leit framtíðina ekki sömu augum og eiginkonan. „Ég vona að þú vitir að hvert andartak sem við getum átt saman er mér svo mikils virði Beezow Doo-Doo Zopitty- bop-Bop-Bop í bobba J effrey Wilschke var handtek­ inn í borginni Olympia í Wash­ ington­ríki fyrir árás á lögreglu­ þjón þar sem hann er sakaður um að hafa bitið, kýlt og hent stein­ um í lögregluþjóninn. Einnig á hann að hafa reynt að stinga lög­ regluþjóninn með penna og hlaup­ ið ítrekað í burtu þrátt fyrir að hafa margoft verið skotinn með rafbyssu. Það væri líklega ekki heimsfrétt nema fyrir þá staðreynd að Jeffrey Wilschke breytti nafni sínu árið 2011 í hið þjála Beezow Doo­Doo Zopittybop­Bop­Bop. Síðan þá hefur hann ítrekað kom­ ist í kast við lögin fyrir minni hátt­ ar afbrot, iðulega tengd eiturlyfja­ neyslu og í hvert sinn rata brot hans á síður bandarískra fjölmiðla, þökk sé nafninu. Í samtali við blaða­ mann Wisconsin State Journal út­ skýrði hann nafn sitt, í stuttu máli, á þá leið að um væri að ræða tilvísun í endalausa ást í alheiminum. Beezow Doo­Doo Zopittybop­Bop­Bop hef­ ur þráfaldlega vísað því á bug að vera veikur á geði. n bjornth@dv.is Beezow Doo-Doo Zopittybop-Bop- Bop Þökk sé nafninu vekja afbrot hans mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.