Hjúkrunarkvennablaðið - 01.02.1935, Blaðsíða 6

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.02.1935, Blaðsíða 6
h júkrunarkorm. Hinir lötu einstaklingar finnast engu síður á meðal hjúkrunarkvennastéttarinnar en annara stétta. Af þessu mundi margur halda að óvenju margar latar manneskjur væru til í heiminum, og það er svo, en það sýnist nú varla vera rétt að taka hjúkrun- arkonurnar sem dæmi upp á leti. En þetta er grein um hjúkrunarkonur. Vanalega kemur eðli hinnar lötu hjúkrunarkonu ekki í bága við hennar daglegu störf, líklega vegna þess að hún veit að þau verða að gerast. Það verður að þvo og búa um sjúklinginn, svo hún gerir það, þessu lík skyldustörf gefa lítið tækifæri til að forðast vinnu. Það er í hinum smærri verkum, sem eðlis- far hennar sýnir sig. T.d. sjúklingurinn er búinn úr vatnsglasi sínu kl. 10,3o f.h. hjúkrunarkonan er vön að fylla það um há- degið, hún lætur sem hún sjái ekki glasið, kemur sér hjá þv£ að fylla það, ef hún get ur, nema sjúklingurinn kvarti og biðji um vatn. Þetta er í sjálfu sér lítilfjörlegt, en það er merkilegt, hve margar hjúkrunar- konur reyna að komast hjá því að fylla vatnsglös sjúklinganna. Margar hjúkrunarkonur líta á blóm sjúkl- inganna sem plágu, er á þeim hvílir. Af- skorin blóm þurfa dálitla daglega umhyggju til þess að geta lifað, og útheimtir þetta aiikavinnu. Margar hjúkrunarkonur henda blómunum þegar þau byrja að fölna, til þess að losna við þau, í stað þess að tína þau visnuðu burt, og afsaka sig með því, að þau séu að deyja. Blóm, þó þau auki á erfiði hjúkrunarkvennanna, eru sjúklingun- um til ánægju og tilbreytingar. Og þegar á allt er litið, á ekki f^rsta hugsun hverr- ar hjúkrunarkonu að vera það, að gera allt, sem glatt getur sjúklinginn. Lata hjúkr- unarkonan gleymir þessu, það er margt smá- vægilegt, sem eykur þægindi sjúklings, sem hún stöðugt kemur sér hjá að gera. Eg veit enga úrlausn á þessu aðra, en vaxandi ábyrgðar-tilfinningu, sem myndast hjá hjúkrunarkonunni við stöðuga endur- tekningu á skyldustörfum hennar, eða stöð- ugt og nákvæmt eftirlit. Stöðugt eftirlit er óþarft þegar samviskusöm hjúkrunarkona á í hlut, það er henni ógeðfelt og það er ekki kurteist gagnvart henni að fara eins að við hana og við þá hjúkrunarkonu, sem vanrækir verk sín. En aftur á móti, er það, það eina, sem bætt getur úr framferði hinn- ar ábyrgðarlausu og lötu hjúkrunarkonu. Léttúðuga hjúkrunarkonan, hin þriðja og síðasta, sem er sjúklingnum til skapraunar, er oft viðfeldin stúlka, og hennar höfuð- galli er, að hún óafvitandi vanrækir skyldu- störf sín, hún er hjúkrunarkona aðeins af því, að hún heldur að það hjálpi sér til að giftast. Hana dreymir um að giftast lækn- ir eða ríkum sjúkling, hún hefir höfuðið fult af tunglsljósi, rósum og brúðkaups- klukknahljóm. Meðan hún skilur ekki eftir alt of margt af því, sem hún á að gera, er hún vel liðin af sjúklingunum og jafnvel uppörfuð af þeim. Hér er aðeins ein úr- lausn,-hjónabandið. dskandi að það komi sem fyrst. Hamingjusamur er sá sjúklingur, er fær að njóta hinnar skynsömu og fullkomnu hjúkrunarkonu. úvarp hennar, þegar hún kem- ur inn til sjúklingsins fyrst á morgnana, kemur honum í gott skap. (Hún byrjar ekki dagin á því að spyrja hann hvernig honum líði). Með æfðum handtökum byrjar hún dags- verkin, hún þarf ekki að spyrja hvort hann noti tannvatnið nú eða eftir morgunmatin, hún veit hvað honum líkar best. Sjúklingur- inn er þveginn, það er búið um rúmið, það er skift um vatn í glasinu hans, og bókin hans og ritföngin eru lögð þar sem hann nær þeim. Allt er þetta gert hæglátlega án alls óþarfa umstangs. Þvílíkur munur á vinnubrögðum hinnar fullkomnu hjúkrunar- konu, eða viðleitni hinnar ófullkomnu. 1 staðin fyrir að koma sér hjá smærri verkum, virðist hún leita eftir þeim. Rósirnar, sem voru vel lifandi í gær, drjúpa höfði £ dag, hálf visnar. Sjúklingnum finnst að réttast væri að fleygja þeim, brosandi mótmælir hún þv£, hún veit hvað rósirnar þurfa, og fer með þær burtu, en kemur með þær aftur eftir nokkurn t£ma, eins fagrar og þær væru ný afskornar. Sjúklingurinn byltir sér órólega á kodd- unum, þó þeir séu f vanalegum skorðum. Fer ekki vel um hann. Hjúkrunarkonan er viss um, að hún getur lagað koddana betur, hún hristir einn og sléttir úr öðrum, og um leið og sjúklingurinn hallar sér út af fer allt vel. Um leið og hjúkrunarkonan er að fara út úr herberginu, spyr hún sjúklinginn hvort hann viti að Eddy Cantor verði £ útvarpinu

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.