Fréttablaðið - 03.04.2017, Page 10

Fréttablaðið - 03.04.2017, Page 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Söluver 515 1100 | aroflun@olis.is | rekstrarland.is Fjáröflun framundan? Í Rekstrarlandi fást flottir fjáröflunarpakkar, tilbúnir eða sérsniðnir eftir óskum. Úrval af hreinsivörum, pappírs- vörum, plastpokum og álpappír. Gæðavörur sem nýtast vel og gaman er að selja. Síðastliðinn fimmtudag greindu Orkurannsóknir ehf. frá því að vegna mistaka hafði gildi þung-málma og PAH-efna í sýnum sem safnað var í mælistöð í nágrenni verksmiðju United Silicon í Helguvík verið stórlega ofmetið. Orkurannsóknir er óháður aðili sem hefur annast umhverfisvöktun við verksmiðju United Silicon í Helguvík undanfarið ár. Orkurannsóknir sögðu að vegna mistaka hefði gildi einstakra efna verið metið allt að 67 sinnum hærra en það hefur mælst í útblæstri frá verksmiðjunni og að framleiðsla þar hafi ekki verið byrjuð þegar hluti þessara ótrúlegu mælasýna varð til. Þá hefðu ríkjandi vindáttir á þessu tímabili staðið frá mælistöðinni að verksmiðjunni en ekki öfugt. Þegar þessar upplýsingar birtust frá Umhverfis- stofnun varð íbúum í Reykjanesbæ eðlilega brugðið. Starfsmenn United Silicon efuðust strax um þessar niðurstöður og töldu að þær gætu ekki átt við um starfsemi verksmiðjunnar. Þegar Orkurannsóknir drógu mælinganiðurstöður sínar til baka, og lýstu því yfir að þær væru mistök og úr öllu samhengi við raunverulega losun frá fyrirtækinu, gaf Umhverfis- stofnun það út að óvissa væri í þungmálmamælingum í Helguvík. Nýjar mælingar á gildi þungmálma og PAH-efna sem nú hafa borist og verið kynntar Umhverfisstofnun og United Silicon benda til að rekstur verksmiðj- unnar hafi ekki mælanleg áhrif á magn þessara efna í umhverfinu. Samkvæmt síðustu mælingum virðist ekki skipta máli hvort verksmiðjan er í rekstri eða ekki, gildi þessara efna í umhverfinu mælast þau sömu. Eins og þeir vita sem fylgjast með fjölmiðlum hefur verksmiðja United Silicon glímt við margvíslega örðug- leika í byrjun rekstursins. Að undanförnu hefur verið lögð áhersla á að lagfæra og bæta búnað verksmiðj- unnar. Stjórnendur United Silicon eru vel meðvitaðir um þær skyldur sem á þeim hvíla að stunda ábyrga atvinnustarfsemi í sátt við umhverfið og fólkið sem þar býr. Þær skyldur hyggjumst við rækja. Mengunarmælingar og rekstur United Silicon Samkvæmt síðustu mælingum virðist ekki skipta máli hvort verk- smiðjan er í rekstri eða ekki, gildi þessara efna í umhverfinu mælast þau sömu. Þessi krafa um að við eigum að læra af mistökum annarra er nefnilega að verða ansi þreytt. Helgi Þórhallsson forstjóri United Silicon E f eitthvað er sagt nógu oft fer fólk að trúa því. Þessi einföldu sannindi hafa stjórnmála-menn og allskyns hagsmunaðilar nýtt sér um allan heim um áraraðir. Líka á íslandi. Því miður virðist til að mynda einkavæðing bankanna á sínum tíma hafa verið þessu marki brennd. Blekkingavefurinn, sem nú hefur verið lyft af sölunni á Búnaðarbankanum, er nærtækt dæmi en þá var þjóðinni sagt oft og ítrekað að hlutirnir væru með allt öðrum hætti en þeir voru í raun og veru. Í Fréttablaðinu um helgina var einkar forvitnileg úttekt á fyrirbærinu falsfréttir. Einkum í tengslum við það hvernig þær áttu stóran þátt í að koma forseta Bandaríkjanna til valda og stýra almenningsálitinu í fjölmörgum samfélagslega mikilvægum málum. Falsfréttir eru ýmist upplognar fréttir sem vægast sagt vafasamir miðlar taka að sér að dreifa sem víðast eða fölsunin felst í því að afneita sannleikanum, halda því blákalt fram að sönn og vel unnin frétt sé uppspuni frá rótum. Þetta er augljóslega siðlaust með öllu en það stendur þó ekki í þeim sem slíkt stunda enda uppskeran oft ríkuleg. Ef eitthvað er sagt nógu oft fer fólk að trúa því. Þetta eru þau sannindi sem liggja að baki falsfréttum og beitingu þeirra. Þar er þetta einfaldlega tekið lengra og afleiðingarnar fyrir almenning geta reynst geigvæn- legar. Og þó svo falskar fréttir á borð við þær sem áttu stóran þátt í að koma Donald Trump á forsetastól í Bandaríkjunum sé ekki að finna á Íslandi þá þurfum við að vera meðvituð um hættuna. Við þurfum líka að vera meðvituð um það að valdhafar, bæði kjörnir fulltrúar sem og þeir sem hafa völd í krafti fjármagns, hafa ýmsar leiðir til þess að móta almenningsálitið sér í hag. Þó svo slíkt eigi sér kannski ekki stað með fölskum fréttum á Íslandi, þá getur það hins vegar gerst með því að þegja yfir því sem skiptir máli eða beina athyglinni frá réttum og mikilvægum fréttum sem eiga ótvírætt erindi til almennings. Ágætt dæmi um þetta má sjá í greinaskrifum blaða- mannsins Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í Frétta- blaðið um einkavæðingu bankanna árið 2005. Fyrir greinaskrifin mátti Sigríður Dögg og þáverandi frétta- stjóri Fréttablaðsins, Sigurjón M. Egilsson, þola að verða fyrir holskeflu ófrægingar um vinnubrögð sem linnti ekki fyrr en umræðan snerist öll um allt annað en einkavæðinguna sjálfa. Á þessu og fölskum fréttum er auðvitað stigsmunur en ekki endilega eðlis því það er verið að hagræða, stýra og flýja sannleikann. Þetta er auðvitað áhyggjuefni fyrir fjölmiðla og almenning sem situr eftir með sárt ennið. Þjóðinni sem í sífellu er sagt að draga lærdóm af því að vera plötuð upp úr skónum. En þeir sem plötuðu þjóðina og þeir sem áttu að gæta hagsmuna hennar – það fer eitthvað minna fyrir lærdómnum á þeim bæjum. Þessi krafa um að við eigum að læra af mistökum annarra er nefnilega að verða ansi þreytt. Við getum ekki látið bjóða okkur svona starfshætti stjórnmála og fulltrúa þeirra lengur. Því þjóðin er í raun löngu búin að læra, oft og endurtekið, að þeim sem fara með peninga og völd á Íslandi er því miður ekki alltaf treystandi. Endurtekning Traust og tiltrú Það er engu líkara en þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi stillt saman strengi um hvernig svara beri fjölmiðlum um mögulega rannsókn á sölu Landsbankans. Svör sumra þingmannanna voru nánast orðrétt eins, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn í gær. Flestir vilja bíða ákvörðunar stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar áður en afstaða er gefin upp. Stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um að verkefni samtímans sé að auka traust í íslensku samfélagi. Það er ekkert sérstaklega traustvekjandi þegar heill þingflokkur talar sem einn maður: „Áfram gakk, hér er ekkert að sjá. Allt er eins og það á að vera.“ Kynjavaktin Sjö þingmenn VG hafa lagt fram tillögu um að Alþingi komi upp kynjavakt og kortleggi hvort og hvernig kyn hefur áhrif á ákvarð- anatöku þingsins. Tillaga sem vafalítið mun skila áhugaverðum niðurstöðum sem þorri almenn- ings mun ekki skeyta neinu um. Gæluverkefni þingmanna um eigin störf, sem kosta þarf til fjármunum, er ekki það fyrsta sem þeir sem reyna að knýja fram jafnrétti dettur í hug þrátt fyrir að greinargerð tillögunnar lýsi þessu sem „framsæknu tæki í baráttunni fyrir fullu jafnrétti kynjanna innan Alþingis“. Má ég þá frekar biðja um jöfn laun. snaeros@frettabladid.is 3 . a p r í l 2 0 1 7 M Á N U D a G U r10 s k o ð U N ∙ F r É T T a B l a ð i ð SKOÐUN 0 3 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 7 -0 8 A 0 1 C 9 7 -0 7 6 4 1 C 9 7 -0 6 2 8 1 C 9 7 -0 4 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 2 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.