Hjúkrunarkvennablaðið - 01.02.1935, Blaðsíða 3

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.02.1935, Blaðsíða 3
I - 3 - hefði sagt af sjer störfum, og ljeti hún þaráfleiðandi af störfnm sínum sem ritari S.S.N. Fulltrúaráðið samþykti að senda systir Berthu Wellin skeyti, mfeð |)ökk fyr- -ir áhrifamikið og vel unnið starf í þágu hinnar norrænu hjúkrunarkvennastjettar. Gjaldkerinn, systir Greta Mueller las upp fjárhagsskýrslu fyrir árin 1932 og 1933 og var hún samþykt í einu hljóði. Þá var tekin fyrir stjórnarkosning. Fyrsti varaformaður, systir Bergljót Lars- son, kvaðst ekki vilja taka við formensku og var stjórn S.S.N. síðan kosin sem hjer segir: Formaður, systir Anna Vogel, Sví- þjóð, 1. varaformaður systir Bergljót Lars- son, Noregi, 2. varaformaður frk. Hedvig Post, Danmörku. Skrifari systir Rachel Edgarn, Finnlandi, gjaldkeri systir Greta Mueller, Svíþjóð. Meðstjórnendur, systir Elísatet Lind, Svíþjóð, systir Lulli Lous, Noregi, frk. Lyyli Hagan, Finnlandi, frk. Johanne Fenger, Danmörku og frú Sigríður Þorvaldsson, fslandi. Af því, sem rætt var um á fundinum, má nefna umræður um vinnumiðlunar-skrifs.tofur fyrir hjúkrunarkonur, vakti máls systir Elísahet Lind. í Svíþjóð hafði verið stung- ið upp á að sameina þær öðrum ráðningastof- um, en Svensk Sjuksköterskeforening áleit að þetta væri mál, sem heyrði heint undir heilhrigðisstjórnina og undir hennar eftir- liti væru hagsmunir bæði almennings og hjúkrunarkvenna best trygðir. Frk. Lyyli Hagan lýsti fyrirkomulági þessara mála í Finnlandi. Samkvæmt lögum frá 1926 um vinnu- miðlun þar í landi, höfðu hjúkrunarkvenna- fjelögin fengið leyfi til að hafa ráðning- arskrifstofur til þriggja ára, en að þeim tíma liðnum skyldi sótt um framlengingu á því leyfi, ennfremur skyldu fjelögin gefa skýrslu um þessa starfsemi sína til viðkom- andi ráðuneytis, mánaðarlega. Eftir fyrstu 3 árin sóttu fjelögin ekki aftur um rjett til að annast vinnumiðlun hjúkrunarkvenna. Ráðningarstofur hjúkrunarkvenna eru þó enn til í Finnlandi, en ráða ekki í fastar stöð- ur, heldur s'já næstum eingöngu um útvegun hjúkrunarkvenna til heimahjúkrunar, og hafa stjórnarvöldin látið þetta afskiftalaust. Systir Bergljót Larsson skýrði frá, að vinnumiðlun hjúkrunarkvenna í Noregi stæði undir lögreglueftirliti. Skrifstofa Norsk Sykepleierskeforbund rjeði hjúkrunarkonur hæði til heimilishjúkrunar og í fastar stöður, og hefir lögreglueftirlitið rjett til að fylgjast með skrifstofunni. Auk þessarar skrifstofu, eru nokkrar fleiri, sem fást við ráðningu hjúkrunarkvenna. Frk. Elsa Kaltoft, Danmörku, sagði að þar heyrðu ráðningarskrifstofur hjúkrunar- kvenna ekki undir hinar almennu vinnu- miðlunarskrifstofur. Gat hún þess að í sambandi við löggilding hjúkrunarkvenna, væri það ákvæði, að hver, sem veitti for- stöðu hjúkrunarkvennaskrifstofu yrði að hafa til þess persónulegt leyfi frá heil- hrigðisstjórninni. Slíkt leyfi hefir nú nýlega verið veitt formönnum skrifstofum D.S.R. til 5 ára. Því miður höfðu ýmsir aðrir, sem standa fyrir vinnumiðlunar- skrifstofum hjúkrunarkvenna, og ekki eru hjúkrunarkonur, einnig fengið leyfi, en því ætlar heilbrigðisstjórnin og D.S.R. að reyna að kippa £ lag að 5 árum liðnum, þegar endurnýja þarf leyfið. Þetta vinnumiðlunarmál var mikið rætt á fundinum. Lögð var áhersla á að hjúkr- unarkonur hefðu vegna starfs síns, sjer- stöðu, hæði hvað snertir vinnumiðlun og eftirlit. Menn voru sammála um að heppi- legast væri að þessi mál hjúkrunarkvenna heyrðu undir viðkomandi heilhrigðisstjórn. Frh. —0O0 — ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ ff SVEFN- OG STILLANDI- MEBUL. || Það væri ekki vanþörf að fræða almenning meira en gjört hefir verið, um það gagn og ógagn, sem stafað getur af eiturlyfjum, eða hinum svokölluðu svefn- og stillandi- með- ulum. Þar sem hjúkrunarkonan fær oft ríku- legt tækifæri til þess að fræða menn um slíka hluti, datt mer í hug að þýða útdrátt úr grein, sem ég rakst á um þetta efni. Þeir tímar, sem við lifum á, eru að ýmsu leyti athyglisverðir. Þar sem allt atvinnu- líf manna gengur eftir vissum hraða, og enginn má nó vill dragast aftur úr, verður mönnum oft þrifið til hinna ýmsu lyfja, til þess að koma í veg fyrir að þeir lötri á eftir eða falli saman. Nútíma verkamaður- inn þjáist oft af svefnleysi. Hann verður

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.