Fréttablaðið - 03.04.2017, Side 8

Fréttablaðið - 03.04.2017, Side 8
Full búð af nýjum vörum! Verið velkomin í Verslun Guðsteins, Laugavegi 34 Síðan 1918 Láttu okkur ráða Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is Þarftu að ráða? Iðnaðarmann Bílstjóra Bifvélavirkja Þjónustufólk Öryggisvörð Lagerstarfsmann Matreiðslumann ekki bara öruggt start líka gæði Er snjósleðinn tilbúinn fyrir frost og fjöll? Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta. BÍLDSHÖFÐA 12 • 110 RVK • 577 1515 • WWW.SKORRI.IS Samfélag Borgarráð samþykkti á fundi sínum 46,3 milljón króna kostnaðaráætlun vegna málefna miðborgar. Áætlunin er vegna verkefnisstjórnar og verkefnisstjóra miðborgarmála sem og kostnaðar vegna stofnunar miðborgarsjóðs. Kostnaður vegna verkefnastjóra og verkefna á vegum hans og verkefna­ stjórnar eru 16,3 milljónir króna og kostnaður vegna miðborgarsjóðs er 30 milljónir króna. Í greinargerð um kostnaðar­ áætlunina er bent á þau fjögur atriði sem skýrsla og tillögur stýri­ hóps um málefni miðborgar og til­ laga borgarstjóra um málefni mið­ borgarinnar leggur áherslu á.  Atriðin fjalla meðal annars um stefnu um málefni miðborgar byggð á áskorunum, tækifærum og fyrirliggjandi stefnumótun borgar­ innar.  Þá á að skipa verkefnisstjórn miðborgarmála til þriggja ára og settur verði verkefnisstjóri sem starfi með verkefnisstjórninni. - bb Tugir milljóna settir í miðborgina Það er að ýmsu að hyggja í mið- borginni. Fréttablaðið/Ernir Borgarmál Reykjavíkurborg hefur veitt Símanum vilyrði fyrir lóð við Hólmsheiði. Stærð og staðsetning lóðarinnar verður nánar ákveðin í deiliskipulagi en til skoðunar er að hámarksbyggingarmagn yrði 10 þúsund fermetrar. Borgar Síminn 1.500 krónur fyrir hvern byggingar­ fermetra eða 15 milljónir verði hámarksbyggingarmagn nýtt.  Sím­ inn hefur sex ár til að ákveða hvort fyrirtækið ætlar að nýta sér vilyrðið um lóðina.   Í greinargerð um gagnaverið segir að uppbygging slíkra gagnavera sé fjármagnsfrek og það sé mikilvægt að búa þannig um hnútana að auð­ velt sé að stækka án þess að binda mikið fjármagn ef aðstæður síðar verða hagfelldar fyrir rekstur gagna­ versins. „ M e ð þ e s s u f y r i r k o m u ­ lagi er fjárbinding vegna við­ bótarlóða í lágmarki og fyrir­ tækið hefur ráðrúm til þess að vaxa á eðlilegum hraða án þess að þurfa að skuldsetja reksturinn umfram efni. Fyrir Reykjavíkur­ borg er það mikilvægt að stuðla að nýsköpun og fjölbreyttum iðnaði innan borgarmarkanna og gera fyrirtækjum það kleift að vaxa á sama stað. Með þessu fyrirkomulagi myndast einn­ ig hvatning fyrir fyrirtækið að kaupa fleiri lóðir af Reykjavíkur­ borg ef aðstæður þess bjóða upp á það,“ segir enn fremur í greinar­ gerðinni - bb Síminn fær gagnaverslóð á 15 milljónir Síminn hefur tryggt sér lóð á Hólmsheiði undir gagnaver. SVÍÞJÓÐ Minnst þrír létust og tveir eru lífshættulega slasaðir eftir rútu­ slys í Svíþjóð í gær. Tæplega sextíu manns voru í rútunni en á þriðja tug voru fluttir á sjúkrahús. Sjö þeirra voru alvarlega slasaðir. Slysið átti sér stað snemma í gær­ morgun í Härjedalen, milli Sveg og Fågelsjö, rúmlega 100 kílómetra suður af Östersund, í Svíaríki miðju. Rútan átti aðeins stuttan spöl eftir á áfangastað. Farþegarnir voru grunn­ skólanemar í 8. bekk og kennarar þeirra á leið í skíðaferðalag. Fólkið er frá Skene, litlum bæ suður af Gautaborg. Ekki er vitað hvað varð til þess að rútan hafnaði utan vegar. Flestir farþeganna voru í fastasvefni þegar slysið átti sér stað. Talið er að fæstir hafi verið í bílbelti. Allir tiltækir sjúkrabílar auk heilbrigðisstarfsfólks var kallað út vegna slyssins. Sömu sögu er að segja af lögreglu­ og sjúkraflutn­ ingamönnum. Sjúkratjald var reist á slysstað til að hlúa að þeim sem hlutu minniháttar meiðsl og til að veita áfallahjálp. „Stina var heppin. Hún vaknaði skömmu fyrir slysið við það að rútan vaggaði svo hún spennti á sig beltið,“ segir Fredrik Almqvist, faðir stúlku í rútunni, við Aftonbladet. Hann var vakinn með símtali frá dóttur sinni skömmu eftir slysið en í bakgrunni heyrði hann öskur særðra. Dóttir hans slapp með skrámur. „Ég myndi lýsa svæðinu eins og vígvelli,“ segir sjúkraflutninga­ maðurinn Peter Nystedt við norska miðilinn Verdens Gang. „Særðir farþegar lágu í skurðinum við hlið rútunnar og á veginum. Sumir voru enn í rútunni en aðrir köstuðust úr Þjóðarsorg í Svíþjóð Minnst þrír létust þegar rúta fór út af vegi í Svíþjóð. Innanborðs voru unglingar á leið í skíðaferðalag. Sjúkraflutningamaður líkti aðkomunni við vígvöll. Fæstir farþeganna voru með beltin spennt. Fréttablaðið/EPa henni þegar hún fór út af. Örvingl­ aðir unglingar á víð og dreif og vissu ekki hvað þeir áttu til bragðs að taka.“ Hinna látnu var minnst um alla Svíþjóð með því að draga fána að húni. Þjóðarsorg ríkir í landinu vegna slyssins. „Ég og allir Svíar syrgjum,“ segir í yfirlýsingu frá Stefan Löfven, for­ sætisráðherra Svíþjóðar. „Hugur minn er hjá þeim sem létust, slösuð­ ust, foreldrum þeirra, ættingjum og vinum.“ johannoli@frettabladid.is Með þessu fyrir- komulagi myndast einnig hvatning fyrir fyrir- tækið að kaupa fleiri lóðir af Reykjavíkurborg Úr greinargerð borgarinnar Ég myndi lýsa svæðinu eins og vígvelli 60 manns voru í rútunni þegar slysið varð 3 . a p r Í l 2 0 1 7 m á N U D a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð 0 3 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 7 -1 C 6 0 1 C 9 7 -1 B 2 4 1 C 9 7 -1 9 E 8 1 C 9 7 -1 8 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 2 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.