Fréttablaðið - 03.04.2017, Side 11
S jaldan hefur sést annar eins söfnuður af forviða fólki og íslenskir ráða-menn tíunda áratugarins voru í síðustu viku þegar þeir fréttu, eftir öll þessi
ár, að þýski héraðsbankinn og
kjölfestufjárfestirinn í Búnaðar-
bankanum hefði í raun bara verið
leppur fyrir Ólaf Ólafsson.
Dj-Dabbi&Dóri
Þetta þurftu þau að láta segja sér
þrisvar, Finnur Ingólfsson, Val-
gerður Sverrisdóttir, Davíð Odds-
son og Geir Haarde. Hann Ólafur?!?
Brögð í tafli? Ha? Leynt eignarhald?
Leynireikningar? Hann Ólafur?!?
Við hin vitum ekki alveg hvort
við eigum að leika með í leikritinu
enn einn ganginn, og leyfa þeim að
halda að við ætlum að leyfa þeim
að trúa því að við hin trúum þeim.
Sem við gerum auðvitað ekki – eins
og þau vita öll.
En það rifjast upp þessir tímar,
þegar stórar eignir í almannaeigu
voru færðar vildarmönnum í nafni
einhverrar hugmyndafræði sem
sagði að óhjákvæmilegt væri að
eftirláta einkaaðilum bankavið-
skipti. Það tók íslenska einkafram-
takið örfá ár að keyra allt í þrot.
Þetta voru leiðindatímar.
Umskiptin stóru í íslensku þjóðlífi
urðu þarna um miðjan tíunda ára-
tug síðustu aldar þegar Framsókn-
armenn og Sjálfstæðisflokkurinn
náðu saman í ríkisstjórn og stjórn-
uðu landinu í tíu ár. Gáfu vinum,
lögðu niður stofnanir, ofsóttu
óvini. Fóru fram með frekjulátum
og sigri hrósandi markaðshyggju
sem boðaði okkur endalok sögunn-
ar á þeirri forsendu að Berlínarm-
úrinn féll og Sovétríkin hrundu,
eins og það gerði óðakapítalisma
eitthvað gáfulegri að kommún-
isminn reyndist svindl og svínarí.
Með aðild að EES sáu þessi
flokkar til þess að hér var innleidd
séríslensk útgáfa af kapítalisma;
nokkurs konar sérstök svindl-
og-svínarísútgáfa þar sem því var
sleppt að innleiða reglurnar sem
gilda víðast á Evrópumarkaði en
þeim mun meira gefið laust. Eftir-
lit í orði kveðnu, eins og átti eftir
að koma á daginn rækilega.
Leiðindatímar. Og leiðinda-
hugarfar sem ríkti þá, og vekur
hjá manni ónot þó að erfitt kunni
að vera að koma orðum að því.
Nú þegar við sameinumst öll í
óbeit okkar á Ólafi Ólafssyni og
viðskiptaháttum hans – ekki síst
Forviðaflokkurinn sem forðum
gekk undir nafninu Framsóknar-
flokkurinn – er kannski ágætt að
rifja upp að hann var ekki einn að
verki, hann var ekki undantekning,
ekki minkurinn í hænsnabúinu.
Hann var bara einn af mörgum
sem hleypt var út úr búrinu og
sagt að gera svo vel. Hann var bara
einn group-gaurinn og rétt eins og
Bakkavararbræður og Kaupþing-
smenn, Baugsmenn og Milesto-
nemenn, Vafningsmenn, S-hóp-
smenn og Landsbankamenn var
hann barn síns tíma, afurð aldar-
innar, niðurstaða kerfis, hugsjón
óðakapítalismans holdi klædd –
hlýddi kallinu að ofan og dansaði
eftir þeim takti sem dunaði undir
stjórn þeirra Dj-Dabba&Dóra.
Nýir group-gaurar
Bólufurstarnir urðu ekki til í tóma-
rúmi. Það verðum við að muna og
alveg sérstaklega núna. Bankar
eru kannski ekki jafn mikilvægir
og spítalar og skólar – og ekki jafn
arðberandi – en mikilvægir engu að
síður. Þeir geyma og ávaxta sparifé
vinnandi fólks og hjálpa fólki við
að hrinda úr vör arðsömum og fal-
legum verkefnum, þeir geyma jafn-
vel fjöregg heilu fjölskyldnanna.
Þegar vel tekst til eru þeir blóðið í
þjóðarlíkamanum sem flytur nær-
ingu á milli.
Það á ekki að þurfa máladeildar-
stúdent og fallista í reikningi á
borð við mig til að segja ráða-
mönnum að það sé með öllu ólíð-
andi að slíkar stofnanir séu í eigu
ókunnra aðilja, manna sem hafa
ekki meiri samfélagslega ábyrgð
en svo að þeir kjósa að dyljast bak
við ókennileg númer og nöfn sem
skráð eru í skúmaskotum fjármála-
heimsins. Gætu þess vegna verið
sömu group-gaurarnir aftur. Það
er aldrei markmið banka að vera
rekinn eingöngu með hámarks-
gróða hluthafa að leiðarljósi. Það
getur aldrei verið markmið neinn-
ar starfsemi.
Þetta snýst ekki um sérstakan kar-
akterbrest tiltekinna einstaklinga.
Þetta snýst um leikreglur samfélags-
ins, sem settar eru af stjórnmála-
mönnum í umboði okkar. Kapítal-
isminn ýtir undir og þrífst á löstum
á borð við græðgi og eigingirni og
óheiðarleika; og mikilvægt er að
samfélagið sendi með vönduðu
regluverki skýr skilaboð um sið-
ferðislega ábyrgð þeirra sem fara
með fé sem annað fólk hefur trúað
þeim fyrir.
Einkaframtakið er gott, eins og
forsætisráðherrann okkar minnti
okkur á nú um daginn, í kjöl-
farið á nýjustu uppljóstrunum á
hneykslinu kringum einkvæðingu
bankanna hinna fyrri. Mikið ósköp.
En er endilega víst að það eigi við í
bankarekstri hér á landi?
Erum við sem sagt ekki nógu
brennd af einkavæðingu banka eftir
Hrunið og Icesave og allt bóluruglið
sem upphófst hér í kjölfar fyrri
einkavæðingar?
ORKUSALAN OG PEPSI MAX KYNNA MEÐ STOLTI
Í HÖLLINNI
MIÐASALA HEFST Á FIMMTUDAG KL. 10
Á TIX.IS/PALLI
16. SEPTEMBER
Forviðaflokkurinn
Í dag
Guðmundur
Andri Thorsson
Flestir geta tekið undir að fólk eigi að hafa jöfn tækifæri til að njóta gæða samfélagsins. Hugtakið án
aðgreiningar er gjarnan notað til að
orða þessa hugsun og vísar til enska
orðsins „inclusion“ í samfélagi, skóla,
menntun, atvinnulífi og fleira.
Hugtakið án aðgreiningar birtist í
skólakerfinu í því að allir nemendur
eigi að fá tækifæri til að ganga í grunn-
skóla í heimabyggð. Koma á til móts
við náms- og félagslegar þarfir þann-
ig að allir eigi jöfn tækifæri til náms.
Ef nánar er að gáð tryggir svona skóli
án aðgreiningar, þrátt fyrir góðan
ásetning, ekki jöfn tækifæri til náms.
Kennsla barna með heyrnarskerð-
ingu er gott dæmi um þetta og þá
sérstaklega barna sem tala íslenskt
táknmál. Aðrir nemendur í heima-
skóla tala íslensku og námsefni er
sömuleiðis á íslensku. Þetta felur í sér
hindrun fyrir heyrnarskert og tákn-
málstalandi börn. Þau njóta því ekki
jafnra tækifæra og hin heyrandi.
Þessa stöðu má yfirfæra á allt sam-
félagið. Á sambýlum og elliheimilum,
sem eru heimili heyrnarlauss fólks, er
ekki táknmálsumhverfi. Fólkið hefur
því ekki sömu tækifæri til þess að
njóta lífsgæða og aðrir. Í atvinnulífinu
er réttur táknmálstalandi starfsfólks til
túlkunar ekki tryggður og það á hvorki
sama aðgang að símenntun og aðrir né
framgangi í starfi og heldur ekki sama
aðgang að samstarfsfólki eða yfir-
mönnum. Þetta þýðir að sjálfsögðu
einnig að atvinnulífið getur ekki nýtt
til fulls framlag táknmálstalandi fólks.
Innan atvinnulífsins má þó benda
á nýlegt jákvætt dæmi. Nú í byrjun
febrúar valdi Startup Tourism við-
skiptahugmyndina „Deaf Iceland“ til
þátttöku í 10 vikna viðskiptahraðli.
Með því gefst forsvarsmönnum Deaf
Iceland tækifæri til að þróa viðskipta-
hugmynd, um sérsniðna þjónustu og
afþreyingu fyrir ferðamenn á tákn-
máli, undir leiðsögn reyndra frum-
kvöðla, fjárfesta, lykilaðila innan
ferðaþjónustu og annarra sérfræðinga
þeim að kostnaðarlausu. Þess má geta
að fyrirtækin sem farið hafa í gegnum
viðskiptahraðal eru öll starfandi í
ferðaþjónustu þannig að góðar líkur
eru á að við sjáum táknmálstalandi
framkvæmdastjóra í atvinnulífinu
innan skamms (með táknmálstúlk
sér við hlið?).
Réttan skilning vantar
Hugmyndin um samfélag án aðgrein-
ingar lýsir vilja til að koma góðu til
leiðar. Það sem á vantar er þó réttur
skilningur og farsæl framkvæmd.
Núverandi framkvæmd stefnu um
skóla án aðgreiningar getur til dæmis
beinlínis hindrað nám og í henni
getur falist alvarleg kerfislæg kúgun.
Við þurfum því að endurskoða hvað
felst í þessari hugmynd. Skóli þar
sem táknmálstalandi börn eru í bekk
með börnum sem tala íslensku er
ekki skóli án aðgreiningar sem tryggir
jafna stöðu nemenda. Atvinnulíf
sem sér ekki til þess að tryggja fulla
atvinnuþátttöku fólks, sem talar
íslenskt táknmál, er ekki heldur
atvinnulíf án aðgreiningar. Sam-
félag sem býður öldruðu og fötluðu
heyrnarlausu fólki upp á heimili þar
sem starfsfólk talar við hvert annað
og heimilismenn á íslensku en ekki
íslensku táknmáli er ekki samfélag
án aðgreiningar.
Til að fjarlægja hindranir fyrir
námi, atvinnuþátttöku, starfsþróun
og lífsgæðum fólks með skerta heyrn
þarf skilning á því að fólkið heyrir
ekki talaða íslensku. Það á hins vegar
íslenskt táknmál sem ríkt og fallegt
mál. Réttur þess til að njóta þess að
lifa með íslensku táknmáli er vernd-
aður í lögum. Sá réttur endurspeglast
ekki í samfélaginu okkar. Merking
enska orðsins „inclusion“hefur því
miður ekki komist til skila með hug-
takinu án aðgreiningar. Í stað þess
hafa jafnvel orðið til meiri kerfislægar
hindranir fyrir táknmálstalandi fólk
heldur en áður voru.
Forsenda jöfnuðar er að við skiljum
að samfélagið er okkar allra en ekki
bara sumra. Í því felst að gera skóla
án aðgreiningar að skóla án hindr-
ana, atvinnulíf án aðgreiningar að
atvinnulífi án hindrana fyrir tákn-
málstalandi fólk og sömuleiðis elli-
heimili og sambýli. Þessu fylgir einn-
ig sá ávinningur að samfélagið fær að
njóta framlags táknmálstalandi fólks.
Það er okkar ábyrgð að gera nauðsyn-
legar breytingar til að svo verði.
Tryggir skóli án aðgreiningar
jöfn tækifæri nemenda?
Valgerður
Stefánsdóttir
forstöðumaður
Samskipta-
miðstöðvar
heyrnarlausra
og heyrnar-
skerta
S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 11M Á n u d a g u R 3 . a p R Í L 2 0 1 7
0
3
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
9
6
-F
E
C
0
1
C
9
6
-F
D
8
4
1
C
9
6
-F
C
4
8
1
C
9
6
-F
B
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
0
s
_
2
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K