Fréttablaðið - 03.04.2017, Síða 6

Fréttablaðið - 03.04.2017, Síða 6
Komdu og gerðu betri kaup! VERKFÆRI LAMPAR LJÓSAPERUR LJÓS OPIÐ ALLA DAGA Mán. til fös. kl. 9–18 Laugard. kl. 10–16 Sunnud. kl. 12–16 við Fellsmúla | 108 Reykjavík | Fylgdu okkur á Facebook Samfélag Nauðsynlegt er að vera á varðbergi fyrir hagræðingu úrslita í íþróttum og skoða þarf að gera úrbætur á löggjöf og reglum um veðmál og hagræðingu. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Sveins Helgasonar, sér- fræðings hjá innanríkisráðuneytinu, á málþingi um hagræðingu íþrótta- leikja sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík í gær. Fréttablaðið fjallaði í vikunni um leik Fylkis og Fram í öðrum flokki í knattspyrnu karla sem fjöldi tipp- ara græddi vel á þar sem þeir höfðu meiri upplýsingar um leikinn en veðbankar. Sveinn benti í erindi sínu á að veðbankar hefðu fært sig yfir á netið og hefði það gjörbreytt veðmálastarfsemi. Ísland væri ekki lengur eyland. Auk þess að skoða úrbætur á lög- gjöf og reglum telur Sveinn mikil- vægt að styrkja samvinnu og sam- ráð jafnt innanlands og við erlenda aðila. Í nýju ógnarmati Europol kemur fram að hagræðing íþrótta- leikja í Evrópu nái aðallega til fót- bolta. Þó sé sjónum einnig beint að tennis, snóker og jafnvel pílukasti. Í sumum tilfellum hafi glæpasamtök fest rætur innan íþróttafélaga til þess að auðvelda sér peningaþvætti og hagræðingu leikja. Þá kemur fram í ógnarmatinu að glæpasamtök hefðu fest rætur í fjölda evrópskra knattspyrnufélaga og þannig þvættað milljónir evra Nýttu glæpasamtökin milliliði til þess að kaupa knattspyrnufélög sem voru í fjárhagsvandræðum. Vegna lélegs eftirlits hefði svo verið hægt að þvætta peningana með því að kaupa og selja leikmenn og með því að selja sjónvarpsréttindi. thorgnyr@frettabladid.is Vilja lög um veðmál öryggiSmál Allur þyrlufloti Land- helgisgæslunnar verður endurnýj- aður á næstu fimm árum, sem er stærsta verkefnið á sviði almanna- og réttaröryggismála sem var kynnt sem hluti fjármálaáætlunar fyrir hið opinbera árin 2018-2022. Kaupverð þeirra eru fjórtán milljarðar króna. Tveimur leiguþyrlum verður skilað og TF-LIF verður seld. Sveinn H. Guðmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að áformunum sé fagnað. Endurnýjun þyrlukostsins verði ekki umflúin enda sé TF-LIF orðin þrítug. „Þetta skref sé því bæði tímabært og nauðsynlegt,“ segir Sveinn. Tillagan sem er birt í fjármála- áætluninni virðist að öllu eða mestu leyti byggjast á niðurstöðum stýri- hóps um þyrlukaup Landhelgisgæsl- unnar og skilaði af sér árið 2016. Þar segir að líftími björgunarþyrla sé að jafnaði um 30 ár. Leigusamningar vegna leiguvélanna tveggja, TF- GNA og TF-SYN, renna út á árunum 2017 og 2018. Þess utan komst stýri- hópurinn að þeirri niðurstöðu að hagkvæmara sé að eiga þyrlur en að leigja þær. Fyrir þrjár þyrlur geti sá kostnaðarmunur numið allt að 500 milljónum króna á ári. Tillaga stýrihópsins var sú að kaupa þrjár þyrlur af svipaðri stærð og LHG er með í sinni þjónustu í dag. Í fjármálaáætluninni segir að núverandi þyrlur séu mismunandi útbúnar sem veldur takmörkunum í starfi og minnkar öryggi. Aðeins önnur leiguþyrlanna er útbúin til leitar og björgunar við íslenskar aðstæður. „Með endurnýjun þyrluflotans eykst rekstraröryggi og hagkvæmni. Nýju þyrlurnar verða útbúnar full- komnum tækjabúnaði sem gerir þeim enn betur kleift að koma sjó- farendum til bjargar og sinna meira álagi í verkefnum á landi, svo sem vegna aukins ferðamannastraums,“ segir þar. Ábyrgðarsvæði Íslands vegna leitar- og björgunar er nær tvöfalt stærra en íslenska efnahagslög- sagan. Ein stærsta áskorun mála- flokksins er því eftirlit og aðstoð í landhelginni, en einnig fjölgun ferðamanna á landi í vanda. Aukn- ingin sem hefur átt sér stað er farin að hafa áhrif á rekstur LHG og tví- sýnt er hvort hægt sé að halda uppi nauðsynlegri þjónustu þar sem áhafnir eru ekki nægilega margar til að bregðast við þessari aukningu, segir í fjármálaáætluninni. svavar@frettabladid.is Sparar gæslunni 500 milljónir á ári að eiga björgunarþyrlurnar Samkvæmt fjármálaáætlun verða þrjár björgunarþyrlur keyptar. Kosta 14 milljarða. Þyrla Gæslunnar er komin á aldur, enda 30 ára. Leiguþyrlur kosta meira árlega en þyrlukaup samkvæmt kostnaðarmati. Sjö þyrlur til taks til 2006 n Fram á árið 2006 voru að jafnaði sjö vel útbúnar björgunarþyrlur staðsettar hérlendis. n Á vegum bandaríska hersins í Keflavík voru fimm og tvær á vegum Íslendinga. n Árið 2006 hætti bandaríski her- inn rekstri hérlendis og þyrlur Bandaríkjamanna fóru af landi brott. Í framhaldi af því lýstu íslensk stjórnvöld því yfir að hér yrðu ávallt tvær björgunarþyrlur og tvær áhafnir til taks allan sólarhringinn, allt árið. n Leigðar voru tvær þyrlur til við- bótar tveimur þyrlum í eigu LHG og ráðnar voru þrjár áhafnir til viðbótar þeim þremur áhöfnum sem fyrir voru. n Þrjár Super Puma björgunarþyrl- ur eru í rekstri í dag. Þær gera LHG kleift að hafa tvær þyrlur til taks 92% ársins en vegna takmarkana á getu LIMSAR þyrlunnar á sjó er viðbragðsgeta fyrir utan 20 sjómílur aðeins hluta af þeim tíma sem tvær þyrlur eru til taks. Líf er orðin þrítug og verður seld – tveimur leiguþyrlum verður skilað. FréttabLaðið/anton 80% fleiri útköll vegna ferðamanna milli áranna 2008-2016. 14 milljarða kostar að kaupa þrjár nýjar þyrlur – en leiga er ekki útilokuð. Hagræðing kappleikja og veðmál voru rædd á málþingi á dögunum. Samfélag Lagt var til að borgar- ráð Reykjavíkur samþykki tillögu um stofnun svokallaðs bataskóla að erlendri fyrirmynd í samstarfi við Geðhjálp og yrði verkefnið til þriggja ára. Yrði kostnaðurinn um 15 milljónir á ári. Í minnisblaði sviðsstjóra velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs kemur fram að bataskólar eru þegar taldir ein af meginstoðum í batamiðaðri geð- heilbrigðisþjónustu. „Fjölgun þeirra í Englandi, Bandaríkjunum, Kanada og Ástr- alíu er talinn órækur vitnisburður um gildi þess að starfrækja slík úrræði. Til að mynda hefur árangur af starfi bataskóla í Nottingham orðið sá að um 70% nemenda hefur haldið áfram námi eða ráðið sig í vinnu að loknu námi og telja sig þurfa á minni þjónustu að halda frá félags- og/eða heilbrigðiskerfi,“ segir í greinargerðinni. Gert er ráð fyrir að skólinn verði hýstur við Suðurlandsbraut 32. Yfir bataskólanum verður fram- kvæmdastjórn sem m.a. mótar og hefur eftirlit með störfum skólans og tekur ákvarðanir um allar meiri- háttar fjárhagslegar ákvarðanir. Í framkvæmdastjórn sitja fulltrúi Geðhjálpar, velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs. - bb Bataskóli settur á laggirnar Vegamál „Reykjanesbrautin fær minnst eina stjörnu en mest fimm stjörnur sem er hæsta einkunn,“ segir Steinþór Jónsson, formaður FÍB, um nýja úttekt FÍB um öryggi á vegum sem er gerð eftir stöðlum EuroRAP. Allir vegir landsins hafa verið eknir og upplýsingar um þá skráðir í sérstakt kerfi sem gefur vegum og vegarköflum stjörnur. „Brautin er til dæmis fjórar stjörnur frá Kefla- vík til Reykjavíkur að mestu leyti en þrjár frá Reykjavík til Keflavíkur vegna ljósastauranna. Það eru engar öryggisgrindur um þá og auðvitað hefðu ljósastaurarnir átt að vera í miðjunni,“ segir Steinþór. Bæjaryfirvöld og íbúar Reykjanes- bæjar telja brýnt að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar sem allra fyrst. „Stundum er hægt að laga Reykja- nesbrautina með frekar litlum kostnaði. Veghaldarar geta brugðist við svörtu punktunum frá okkur og lagað sem mest fyrir minnsta pen- ing,“ segir hann. – bb Reykjanesbraut fær stjörnugjöf 3 . a p r í l 2 0 1 7 m á N U D a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 3 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 7 -2 1 5 0 1 C 9 7 -2 0 1 4 1 C 9 7 -1 E D 8 1 C 9 7 -1 D 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.