Fréttablaðið - 03.04.2017, Side 32

Fréttablaðið - 03.04.2017, Side 32
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Sigurbjörg Sigurðardóttir Seltjarnarnesi, lést fimmtudaginn 30. mars. Útför fer fram frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 6. apríl kl. 13.00. Kristinn Hraunfjörð Dagbjört H. Kristinsdóttir Páll Bragason Magnús H. Kristinsson Gígja Sigurðardóttir Bjarki H. Kristinsson Jóna Björk Viðarsdóttir Axel Kristinsson Rán Ólafsdóttir barnabörn og Buffy. Okkar yndislega Sesselja Hauksdóttir fyrrverandi leikskólafulltrúi, verður kvödd hinstu kveðju í Grafarvogskirkju föstudaginn 7. apríl klukkan 15. Blóm og kransar eru einlæglega afþökkuð en þeim sem vilja minnast Sesselju er bent á Krabbameinsfélagið eða líknardeild Landspítalans. Þorsteinn G. Benjamínsson, Júlía Guðmundsdóttir, Freyja Hlíðkvist Ómars- og Sesseljudóttir, Haukur Hlíðkvist Ómarsson, Helga P. Finnsdóttir, Hrafn Hlíðkvist Hauksson, Salka Hlíðkvist Einarsdóttir, Hekla Hlíðkvist Hauksdóttir, Hugrún Hlíðkvist Hauksdóttir, Guðmundur Valgeir Þorsteinsson, Inga Dögg Þorsteinsdóttir, Kjartan Ásþórsson, Arnar Þór Þorsteinsson, Aron Smári Kjartansson, Karen Dís Kjartansdóttir, Thelma Sól Kjartansdóttir Þetta rit, Manntalið 1703, arfur okkar allra, er skrifað og tekið saman af því til-efni að manntalið 1703 var tekið inn á skrá UNESCO, Memory of the World Register, árið 2013. Þeim, sem eru með svona heimildir á sinni könnu, ber að kynna það og við erum að efna það lof- orð og kynna ritið fyrir íslensku þjóð- inni,“  segir Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður en í dag verður Þjóð- skjalasafn Íslands 135 ára. Af því tilefni hefur verið gefið út lítið rit um manntalið frá 1703 og er það 48 blaðsíður að lengd og prýtt myndum og margvíslegu skýringarefni.  Kristjáni Þór Júlíussyni, mennta- og menningarmála- ráðherra, verður afhent fyrsta eintakið á afmælishátíð safnsins í dag. Dönsk stjórnvöld tóku ákvörðun um fyrsta heildarmanntal á Íslandi árið 1702. Vegna kvartana Íslendinga undan slæmu árferði og harðindum í lok 17. aldar taldi stjórnin í Kaup- mannahöfn rétt að kanna aðstæður hér á landi m.a. með því að láta gera „eitt fullkomið registur yfir allt fólkið í landinu“ eins og segir í fyrirmælum Árna Magnússonar og Páls Vídalíns til sýslumanna. Sýslumenn báru ábyrgð á framkvæmd manntalsins en þeir fengu hreppstjóra til að annast sjálfa talninguna. Verkið tókst vel og verður að teljast mikið afrek. Talið var í öllum hreppum og eru allar manntalsskrárn- ar til enn þann dag í dag, varðveittar í Þjóðskjalasafni. Sérstaða manntalsins 1703 felst í því að það er elsta varðveitta manntal í heiminum sem nær til allra íbúa í heilu landi þar sem getið er nafns, aldurs, heimilisfangs flestra og þjóðfélags- eða atvinnustöðu allra þegnanna. Engin önnur þjóð í heiminum á jafnnákvæm- ar lýðfræðiupplýsingar frá þessum tíma. „Þarna er Jón Hreggviðsson og hans fólk frá Reyn á Akranesi. Talningin fór fram að hausti og hann er tekinn af lífi í júlí, á svipuðum tíma sem sýslumenn eru að skila manntalinu.“ Þegar Þjóðskjalasafn átti 130 ára afmæli árið 2012 sótti það um að mann- talið færi á skrá UNESCO, Memory of the World Register. Árið eftir var sú umsókn samþykkt. Nú fimm árum síðar í tilefni af 135 ára afmæli safnsins gefur safnið út lítið rit um manntalið. „Það er alveg ljóst í mínum huga og gerð grein fyrir því í ritinu að Árni Magn- ússon taldi úr manntalinu skömmu eftir að það var tekið. Þessu hefur ekki verið almennt haldið á lofti en við athugun mína þá er gömul kenning staðfest. Það er nýjung. Sú talning varð aldrei opin- ber.“ benediktboas@365.is Gefa út veglegt rit um elsta manntal heims Þjóðskjalasafnið er 135 ára í dag og af því tilefni er gefið út rit um Manntalið 1703 sem dönsk stjórnvöld ákváðu að framkvæma. Það er elsta varðveitta manntal í heiminum sem nær til allra íbúa í heilu landi og er það á heimsminjaskrá UNESCO. Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður með ritið góða sem selt verður í safninu frá og með deginum í dag. Í dag er liðið ár frá því að Panamaskjala- þáttur Kastljóssins fór í loftið. Skömmu eftir að þátturinn fór í loftið tók Sigurður Ingi Jóhannesson við embætti forsætisráðherra af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Í þættinum var fjallað um gagna- leka frá panamísku lögmannsstofunni Mossack Fonseca en skjöl úr lekanum sýndu meðal annars hvernig þrír ráð- herrar ríkisstjórnarinnar áttu tengsl við aflandsfélög. Þar var líka sýnt viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáver- andi forsætisráðherra, en hann endaði á því að strunsa úr viðtalinu. Daginn eftir fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli en áætlað er að yfir 20 þúsund mótmælendur hafi látið sjá sig. Yfirskrift þeirra var „Kosningar strax“. Degi síðar brunaði Sigmundur Davíð á Bessastaði eftir fund með Bjarna Bene- diktssyni. Markmið þess fundar var að fá heimild til að rjúfa þing og boða til kosninga. Ólafur Ragnar Grímsson, þá forseti Íslands, féllst ekki á bónina. Það fór svo að ríkisstjórnin starfaði áfram í hálft ár í viðbót en með Sigurð Inga Jóhannesson í brúnni. Sigmundur Davíð steig til hliðar. Kosningar fóru fram 29. október hálfu ári fyrr en áætlað var í upphafi. Þ ETTA g E R ð i ST 3 . A P R Í l 2 0 1 6 Sigmundur Davíð gekk út Sigmundur Davíð lét af embætti for­ sætisráðherra í kjölfar mótmæla fyrir ári síðan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 1882 Útlaginn og lestarræninginn Jesse James var myrtur af Robert Ford. Ford var meðlimur í gengi James og vonað- ist til að fá verðlaunaféð sem í boði var fyrir líf leiðtogans. 1882 Bergur Thorberg, landshöfðingi Dana á Íslandi, tilkynnti að stofnuð yrði geymsla fyrir skjalasöfn æðstu embætta landsins. Það lagði grunninn að Þjóðskjalasafni Íslands. 1888 Fyrsta fórnarlamb Kobba kviðristu fannst látið í London. Alls fundust ellefu konur látnar á þriggja ára tímabili sem talið er að Kobbi hafi myrt. Morðinginn fannst aldrei. 1895 Réttarhöld hófust yfir Oscar Wilde en hann var að endingu sakfelldur fyrir samkynhneigð. 1922 Joseph Stalín varð ritari sovéska Kommúnista­ flokksins. 1936 Bruno Hauptmann var tekinn af lífi fyrir að hafa rænt og myrt son flugmannsins rómaða Charles Lindbergh. 1948 Harry S. Truman, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir löggjöf sem ýtti Marshall-aðstoðinni úr vör. 1973 Martin Cooper, starfs- maður Motorola, hringdi fyrsta símtalið úr farsíma. 1975 Bobby Fishcer neitaði að tefla heimsmeistara- einvígi við áskorandann Anatolíj Karpov. Með því tapaði hann krúnunni sem hann vann af Boris Spasskíj í Reykjavík þremur árum áður. 1984 Banni við hundahaldi í Reykjavík var aflétt. Það hafði þá verið í gildi í þrettán ár. 2010 Fyrsti iPadinn, framleiddur af Apple- fyrirtækinu, kom út. Merkisatburðir 3 . a p r í l 2 0 1 7 M Á N U D a G U r16 t í M a M ó t ∙ F r É t t a B l a ð i ð tímamót Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. 0 3 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 9 7 -0 D 9 0 1 C 9 7 -0 C 5 4 1 C 9 7 -0 B 1 8 1 C 9 7 -0 9 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 2 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.